Jón svara barnalegu Hamas-stuðningsmönnunum

Jón fyrrverandi Rektor

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaJonSigurdsson/eiga-ekki-og-mega-ekki

 

Átökin á Gazaströnd vekja athygli. Stofnuð eru samtök til að vinna gegn innflutningi varnings frá Ísrael. Fréttastofur flytja endalausar frásögur um fjöldadráp á Gaza, og endurtaka tölurnar dag eftir dag.

Í Ísrael eru reyndar deilur um málefni Gaza. Ríkisstjórn Netaniahu er umdeild meðal almennings í Ísrael. Og útþensla landnemabyggða er líka umdeild þar. En stjórnmálaaðstæður valda því að öfgamenn eru með í ríkisstjórn. Í Ísrael hafa verið mótmæli gegn hernaðarhryllingnum á Gaza og kröfur um aðrar aðferðir. Menn hafa skoðanafrelsi í Ísrael, ólíkt Gaza.

En engar deilur eru í Egyptalandi um að halda landamærum Gaza harðlæstum eða kröfur um að Egyptar komi íbúum þar til aðstoðar. Fáar vísbendingar eru um að stjórnvöld í Egyptalandi eða Jórdaníu berjist gegn Ísrael í málinu. Margt bendir til að Egyptum og Jórdönum þyki ágætt að Ísraelsmenn taki á Hamas-hreyfingunni.

Átökin á Gaza leiddu enn einu sinni í ljós afstöðu flestra Evrópumanna. Afstaða þeirra er gamalkunn: Júðar eiga ekkert með að verja sig -

Kristnir Evrópumenn segja: Það er skiljanlegt og afsakanlegt að Hamas sendi flugskeyti inn yfir íbúðabyggðir og verslunargötur í Ísrael, - að þeir setji vopnabúr sín inn í fjölbýlishús, - að liðsmenn Hamas þykist vera almennir borgarar en ekki hermenn, - að þeir hafi sprengjuvörpur sínar inni undir sjúkrahúsum, - og að þeir stefni opinskátt að þjóðarmorði í Ísrael. - En Júðar eiga ekkert með að svara þeim og verja sig -.

Evrópumenn segja líka: Gazabúar eru umkomulausir flóttamenn - sem er satt. Og þeir segja áfram: Júðar eru hins vegar peningamenn og þurfa enga samúð. Þó er vitað að meirihlutinn í Ísrael eru afkomendur flóttafólks sem kom þangað gangandi brottrekið úr Arabalöndunum við stofnun Ísraelsríkis, - og að mikill fjöldi innflytjenda til Ísraels á síðari árum er fólk sem kom öreiga frá fyrrverandi kommúnistalöndum.

Munur er á aðstöðu Ísraelsmanna og Araba. Það sést á því að Ísraelsmenn hjálpast að, og skyldmenni þeirra í öðrum löndum hjálpa þeim, - að Gyðingar keyptu sjálfir jarðeignir þarna dýrum dómum af tyrkneskum yfirvöldum, - að Ísraelsmenn réðust á eyðimörkina og breyttu henni í aldingarð, - að Ísraelsmenn rifu sig sjálfir upp úr eymd og hörmungum með dugnaði sínum, - að Ísrael er eina lýðræðis- og mannréttindaríkið í þessum heimshluta.

En stjórnvöld og auðmenn Araba, með allan sinn olíuauð, hafa ekki reynst Palestínumönnum hjálplegir heldur nota þá sem byssufóður. Og Hamas bætir gráu ofan í svart. Vegna þessa eiga Palestínumenn sannarlega skilið að njóta samúðar og stuðnings.

Ísraelsmenn hafa einu sinni enn fengið staðfestingu á afstöðu kristinna Evrópumanna. En Ísraelsmenn láta ekki lengur skipa sér að hafa ,,Judenrat". Ef Ísraelsmenn eru sammála innbyrðis um eitthvað þá er það þetta: Við höfum hlustað alltof lengi á þessa Evrópumenn, -  við höfum hlustað á þá öldum saman okkur sjálfum til óbóta, - nú hlustum við ekki lengur á þessa Evrópumenn, - við tölum við þá á því eina máli sem þeir skilja -.

 

 

kv

sl


Vantar hlutfallið

Af hverju eru VÍS menn ekki með tölur um þetta víst þeir voru þarna á staðnum.

Væri það of erfitt að punkta niður hversu stórt hlutfall stoppa við gangbraut? Var það meiri en helmingur? Eða var það kannski 5-10%? Hvað er sættanlegt og hvað er óásættanlegt?

Þreyttur á svona fréttum sem byggðar eru á tilfinningaklámi þegar auðveldlega er hægt að leggja fram einhver gögn og staðreyndir svo fólk átti sig á umfanginu.

kv

Sleggjan


mbl.is Ökumenn tillitslausir við gangbrautir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband