Þekki hann ekki lengur

Hegður Bjarna er með ólíkindum uppá síðkastið.

Hann vill núna fjölga ráðuneytum. Hann vill fjölga embættismönnum (þrjá seðlabankastjóra) svo tekur hann heilshugar undir með Ögmundi að vilja ekki skoða einkafjármögnun á Landsspítalanum.

Er hann í réttum flokki?

hvells


mbl.is Dómsmálin færð undir sérstakt ráðuneyti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist að hann er í ,,spotta"  hjá ákveðnum aðila ?

JR (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 21:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, er Bjarni ekki forystusauður Sérhagsmunagæsluflokksins?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2014 kl. 21:16

3 identicon

Gott mál að Bjarni sé á móti því að falsa bókhaldið að hætti grikkja við fjármögnum Landspítalans.

Um það snýst allt sem heitir einkaframkvæmdir sem ríkið á svo að borga.

Hvort sem eru jarðgöng eða spítalar.

Bókhaldsfals og ekkert annað.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 21:27

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verkefni á sviði dómsmála hafa stóraukist frá 2008, og þess vegna voru það mistök að bæta verkefnum á þann ráðherra eins og síðasta ríkisstjórn gerði. Ef það er vilji til að leiðrétta þau mistök núna þá er það ágætt í sjálfu sér, en það hefði mátt koma frekar til af góðu en svo illu sem raun ber vitni.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2014 kl. 23:03

5 identicon

Raunar kemur þetta ekkert á óvart.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun í litlu verið alvöru hægriflokkur. Þegar maður skoðar hann lið fyrir lið og ber hann td. saman við norska krataflokkinn Verkamannaflokkinn er það spurning hver er hægri og vinstriflokkur. Samstarf við Framsóknarflokkinn dregur það versta fram í íslenskum klíku og hagsmunastjórnmálum.

Það er hægt að benda á Track record flokksins síðasta áratugin:

1) Met í aukningu ríkisumsvifa í næstum 10 árum frá 2000 til 2008. Ríkisútgjöld jukust um 30-35% að raunvirði á hvern einstakling og fjöldi opinberra starfsmanna jukust um nærri 25%.

2) Óhagkvæmasta og dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi sem er meira í ætt við áætlunarbúskap fyrrum Sovétríkjanna og þetta hefur verið alfriðað fyrir umbótum og niðurskurði meira segja er fé varið í "Bændahöllina" um 500 miljónum á ári.

3) Ísland er með miðstýrðasta heilbrigðiskerfi Norðurlanda og þar hefur verið vaxandi miðstýring og í heilsugæslan er í raun ríkisrekin öfugt við norrænu nágrannalöndin okkar þar sem þetta er einkarekið. Meðan aðrar þjóðir hafa farið útboðsleið er hér aukinn miðstýrður ríkisrekstur og það hefur ekki skipt máli hvort stjórnir kenna sig til hægri eða vinstri.

4) Íbúðarlánasjóðaklúðrið gígantíska sem íslendingar voru margvaraðir við áratugum fyrir hrunið av OECD m.a. á enga var hlustað og menn reikna með að þarna sé ríkið í siðferðislegri ábyrgð og tapið er alla vega 250miljarðar sem þýðir að menn eru að mjatla 4-5 miljarða á ári inn á þetta.

Raunar mætti týna margt annað til.

Bæta má að helsti brandarinn við fjárlög íslenska ríkisins núna er að það sem á pappírnum er að bæta stöðuna er staða Landsbankans sem færir þetta upp í plús. Ég og fleirri halda fram að séu þegar öll kurl koma til grafar séu gígantísk mistök að kaupa Landsbankan á sínum tíma. Það er því ekki niðurskurður á hinu opinbera eða bættur rekstur ef einhver skyldi trúa því sem færir upp fjárlögin. Hitt dæmið er að menn greiða ekki fyrir gjaldþrot Seðlabankans sem var um 160 miljarðar á þáverandi gengi en þetta kallast einfaldlega seðlaprenntun og ef ekki væri fyrir "höftin" væri þetta lítið annað en gígantísk gengisfelling sem enn sem komið er er læst á bak við höftin og byggir upp þrýstingin á íslensku krónuna.

Gunnr (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 07:11

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Glæsileg samntekt Gunnr.

Góð áminning fyrir alla sem telja að hér hafi verið einhverskonar "frjálshyggjutímabil" í gangi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 18.8.2014 kl. 10:00

7 identicon

Íbúðalánasjóður er nú ekki nema 15 ára gamall, þannig að ef tapið á honum er 250 milljarðar til þessa þá eru það tæpir 17 milljarðar á ári, en ekki 4.

Sjálfstæðisflokkurinn er svo harðlega á móti ESB og frelsinu sem því fylgir ásamt því að vera algerlega á móti því að útgerðing greiði markaðsverð fyrir afnot af auðlindinni, heldur skal hún fá hana gefins.

Sjálfstæðisflokkurinn er órafjarri því að vera hægri flokkur, þetta er flokkur sérhagsmuna og ekkert annað.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 18:25

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Af hverju eru alvöru hægri menn að kjósa XD?

The million dollar question.

kv

Slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 18.8.2014 kl. 18:56

9 identicon

Eru þeir ekki hættir því?

Sigurður (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 22:04

10 identicon

Það er í raun óralangt síðan þessi sannleikur rann upp fyrir mér.
Stjórnmál á Íslandi snúast  í raun aldrei snúist um hugmyndafræði þótt þetta kann stundum virðast svo, þau snúast í raun einvörðungu um hagsmunagæslu. Sjálfstæðisflokkurinn er í raun lítið annað en risastór Framsóknarflokkur og að mörgu vinstra megin við hluta Samfylkingarinnar, þeas gamla Alþýðuflokkinn. Kaldhæðni örlaganna að enginn hefur skorið jafn mikið niður í ríkisrekstrinum eins og síðasta vinstristjórn og í raun komu engar, já engar niðurskurðartillögur frá Sjálfstæðismönnum.  Eitt dæmið um Besta flokkinn og Jón Gnarr í Reykjavík þar sem þeir í raun bjarga Reykvíkingum frá gígantískum skuldum Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrri stjórnir notuðu sem nokkurs konar "sparibauk". Fylltu þetta af skuldum og tóku arðgreiðslur og stærðu sig af því að hækka ekki gjaldtökur á borgarbúa og sumir kokgleyptu þetta kjaftæði.
Sjálfstæðisflokkurinn er í raun búinn að missa sinn trúverugleika í efnahagsstjórn og tekur mörg ár og mikla vinnu að byggja þetta upp. Það þarf að brjóta mörg egg til að búa til omelettu. Flestar vitrænar stjórnir færu straks í niðurskurðinn og klára það á fyrsta helmingi kjörtímabilsins, en þessi stjórn vissi í raun ekki hvað á að gera. Hagtölur íslenska ríkisins eru í raun minni en borgin Bergen í Noregi.  Um 140 þúsund Norðmenn skapa (að meðaltali) meiri verðmæti en 330 þúsund Íslendingar. Þetta kemst á eitt Excel skjal og ætti að vera auðhlaupið að hafa ákveðnar hugmyndir um þetta.
Aðal brandarinn nú er að mönnum hefur tekist að koma ríkisreikningum í plús vegna þess að menn eru að toga upp arð í Landsbankanum sem byggir í raun ekki á bankastarfseminni, ef einhver skyldi halda það. Nei menn eru að toga upp veð bankans og byggja þannig á bólumynduninni sem gjaldeyrishöftin skapa. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl hvað gerist ef menn losa við höftin þá hrynur krónan og veðin hrynja með eignaverði og þá verður þetta gígantískur mínus og hvað ætli þessi vitringar geri þá? Það er í raun enginn niðurskurður sem þessi ríkisstjórn hefur staðið við, "kommarnir" voru duglegri að skera niður og Steingrímur J hefur miklu stærri stjörnu erlendis í IMF og  en Bjarni Ben. sem er talsvert fyndið.
Ákveðin klíka á að eiga nánast allt á Íslandi.
Ísland var á réttri leið um aldamótin 2000. Opinberi geirinn var í raun lítill. Hér voru gjörsamlega úreltir ríkisbankar þegar þetta hafði verið að öllu eða hluta einkavætt meira að segja á Norðurlöndunum og raunar af vinstistjórnum þar.  Um 2002 gátu menn gengið í ESB og fengið Evru án vandamála en hvað gerðu menn? Í stað þess að leggja niður íbúðarlánasjóð gáfu þeir í.  Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var og er ekkert annað en risastórt innherjasvindl og í USA væru flestir þar í fangelsi, það er í raun augljóst. Það var enginn alvöru eign á bak við það og eftir situr íslenska hagkerfið læst í höftum og umlukið verðlausri krónufroðu. Í raun ættu menn að rífa íslenska Hlutabréfamarkaðinn og salta í svörðin eins og gert var í Karþagó forðum, þetta er rotið við rót. Síðan þarf að ráða algjörlega nýtt fólk án nokkurra tengsla við gamla og og það tekur áratugi að byggja upp traust. Það þarf að skera upp í stjórn Lífeyrissjóðanna og taka upp beina atkvæðagreiðslu þannig að þeir sjá um að verja hag sjóðþega en ekki nota eftirlaunafé sem "spilapeninga" eða til að koma sér og sínum í fríðindi og stöður.

Gunnr (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband