Markaðurinn ræður sér sjálfur

Markaðurinn ræður sér sjálfur. Ef eftispurn er fyrir líkamsræktarstöð á þessum stað þá mun ein slík opnast. Kannski þessi Hildur vilji ekki bara slá til og opna eina slíka?

 

Þetta hefur verið reynt. Planet Pulse opnaði stöð í miðbænum (langt síðan reyndar) og sú stöð var ekki lengi að fara á höfuðið. Ef markaður væri fyrir líkamsræktarstöð þá einfaldlega væri búið að opna eina slíka. Skortur á bílastæðum er stór ástæða, þó við viljum trúa að miðbæjarrotturnar nenni að labba langar vegalengdir með þunga íþrottatösku þá er það ekki þannig.

Fyrir utan kannski þá sem búa mjög nálægt eða vinna á Laugaveginum en það fólk er ekki að fara halda uppi líkamsræktarstöð. Svo er gefið í skyn í greininni að World Class er eina stöðin sem stendur undir leigukostnaði í miðbænum. Á þá World class að taka að sér tap á þessari stöð í miðbænum og nota hinar stöðvarnar til að borga upp þann bagga? Ekki markaðslega né fjárhagslega skynsamlegt. Eigandinn búinn að skipta um kennitölu einu sinni,kannski ekki nauðsynlegt að gera það aftur.

Svo ég endi þetta rant á skemmtilegum nótum þá er Mjölnir með fyrirmyndar lyftingaraðstöðu rétt hjá Búllunni í miðbænum af öllum stöðum. Segi ég, íbúi á Njálsgötunni og eigandi árskorts í World Class

kv

Sleggjan


mbl.is Hnébeygjur í stað bjórdrykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vorkenni þer að vera hamstur á hlaupabretti í WC.

Mér finnst skemmtilegra að hreyfast úr stað þegar ég hleyp, þá sér maður eitthvað nýtt og verður ekki eins þröngsýnn fyrir vikið.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2014 kl. 18:49

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er lítið á brettinu Guðmundur.

Ég lyfti lóðum. Ekki verra að vera hraustlega byggður til að takast á við ýmsar áskoranir á lífsleiðinni.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2014 kl. 20:18

3 identicon

Það er Sundhöll á Barónsstíg, Mjölnir á Vesturgötunni. Síðan er hægt að gera þessar hnébeygjur hvar sem er. En þetta er bara ekki nóg fyrir suma(r).

Jón (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 21:31

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"igandinn búinn að skipta um kennitölu einu sinni,kannski ekki nauðsynlegt að gera það aftur.""

hahahha  LOL ég skellt uppúr.

 En þegar ég var að vinna í miðbænum þá stuðndaði ég jóga í kramhúsinu

http://kramhusid.is/page/21688/

Það er alveg down town... mæli með þessu. Ég var að jógast með Jón Snorra Snorrasyni fv lektor hjá HÍ og núverandi starfsmaður Bifrastar. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2014 kl. 22:20

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott hjá þér að vera duglegur að lyfta.

Sjálfur er ég meira fyrir sund, göngur og svoleiðis virka hreyfingu.

En að lyfta lóðum er ágætt fyrir þá sem það vilja.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2014 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband