Skapar atvinnuleysi

Það er ljóst að formaður VR vill skapa atvinnuleysi á meðal ungmenna.

Með því að hækka launakostnað ungmenna viljandi mun það valda því að veitingahúseigandinn og bakarinn á horninu mun ekki eiga efni á að ráða eins marga og hann mundi vilja.

Færri störf verða því til skiptana.

Meiri atvinnuleysi fyrir ungt fólk.

hvells


mbl.is Ábyrgðin liggur hjá vinnuveitanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hlutfallslegur kostnaður launa af verslun er ekki verulegur.

Þess þá heldur að á m.v. hversu vöruverð hefur hækkað undanfarin ár hefur verslun í landinu eftni á að hækka laun fólks um nærhalt 40%

Óskar Guðmundsson, 14.8.2014 kl. 13:50

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vöruverð hefur hækkað aðalega vegna gengisfalls krónunnar.

Svo er stærsti kostnaður af verslun einmitt launakostnaður þannig að þín fullyrðing Óskar heldur ekki vatni

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2014 kl. 13:57

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hærri lágmarkslaun skapar meiri atvinnuleysi

heimildir:

http://www.forbes.com/sites/williamdunkelberg/2014/03/11/minimum-wage-myths/

http://americanactionforum.org/research/how-minimum-wage-increased-unemployment-and-reduced-job-creation-in-2013

http://www.businessinsider.com/case-against-raising-the-minimum-wage-2014-3

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2014 kl. 14:01

4 identicon

Síðan hvenar hafa atvinnurekendur verið að keppast um að ráða mikið af starfsfólki.

Þú ræður það magn af fólki sem þarf til að veita þá þjónustu sem þú ert að reyna veita og ekki fleiri. Ef óhagræðið í þínu fyrirtæki er þannig að þú getur ekki keppt við aðra þá ferðu á hausin.

#CostofDoingBusiness

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 14:39

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvar nefni ég að fyrirtæki eru að keppast við ráða mikið af fólki?

En þú talar léttvægt um gjaldþrot með tilheyrandi atvinnuleysi fyrir ungt fól, fátæka, fjöldskyldur og börnin þeirra.. kannski eini fyrirvinna fjölskyldunnar fer í gjaldþrot og Elfar bloggar bara á einhverji heimasíðu "cost of doing business"

Mér finnst það ógeðslegt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2014 kl. 14:49

6 identicon

Ahh tilfiningaklám. Gæti verið að þú ert að æfa þig fyrir pólitík?

Hvelli virðist finnast það sjálfsagt að fyrirtæki fái að svíkja fé af ungu starfsfólki sem veit ekki betur og sakar það um græðgi þegar það reynir að sækja lögmætan rétt sinn.

Persónulega finnst mér það ógeðslegt.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 18:21

7 identicon

Hvellur skrifaði "Með því að hækka launakostnað ungmenna viljandi mun það valda því að veitingahúseigandinn og bakarinn á horninu mun ekki eiga efni á að ráða eins marga og hann mundi vilja."

Það er þessi síðasta setning sem endar á "og hann mundi vilja" eins og bakarinn væri ósáttur þar sem hann gat ekki gefið öðrum einstaklingi vinnu út af hinum óendalega náungakærleik sem hann býr yfir.

Á meðan staðreyndin er sú að eigandin mun alltaf ráða lágmarksfjöldan af fólki sem hann kemst upp með að ráða á meðan þjónustan stenst væntingar þess hóps sem hann er að selja hana til. Ef fólk er ósátt við það þjónustustig þá þarf hann að fjölga starfsmönnum og ekki fyrr.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 18:29

8 identicon

Sú fullyrðing stenst engan vegin skoðun. Því lægri laun því fleirri störf alla vega þetta er skoðað í stóra samhenginu. Þetta þýðir í raun að þeir sem eru með lægri laun lengja sinn vinnutíma þannig að þeir eyða minnu, greiða minni skatta og í raun mun það minnka hagkerfið. Það rikir ákveðið samhengi á milli eftirspurnar og framboðs á starfsfólki og launakjara sem síðan verður að skoðast í samhengi við það verðlag í því hagkerfi sem fólkið býr í.
Það verður því miður að segjast að ákveðin fyrirtæki sem byggja á sölu og ferðaþjónustu byggjast í raun á slaklegum launum og þjóðfélög sem byggja mikið á þessu er í raun fátæk. Er Ísland kanski meira að líkjast Portúgal og Grikklandi en Noregi og Danmörku?

Gunnr (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 21:45

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta var tilfinningaklám í hæsta gæðaflokki :D

Komandi úr óvæntustu átt.

What about the chiiiiildren 

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2014 kl. 03:00

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvellurinn sér ekki ástæðu til að atvinnurekendur greiði eftir gildandi samningum heldur bara hvað þeim er hægstætt hverju sinni. Þetta er galinn hugsunsarháttur en því miður alltof algengur í okkar þjóðfélagi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 15.8.2014 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband