Vinstri Navíistarnir komnir á kreik aftur

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/08/25/stofna-hreyfingu-sem-hvetur-islendinga-til-ad-snidganga-israel/

Meirihlutinn af meðlimum í þessari hreyfingu hafa aldrei heimsótt Palestínu eða Ísrael. Vita ekkert hvað er í gangi, hinsvegar lesa þau íslenska fjölmiðla á borð við DV og taka það sem þar stendur sem heilagan sannleik.

Gott og vel þeir ætla sniðganga ísraelskar vörur. En vita þau að Palestínumenn vinna "á gólfinu" í þessum verksmiðjum oftast og framfleyta sínum fjölskyldum í Palestínu með tekjunum? Eða vita þau almenn að arabar eru um 20% landsmanna í Ísrael og vinna þeir oftast í þessum störfum sem þessir íslensku navíistar vilja útrýma? 

Það er ekki heil brú hjá þessum navíistum. Þurfa aðeins stíga út fyrir þessa sápukúlu og lesa sig aðeins til. Göfgast, afla sér þekkingar. 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta lið á svipuðu róli og þessir latte lepjandi hvalfriðunarsinnar sem þekkja ekki haus eða sporð á náttúrunni en eru uppfullir af ranghugmyndum sem einhverjir öfgamenn hafa komið inn hjá þeim?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 12:30

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Veit ekkert um þessa hvalfriðurnarsinna.

Hinsvegar eru við að tala um boycott Israel og þetta innlegg hjá Sleggjunni er mög áhugavert.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2014 kl. 13:52

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já Kristján.

Þetta er mjög svipað. Hvalafriðurnarsinnar hafa aldrei farið með tánna í salt vatn en hafa samt sem áður þessar sterku skoðanir.

Alveg eins og þessir boycott rugludallar. Hafa ekki stigið fæti lengra en Norðurlöndin. Jú kannski til Benidorm og kalla það menningaferð.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2014 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband