100%

Einsog staðan er í dag þá er loforð um 100% tryggingu innistæða ennþá í gildi.

Þessvegna er fráleitt að segja að 16mkr er of mikið þegar ríkið er að tryggja þetta uppí topp einsog er.

Svo standa íslensku bankarnir mjög sterkt og eru með besta CAR hlutfall í vestur evrópu.

hvells


mbl.is „Alltof áhættusamt“ fyrir skattborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Bölvuð vitleysa, loforðið hefur ekkert lagalegt gildi.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 14.8.2014 kl. 09:18

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Loforð eru ekki lög.

Reyndar er áhætta sú sem nefnd er einungis fyrir hendi ef að löggjafavaldið leyfir bönkunum að komast upp með lágt egiðfjárhlutfall. Ef slíkt yrði bundið lögum í 30% er áhættan að mestu af almenningi.

Óskar Guðmundsson, 14.8.2014 kl. 09:35

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Loforð er ekki lög.... hef hvergi sagt það.

En það er pólítsikt skilda að alþingismenn standi við þessi loforð.

Ef ekki.

ÞÁ Á AÐ AFNEMA ÞETTA LOFORÐ STRAX Í GÆR

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2014 kl. 10:04

4 identicon

Ef eithvað þá ætti að breyta þessu þannig að ríkinu væri bannað með stjórnarskrár ákvæði að tryggja innistæður í bönkum og öðrum fjármálastofnunum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 12:18

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála Elfari, Ríkið hefur ekkert að gera með að vera tryggja innistæður i bönkum.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 14.8.2014 kl. 13:27

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki rétt hjá þér hvellur.

Samkvæmt gildandi tilskipun um innstæðutryggingar á EES-svæðinu er óheimilt að starfsrækja innstæðutryggingakerfi með ríkisábyrgð. Þetta var staðfest með dómi EFTA dómstólsins í 28. janúar 2013. Með því féllu jafnframt fyrri yfirlýsingar þáverandi stjórnvalda niður dauðar og ómerkar.

Ég hringdi sjálfur persónulega í fjármálaráðuneytið fyrr á þessu ári til að spyrjast fyrir um þetta, og fékk þar þau svör að sjálfsögðu væri borin virðing fyrir dómnum og því væri engin ríkisábyrgð á innstæðutryggingum.

Hvellur, það er semsagt ekki aðeins búið að afnema hið meinta "loforð" sem þú vísar til heldur hefur það beinlínis verið dæmt ógilt. Það er frekar vandræðalegt ef þú ert ekki ennþá búinn að átta þig á þessu einfalda atriði.

Elfar: Það er engin þörf á að færa slík ákvæði í stjórnarskrá þar sem þau hafa verið í henni alveg frá upphafi þegar hún gekk í gildi árið 1944. Þó svo að fyrri ríkisstjórnir hafi reynt að brjóta stjórnarskránna þá þýðir það ekki að hún hafi verið felld úr gildi. Þvert á móti hefur sá sem gaf hið meinta "loforð" varðandi innstæður, verið dæmdur fyrir brot á þeirri sömu stjórnarskrá, þó að það hafi reyndar verið fyrir annað brot heldur en á þessum tilteknu ákvæðum.

Loks er eitt sem margir virðast ekki hafa áttað sig á í geðshræringunni í október 2008 og sumir hafa aldrei síðan þá áttað sig á því heldur. Það er að Geir Haarde lofaði aldrei neinni ríkisábyrgð á innstæðum. Hann kom bara fram í sjónvarpi og lýsti því yfir að innstæðum væri borgið, en ekki að hann myndi borga þær. Þetta stóðst alveg fullkomlega því innstæðum var bjargað yfir í starfhæfa banka, án þess að einasta króna rynni úr ríkissjóði til að borga þær út.

Það er líka mjög mikilvægt að átta sig á því, að það hefur í raun og veru aldrei reynt á sjálfa innstæðutrygginguna hér á landi. Það eru margir sem halda að svo sé en þá eru þeir hinir sömu einfaldlega ekki að skilja hvernig kerfið virkar. Hver sem vill getur lesið ársreikninga innstæðutryggingasjóðs og sannfærst um að það hefur ekki ein einasta króna, dollari, pund eða önnur spesía verið greidd út úr þeim sjóði frá því hann var stofnaður. Aldrei nokkurntíma!

Reyndar er mjög athyglisvert að í þeim ársreikningum kemur ekki heldur neitt fram um hvernig áhættuskuldbinding sjóðsins gagnvart  innstæðueigendum sé bókfærð og er ekki hægt að finna þess neina stoð að það sé yfir höfuð gert. Þannig fæst ekki annað ráðið af ársreikningunum en að sjóðurinn sjálfur sé skuldlaus og eignamikil sjálfseignarstofnun með litla rekstraráhættu.

Dæmi svo hver fyrir sig hvort það geti talist til eðlilegra reikningsskila.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2014 kl. 13:38

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur

Þetta loforð var gefið í fjölmiðlum. 

Stjórnmálamenn hringdu í Fréttablaðið og grátbáðu um að setja þetta loforð á forsíðu í hruninu. 

Sú staðreynd að þú, guðmundur, hringir í fjármálaráðuneytið og þeir tjá sig við þig að þetta loforð er ekki í gildi er ekki nægilegt. 

Þú þurftir sjálfur að hringja í ráðuneytið...!!!   Það segir meira en allt hvað þetta loforð stendur.

Það hefur ekki verið gerð nein tilraun til þess að afnema þessi loforð og stjórnmálamenn tala ennþá einsog þetta loforð er ennþá í gildi!!

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2014 kl. 15:12

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hinvegar er ég alveg sammála um að afnema alla ríkisábyrgð á bönkunum.

Þó fyrr hafði verið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2014 kl. 15:13

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dómur EFTA dómstólsins hefur verið aðgengilegur á vef dómstólsins frá því hann var kveðinn upp:

http://www.eftacourt.int/cases/detail/?tx_nvcases_pi1[case_id]=152

Ég þurfti ekkert að hringja í fjármálaráðuneytið til að fræðast um efni hans, heldur gerði ég það fyrst og fremst til að ganga úr skugga um að fjármálaráðuneytið væri með þetta á hreinu og færi eftir dómnum.

Sem það gerir samkvæmt þeim svörum sem ég fékk.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2014 kl. 16:26

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur

Það var grein í Viðskiptablaðinu í dag sem var verið að tala um að við mundum mögulega geta afnemað þessa 100% ríkisábyrgð.

Hún er faktískt í gildi einsog er. 

Menn eru ekki að liggja yfir EFTA dómum allan daginn.

Ég sé alveg hvert þú ert að fara. Svart á hvítu er þetta ekki í gangi og hefur að sjálfsögðu ekkert lagalegt gildi.

En að mínu mati þá er það almenn þekking að menn telja að þetta dæmi sé í fullu gangi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2014 kl. 00:08

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá er það bara misskilningur, og ekkert annað.

Alveg eins og sá misskilningur sem varð kveikja Icesave málsins.

Þetta er búinn að vera misskilningur sumra undanfarinn fimm ár.

Það væri mjög slæmt að gangast í ríkisábyrgð fyrir misskilning.

Hvenær viltu taka hausinn upp úr sandinum?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2014 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband