Opinberir starfsmenn skemma

Það er ljóst að það verður enginn friður á vinnumarkaðinum þegar samningar verða lausir í febrúar næsta.

Fátækt verkafólk sömdu um 2,8% launahækkun svo kemur millistéttin (kennarar, hjúkrunarfræðingar) og semur um tugi prósenta launahækkun.

hvellls


mbl.is Nái víðtækari sátt um launaþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýna ekki tölur um menntun kennara og ekki minnast á leikskólakennara að það verður gígantískur kennaraskortur. Framhaldskólakennari er ekki lánshæfru eftir loknu námi hvað húsakaup snertir. Voru ekki yfir 300 lausar kennarastöður í haust sem ekki tekst að manna og ástandið mun í raun snarversna. Þannig að ekki er beint séð að það sé mikil eftirspurn.

Klárlega er meirapróf mikilvægt og það er talsvert meira greitt fyrir þetta en Noregi en Íslandi enda margir farnir úr landi.

Um heilbrigðiskerfið þarf ekki að fjölyrða. Það er gríðarlegur skortur á hjúkrunarfólki í allri Evrópu og ekki minnst í Norrænu nágrannalöndum okkur þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta etur kappi við heilbrigðisþjónustu nágrannalandanna. Td er farið að hækka laun hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð vegna blóðugrar samkeppni við Noreg.

Sérfræðilækningar eru í raun innflutt þekking þar sem íslenskir læknar hafa aflað sér flestir í norrænu nágrannlöndum okkur einnig í Bandaríkjunum og Kandada og talsvert í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Sviss. Íslensk heilbrigðisþjónusta er í samkeppni við þessi lönd þar sem fólk hefur dvalið í 5-15 ár og í raun hefur sérþekkingu og tenglanet sitt. Niðurstaðan er að sérfræðilæknar hafa ekki verið ginkeyptir til að færa sig bak við gjaldeyrirshöft í íslenska furðuhagkerfið og íslenska lánamarkað og fá 1/2 eða 1/3 eða jafn vel minna í laun á íslenskum láglaunamarkaði.

Þetta á við um stéttir sem skortur er á. Verkfræðingar, smiður og aðrir iðnaðarmenn eru margir fluttir eða in facto byggja stóran hluta af tekjum sínum erlendis, þar sem þeir greiða af þeim skatta td. til norska ríkisins.

Gunnr (IP-tala skráð) 6.7.2014 kl. 18:28

2 identicon

Raunar eru ævitekjur kennara lægri en verkamanna þegar námstími, námslán er tekið inn í dæmið. Það er lítið sem ekkert launaskrið hjá kennurum eða heilbrigðis og umönnunarstéttum sem vinna hjá hinu opinbera.

Það er að skapast neyðarástand hvað mönnun varðar enda fá nánast allir hærri tekjur en kennarar og margir þeirra finna sér annan atvinnuvetvang.

Án þess að þekkja það held ég að það er skynsamlegt að fá samning um aukið vinnuframlag og skipulagsbreytingar sem geta fjármagnað auknar tekjur.

Gunnr (IP-tala skráð) 6.7.2014 kl. 20:40

3 Smámynd: Valgeir

Millistétt - kennarar og hjúkrunarfræðingar??? Þessi var góður!!! Og ef svo er - Guð blessi Ísland.

Valgeir , 6.7.2014 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband