Leggjum niður þessa stofnun

Þetta er algjör skandall. Við erum að eyða milljarða í Veðurstofu Íslands sem fer alltaf framúr fjárlögum og þeir gera ekkert gagn og lætur Íslendinga halda að það sé eldgos á landinu án þess að það eru rök fyrir því.

Þetta gengur ekki.

Jú kannski ef Veðurstofan væri einkafyrirtæki en þetta er rekið á almannafé og standa sig hræðilega.

Lokum sjoppunni og slökkvum ljósin.

Þess stofnun er tímaskekkja.

hvells


mbl.is Mat vísindamanna að ekkert gos sé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir það fyrsta kostar Veðustofan ekki milljarða. Þér er engin vorkunn að fletta því upp í fjárlögum. Í annan stað fer hún ekki fram úr fjárlögum. Megnið af tekjum hennar er ekki einu sinni af fjárlögum. Og í þriðja lagi, frjálshyggubjálfinn þinn, verður millilandaflugi ekki haldið uppi án ríkisrekinnar veðurstofu. Það eru alþjóðlegar reglur. Raunar er íslenska flugumsjónarsvæðið svo stórt að það skapar tekjur fyrir bæði flugmálayfirvöld og Veðurstofuna. Kynntu þér málin betur áður. Þá þarftu ekki að opinbera fávisku þína svona hrikalega.

Nonni (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 17:24

2 identicon

Auðvitað á að leggja niður störf sem ekki þjóna neinum tilgangi fyrir fólkið í landinu !

Það á að byrja á öllum FLOkksmönnum í gjörspillingarliðnu hjá stjórnmálaflokkunum !!

Einn slíkur er svo gjörspilltur að búið að ákæra hann !

Síðan má leggja niður milljóna tugina í styrki til stjórnmálaflokka !

JR (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 18:07

3 identicon

Stór hluti tekna Veðurstofunnar eru frá flugrekstri og þær tekjur eru sértékjur. Það getur vel verið að ekki er allt í réttum ferli í Veðurstofunni það þekki ég ekki til. Eflæst mætti hugsanlega einkavæða hluta verkefna henner. Mikið af starfsemi hennar tengist fiskveiðiflota og veiðum og spurning hvort þessir aðilar ættu þá ekki að greiða fyrir þjónustuna. Klárlega hefur þetta samfélagslega þýðingu fyrir sjávarútveg, landbúnað auk ferðaþjónustu, flutninga og flug bæði innanlands og millilandaflug og eins flug sem fer um íslenska lofthelgi. Þetta hefur einnig áhrif á öryggi hvað varðar óveðursspár og í mörgum samfélögum einnig víðtæka hernaðarlegt mikilvægi.

Það eru um 300 störf sem eru unnin hér á vegum alþjóðlegra flugyfirvalda og klárlega með að leggja niður Veðurstofuna og þá munum við hætta á að íslenska flugumsjónarsvæðið myndi skreppa saman og þessi störf flyttust úr landi og þjóðin tapaði bæði störfum og verðmætum gjaldeyri. Þannig að menn þurfa að líta niður fyrir fætur sér og vanda sig.

Ég veit ekki um land þar sem veðurstofan hefur verið lögð niður nokkurs staðar í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við getum þess vegna lagt niður lögreglu og dómstóla og vegagerð og þá leyft fólki að innheimta frítt vegatolla.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 20:12

4 identicon

Hópur vísindamanna hélt fund í dag um mögulegt eldgos.

Niðurstaðan var að þrír möguleikar koma til greina.

Annað verður eldgos, eða ekki.

Ef það verður eldgos, þá verður það annað hvort undir jökli eða ekki undir jökli.

Mér finnst þessi snilld hverrar krónu virði :)

Sigurður (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband