Stjórnarsáttmáli XS og VG 2009 til 2013

Hér eru nokkrir punktar úr stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Mér finnst þessi stjórn ekki vera dugleg að uppfylla þennan sáttmála. Það er himin og haf milli kosningaloforða og stjórnarsáttmála.

Kosningaloforð er gefið hjá hverjum flokki fyrir sig áður en gengið er til kosninga. Sá loforðalisti má segja að sé gefinn með því skilyrði að þeir nái hreinum meirihluta því ekki er talað um málamyndanir né eftirgjafir.

En stjórnarsáttmáli á að framkvæma. Hann er gerður eftir kosningar og þegar tveir eða fleiri flokkar ákveða að vinna saman. Skoðun mín er að hann á að vera uppfylltur 80-100%.

 

Ég var ágætlega sáttur þegar ég las þennan sáttmála fyrir tveim árum þó ég kaus hvorugan flokkinn.

 

Kjörtímabilið er meira en hálfnað þannig þessir tveir flokkar þurfa að fara að spíta í lófana.

 

Nokkrir punktar úr honum.

 -Hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin og aðstæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný.

-Auka traust og trú á íslenskt efnahagslíf.

-Örva innlendar fjárfestingar í atvinnulífinu.

-Stuðla að beinum erlendum fjárfestingum.

-Umhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með lagfæringu á skattalögum til þess að ívilna megi vegna rannsókna og þróunar. Auk þess verði tímabundið veittur frádráttur frá skatti vegna fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.

 -Nýttir verði möguleikar Íslands á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu með því að nýta hreina náttúru og heilbrigða ímynd landsins til að efla ferðaþjónustu í tengslum við leirböð, heilsurækt, endurhæfingu og almenna lífsstílsbreytingu.

-Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind.

 -Kannaður verði grundvöllur þess að leggja á umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu sem renni til uppbyggingar þjóðgarða og annarra fjölsóttra og friðlýstra áningarstaða ferðamanna og til eflingar ferðaþjónustu.

 -Lagt fram frumvarp um persónukjör og haft samráð við sveitarfélög um útfærslu þess í tengslum við komandi sveitarstjórnarkosningar.(þetta var ekki gert í fyrra)

 -Lögð er til í þessu skyni fækkun ráðuneyta í áföngum úr tólf í níu, ný forgangsröðun þar sem þess er þörf og breytt verkaskipting þar sem færð eru saman verkefni til að ná sem mestum samlegðaráhrifum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

VG hefur hindrað innlenda og erlenda fárfestingu. Vg hefur verið á móti ferðatengdri læknaþjónustu. VG hefur staðið í veg fyrir fækkun ráðuneyta.

VG hefur enga siðferðiskennd því miður.

Ríkisstjónin hefur farið í þessa skattaívilnun fyrir sprotafyrirtæki. En þau hafa sagt að það hefur lítil áhrif.   Á meðan rekstrarskilirðin eru svona slæm og gjaldeyrishföt í algelimingi.

Við erum nær því að setja á innflutningshöft heldur en að losana við gjaldeyrishöftin

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2011 kl. 22:29

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og náðu ekki að fækka ráðuneytum!

Og meikuðu ekki að fara fyrningarleiðina.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.8.2011 kl. 00:18

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mín lausn á fjárlagahallanum er að við fáum að selja kvótan á sanngjörnu verði.

Ekki gefa hann til eins aðila sem selur til þriðja aðila. Frekar selja hann beint á markaði!

30milljarða fjárlagagatið væri fljótt lokað!

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 10.8.2011 kl. 00:19

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En þeir sem hafa keypt kvótann ??

eignarnám?

skaðabætur?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.8.2011 kl. 10:16

5 identicon

Hugsa að það væri frekar brot á atvinnuréttindum sem þeir hafi verið búnir að öðlast

gunso (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 14:43

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ hvellsAð leyfa framsal kvótans var auðvitað bull. Til að vinda ofan af því verður því miður að ganga á þeirra eign.

Fyrningarleið til 20 ára var góð hugmynd.

 Eigendur kvótans afskrifa hann á 20 árum í bókunum og mun það dragast frá hagnaði, og skattaútlátum hjá þeirra fyrirtækjum.

 @gunso

Ég tel stjórnarskránna sem talar um að fiskiauðlindir eru þjóðareign séu mun sterkari en áunnin eignarréttindi sem myndast yfir tíma

Sleggjan og Hvellurinn, 10.8.2011 kl. 16:16

7 identicon

Hvaða stjórnarskrá ert þú að tala um? Hvað er þjóðareign? Af hverju breytir það máli að það standi í stjórnarskrá frekar en 1. gr. laga um stjórn fiskveiða? Af hverju er óskýrt ákvæði sem hefur enga merkingu sterkari en ákvæði um eignarrétt? Hver var að tala um eignarrétt, ég sagði atvinnuréttindi? Ertu sérfræðingur í rétthæð stjórnskipunarákvæða? Eru þeir sem eiga kvótann ekki hluti af þjóðinni? Hvernig stangast það þá á við hana?

gunso (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 23:44

8 identicon

Íslensku stjórnarskránna

Þjóðareign: Eign þjóðarinnar (allt annað lagaTÆKNILEGT rugl er fyrir lagatækna sem kennt er í "lögfræði" hér á landi)

Þjóðareign er bara mjög augljóst fyrir alla landsmenn nema lagatækna.

Lagagreinar < Stjórnarskrá

Nei, ég er ekki lagatæknir í stjórnskipunarákvæðum, en ég kann að lesa. Lögfræðingar halda oft að þeir séu þeir einu sem kunna að lesa.

Þeir sem eiga kvótann eru hluti af þjóðinni, nema ef þu telur með útlenska banka sem eiga veð í þeim sem er slatti.

sleggz (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 11:27

9 identicon

Fyrirgefðu en hvar stendur það í stjórnarskránni að fiskiauðlindir séu þjóðareign? Svo ertu svo mikill bjáni að halda að þjóðin geti átt eitthvað, annaðhvort á íslenska ríkið hlutinn og getur þá gert við hann það sem það vill eða einhverjir lögaðilar eiga hlutinn....Allt annað er bara pólitískt orðaþvaður sem hefur enga merkingu

Hefuru lesið þetta plagg? Ég get ekki séð hugtakið þjóðareign þarna, né eitthvað sérstakt auðlindaákvæði, hvað þá fiskiauðlindarákvæði... http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html

 Á þetta ímyndaða stjórnarskrárákvæði þitt einnig við um fiskinn í vötnum og ám landsins? Hvað með þá fiska sem eru í fiskeldi?

Í guðanna bænum ekki tala um að fjórflokkurinn eða aðilar utan í bæ séu með lýðskrum á meðan þú fleygir fram orðinu þjóðareign eins og versti blábjáni

http://www.frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/1169631/

augljóslega ekki einungis "lögfræðingar" sem komast að þessari "lagatæknilegu" niðurstöðu eins og þú heldur fram og þykist vera sniðugur með að tala niður til þeirra sem hafa menntað sig í þeirri grein

gunso (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 12:20

10 identicon

Þjóðareign= Ríkiseign.

Þú þarft að hafa einbeittan vilja til að skilja þetta eitthvað öðruvísi.

sleggjan (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 14:09

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hættið að deila um keisarans skegg.

Það sem skiptir máli er að sávarútvegurinn getur verið þessi tekjulind sem hann er og það verður að gæta að hagræðingu og skapa stöðugleika í greininni.

Það á að hækka veiðgjaldið duglega svo ríkiskassinn fær sitt.

Ekki takmarka framsal því hagræðingin í greininni  er framsalinu að þakka.

Ég get sannað það.

Af hverju eiga tvö skip að veiða 100þús tonn þegar eitt skip getur gert það?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2011 kl. 19:33

12 identicon

ég er ekki enn að átta mig á hvaða stjórnarskrárákvæði þú ert að tala um

gunso (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 22:38

13 identicon

Svona almennt þá finnst mér sumir lögfræðingar sem fjalla um þetta vera komnir ansi langt í orðhengilshætti. T. d. hefur Sig. Líndal sagt að ,,þjóðin&#148; eigi ekkert heldur sé það íslenska ríkið. Mér datt aldrei annað í hug þegar menn segja ,,þjóðin&#148; í þessu samhengi en að átt væri við ísl. ríkið. Það er munur á almennu talmáli og lögfræðilegum hugtökum. En þegar menn eru svo niðursokknir í fræðin að þeir eru hættir að gera greinarmun á almennu talmáli og fræðilegu lögfræðimáli (gunso?) þá má spyrja sig hversu hæfir þeir eru til að gera greinarmun á öðrum og flóknari hlutum?

Úthlutun aflaheimilda (kvótaréttur) á sínum tíma var fest við ákveðin skip, ókeypis að ég best veit, og eignuðust þá eigendur skipa þessara gífurleg verðmæti í formi framseljanlegra aflaheimilda. Engu síður stendur skýrt í lögum um stjórn fiskveiða, frá upphafi, að slík úthlutun veiti ekki eignarétt. Sérfræðingar (sumir) í eignarétti hafa samt komist að þeirri niðurstöðu að ,,þegjandi samkomulag&#148; ef svo má segja, hafi skapað eignarétt á þessum aflaheimildum með tímanum því þær hafi verið keyptar í ,,góðri trú&#148; og/eða skv. ,,réttmætum væntingum&#148; svo einhver lögfræðileg hugtök séu notuð. En samt sem áður þvert á settan rétt, almenn lög.

Það er ekki skrítið að margir telji þetta óréttlátt. Að allir hafi ekki setið við sama borð frá upphafi og takmörkuð auðlind þjóðar (ríkisins, lýðveldisins Íslands) sé nú í raun í eigu fárra aðila. Hvað myndu Norðmenn segja ef olíunni hefði verið útdeilt á sínum tíma frítt til fárra einstaklinga og allur vinnslu- og nýtingarréttur væri nú í eigu fárra aðila? Og þeir hagnast með slíkum hætti að þeir væru ráðandi í norsku atvinnulífi?

Allt í nafni þess að útflutningur á olíunni skapaði svo miklar gjaldeyristekjur að Noregur í heild sinni nyti góðs af og að einstaklingar myndu alltaf reka þetta með mestri hagkvæmni, sem aftur þýddi að öll þjóðin myndi græða mest á því?

Sjá menn fyrir sér að þetta gengi upp? Það þarf ekki lögfræðing til að skilgreina ,,réttlæti&#148;.&#147;

sleggjan (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband