Heildarverð lækkar

Það er villandi að einblýna bara a matarútgjöld.

Heildarverð mun lækka og þar með lán heimilana.

Efra þrepið mun fara frá 25,5% í 24% og langflestar vörur eru í því þrepi.

Ásamt mun ríkisstjórnin afnema vörugjöld.

Verð hér á landi mun lækka til hagsbótar fyrir fólkið í landinu.

hvells


mbl.is Matarútgjöldin aukast um 42 þúsund á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er rétt að heildarútgjöld muni lækka, sem ég efast stórlega um, þá er það aðeins fyrir suma.

Í takt við annað af hálfu þessarar ríkisstjórnar hækka útgjöld hinna verra settu en lækka hjá hinum betur settu.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 16:41

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er því miður ekki rétt hjá þér.

Hækkun neðra þrep VSK bitnar verst á ríkustu fjölskyldu á landinu

"

Niðurstaðan er að lítill munur er á hlutfalli heildarútgjalda til matarkaupa eftir tekjuhópum, 14,7% af heildarútgjöldum tekjulægsta hópsins og 14,5% af heildarútgjöldum tekjuhæsta hópsins.

Þá kemur fram að tekjulægsti hópurinn mun greiða 33.385 kr. meira á ári fyrir matarinnkaupin eftir hækkun virðisaukaskattsins en tekjuhæsti hópurinn greiðir 52.756 kr. meira vegna hækkunar á skattinum. Mismunurinn á útgjöldum hæsta- og lægsta tekjuhópsins er því 19.371 kr. á ári, eða 3.490 kr. á mánuði. "

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/09/12/medalhaekkun-matarkorfunnar-41-thusund-kronur-a-ari/

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 17:19

3 identicon

no.2 svona einsog afnám auðlegðarskatts muni bara gagnast fátæku ekkjuni með yfir 70mlj.kr eign en aðins 80þ.kr á mánuði skil reindar eikki hversvegna sjálfstæðismenn eru að vorkenna henni að fá bara 80þ.kr af 70milj.kr. eign er náttúrulega til skamar í frjálshyggu þjóðfélagi sjálfstæðismanna

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 17:43

4 identicon

Ég skil ekki aðferðarfræðina á bak við þá útreikninga að matarkostnaður sé innan við 15% útgjalda hans.

Ég fæ þetta bara alls ekki til að ganga upp.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 18:03

5 identicon

Þetta fór eitthvað hálfklárað frá mér....

Ég skil ekki aðferðarfræðina á bak við þá útreikninga að matarkostnaður sé innan við 15% útgjalda hans.

Ég fæ það bara alls ekki til að ganga upp.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 18:05

6 identicon

Vá, ég hlít að vera andsetinn....

Sigurður (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 18:06

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Trikkið við það, þ.e. að útgjöld til matar og drykkjar séu álíka af heildarútgjöldum o.s.frv. - er í raun einfalt.

Málið er að þeir hinir snauðu kaupa um mat fyrir um helmingi minna en hinir auðugu.

Í sjálfu sér fara heildarútgjöld í svipað dæmi hjá flestum, húsnæði, matur, föt, börn etc.

Hinir snauðu setja bara miklu minni pening í það, eins og gefur að skilja.

Hinir snauðu setja um 700.000 á ári í mat en hinir ríku um 1.200.000.

Hækkun á matarskatti bitnar auðvita fyrst og fremst af miklum þunga á hina snauðu. Fyrir hina ríku, sjalla og framara og elítuna - þá er þetta bara kúkur og kanill og skiptir engu.

Hinir snauðu verða að herða sultarólina.

Og þetta kaus meirihluta innbyggja yfir alla þjóðina.

Skömm þeirra mun uppi meðan landið byggist.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2014 kl. 18:31

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Málið er að þeir hinir snauðu kaupa mat fyrir um helmingi minna en hinir auðugu."

Og ps. maður verður alveg var við, mjög víða, að þeir sem eru svona þokkalega settir í samfélagi og á hátíðisdögum kallaðir ,,millistétt" o.s.frv. - skilja enganvegin hvað það er og hvernig það er að standa höllum fæti í samfélagi og eiga vart til hnífs og skeiðar. Skilja það ekki.

Það eru nú ekkert glæsileg launin sem sjallafyrirtækin henda í láglaunafólk.

Í raun ætti fólk að neita einfaldlega að vinna á lágmarkslaunum hjá sjöllum. Bara neita því.

Mör fyrirtæki hérna eru ekkert í standi til að vera fyrirtæki því þau geta ekki séð verksalanum fyrir mannsæmandi þóknun eða mannsæmandi aðstæður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2014 kl. 18:35

9 identicon

Sleggjan, þú verður einnig að líta á heildarmyndina og mátt ekki gleyma  mótvægisaðgerðunum.

Hinir best settu munu fá mikla lækkun vegna afnáms vörugjalda en hinir verst settu lítið.

Þetta er því þegar allt kemur til alls tilfærsla á fé frá frá hinum verra settu til hinna betur settu eins.

Tekjulágar barnafjölskyldur fá þó hærri barnabætur. Þó hækka þær ekki meira en sem nemur lækkuninni í fyrra auk þess sem þær skerðast við 200.000 mánaðartekjur, sem er ótrúlegt.

Ellilífeyris- og örorkuþegar munu koma mjög illa út úr þessum breytingum. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 18:40

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er þetta bara enn ein millifærslan frá þeim sem höllum fæti standa í samfélagi yfir til hinna betur settu.

Græðgi hinna ríku virðist engin takmörk stt.

Alþýða manna verður að grípa til einhverra varna. Annars éta sjallar þá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2014 kl. 19:26

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég þekki fjölmarga bótaþega, einstæðar mæður og öryrkja.

Þau eiga öll eitt sameiginlegt.

Að eiga nýjasta iPhone 5s

Þeir geta því keypt iPhone 6 á næsta ári í lægra VSK þrepi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 21:39

12 identicon

alltaf fyndið að sjá "hægri menn" eins og sleggjuna styðja skattahækkarnir, en eins og týpiskur sjalli sýnir sleggjan að hann er kommunsti eins og d listinn er

Alexander Kristófer gústafsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband