Dagur og fjármálin

Það er eins og Dagur B skilji ekki hvað skuldir eru. Eða skilji ekki einfalda spurningu.

Hann var á Beinni línu í dag. http://www.dv.is/beinlina/dagur-b-eggertsson/

Hann fékk spurningu:

Sæll Dagur. Í útvarpsviðtali í morgun hélstu því fram að þú og Jón Gnarr hefðuð tekið fjármál Reykjavíkurborgar föstum tökum. Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar munu hreinar skuldir borgarsjóðs vegna A-hluta aukast úr 23 í 49 milljarða milli áranna 2010-2014. Þetta er 113% skuldaaukning. Er það þetta sem þú kallar að taka fjármálin föstum tökum?

Dagur B svaraði:

Já, við þurftum að loka 5 milljarða gati hjá borgarsjóði (A-hluta) og 50 milljarða gati hjá Orkuveitunni. Hvoru tveggja tókst. Lánin sem þú ert að nefna voru tekin til framkvæmda. Við vildum auka atvinnu í verstu kreppunni og fara í mannaflsfrek viðhaldsverkefni, einsog í skólum og sundlaugunum. Atvinnuleysi hefur lækkað hratt og þetta borgar sig til framtíðar. Enda eitt af kosningaloforðum okkar vorið 2010.

 

 

Þegar Dagur B lætur borgina taka lán, þá eykst skuldastaðan. Ekkert flóknara. Hann kallar það að skulda meira að taka fjármálin traustum tökum.

Svo er annað að hann sé að misskilja spurninguna, en spurningin er frekar skýr, held hann hafi einfaldlega ekki tilfinningu fyrir fjármálum almennt, sérstaklega micro.

Sleggjan


Þeir borga sem nota

Góð þróun. Þeir borga sem nota þjónustuna.

Óþarfi að láta sameiginlega sjóði sjá um eitthvað sem sumir notfæra sér.

 

Þetta á einnig við um flesta aðra þjónustu sem hið opinbera veitir.

kv

Sleggjan


mbl.is Byrjað að selja aðgang 10. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave?

Var það ekki búið?

Hvað segja Nei-Sinnarnir? Hvað segir In Defence sem fagnaði "sigri"? Hvað segir Framsóknarflokkurinn?

kv

Sleggjan


mbl.is Krefjast 556 milljarða vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband