Ríkisvæðing uppeldis

Þessi mikla fjölgun er mikið áhyggjuefni fyrir alvöru borgara þessa lands. Sóley Tómasdóttir hoppar hæð sína enda vill hún með öllu ríkisvæða uppeldi barnanna okkar.

Þetta er að sjálfsögðu mjög varhugverð þróun.

Og bitnar aðalega á börnunum okkar til viðbótar við fjárausið og hærri skatta eða niðurskurð annarstaðar.

Ég væri til að sjá aukna atvinnu hjá dagmömmum og svo lenging fæðingarorlofs hjá báðum foreldrum í eitt ár á mann.

hvells


mbl.is 83% barna á leikskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvells, það vantar eithvað í þessa lógík hjá þér. Þú ert á móti fjárausi í leikskólana en það er í lagi að henda pening í lengra fæðingarorlof.

Síðan á að skera niður hjá leikskólanum til að dagmömur fái meiri af peninginum, hver er munurinn fyrir skattgreiðandan?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 13:18

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fyrsta lagi er mikill munur fyrir börnin. Besta gjöf sem þú getur gefið barninu þínu er að fá að alast upp fyrstu misserin með foreldrum þínum.

Það er gjöf sem mun endast þér alla ævi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 13:25

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo er dagmæðradíllinn mun ódýrari fyrir skattborgara. Auk þess að þær eru frumkvöðlar og atvinnurekendur en ekki ríkisstarfsmenn.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 13:26

4 identicon

Já, það er hollt fyrir barnið að alast upp með foreldrum sínum en það svarar því ekki hvers vegna ríkið ætti að niðurgreiða orlofið með skattpengin. Þetta er persónuleg ábyrgð foreldrana.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 13:35

5 identicon

Það að henda 20 krökkum inn í stofu þangað til að foreldranir sækja þau er ekki frumkvöðlastarfsemi.

Þetta er kannski ódýrara en krakkarnir fá meira út úr því að vera á leikskóla eins og meiri líkur á greiningu þroskasjúkdóma og þar með að meiri líkum á góðri meðferð.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 13:38

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Afhverju er betra að ríkið niðurgreiði leikskóla í staðinn fyrir að niðurgreiða fæðingarorlof?

Svo hafa rannsóknir sýnt það fram að fleiri samverustundir með foreldrum getur komið í veg fyrir ýmsa þroskasjúkdóma, ofvirkni, þrjóskuröskvun og svo framvegis.

Með því að færa peninga frá leikskólum yfir á fæðingarorlof margborgar sig. Bæði peningalega séð og ekki síst fyrir börnin okkar.

"henda 20 krökkum í stofu"..  fínnst mjög sorglegt hvað þú talar niður til dagmömmur. Með þessum heimskulegum rökum getum við líka sagt að leikskólar eru að "henda 20 krökkum" í sandkassa eða í eitthvað herbergi.

Rökin þín ná engri átt.

hvells

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 13:54

7 identicon

Ah, þarna ertu að ná þessu hvells, ég er persónulega á því að ríkið ætti ekki að vera að niðurgreiða neitt af þessu.

Ef þú villt eignast krakka þá er það þitt að sjá undir pössun á honum.

Dagmömmur eru margar og misjafnar og kannski rangt að alhæfa. En það hafa verið margar sem einfaldlega nýttu sér neyð foreldrana þar sem þeir komust ekki með börn sín annað.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 14:13

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er gott að við erum sammála því að það á ekki að ríkisvæða uppeldi einsog eg bendi á í fyrirsögninni

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 14:42

9 identicon

Leikskólar og heimili eru mismunandi og erfitt getur verið að alhæfa.

Krakkarnir mínir voru á leikskóla frá 2 ára aldri og það var faglært fólk með forskólakennurum það var 2 svar í viku farið í könnunarferðir í skóginum og upp á fjöll og hæðir. Lærðu að þekkja nöfn á trjám, blómum, taka tillit til annara, aukinn málþroski ofl. ofl. Persónulega hefði ég ekki getað gert neitt betur. Lærðir forskólakennarar geta greint þroskafrávik en gæðamunurinn er gríðarlegur á stofnunum sama gildir í raun fyrir skóladagheimili þar sem er mikill munur sem á skólum.

Flest heimili þurfa tvær fyrirvinnur og stór hluti heimila er með einstætt foreldri og það er aulgjóslega ómögulegt fyrir viðkomandi að vera heima hjá barninu eða börnunum.

Það kostar samfélagið dýrt að hugsa illa um komandi kynslóð það er fólksfækkun í mörgum þjóðfélögum.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 16:51

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flesti heimili þurfa að vera í tveim fyrirvinnum vegna þess að ríkið hirðir helminginn af launum hjá fólki.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2014 kl. 00:42

11 identicon

Það er augljóst að Elfar er sjálfur smákrakki sem á ekki.

Samfélagið okkar er núna þannig að það þarf tvær fyrirvinnur til að reka heimili (Elfar býr líklega heima hjá foreldrum sínum og veit ekkert um heimilisrekstur).

Það er mjög dýrt að eignast börn og ef við hjálpumst ekki að við það mun engin leggja í það og hver á þá að skeina rassgatið á Elfari þegar hann fer á elliheimili?

Wilfred (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 08:01

12 identicon

Wilfred, hvor er smákrakki, sá sem ræðir um málefnið sjálft eða sá sem þarf að ráðast á persónu annara vegna skoðana þeirra?

.

Ég efast stórkostlega um það að það verði börn Íslendinga sem muni skeina á mér rassgatið á elliheimilum í framtíðini, nema kannski á sumrin þegar sumarvinnan er í gangi.

Og ef þú getur ekki eignast barn án fjárhagslegrar aðstoðar annara þá er það kannski bara merki um að þú ættir ekki að eignast barn.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband