Tvöfeldni snillinganna

Hef tekið eftir, þeir sem eru mest á móti þjóðaratkvæðagreiðlum eru þeir sömu og sem fögnuðu ákaft þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave.

Ágætis tvöfeldishræsni þarna í gangi. En það er nú bara þannig að langflestum er alveg sama um að tala í kross við sjálfan sig. Að meika sense er ekki í þeirra forgangsröðun.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef ekki var ástæða til að hafa þjóðaratkvæðisgreiðslu um það að hefja ESB ferlið, þá liggur það í augum uppi að þá þarf ekki þjóðaratkvæðisgreiðslu til að enda ESB ferlið.

Kveðja frá Seltjarnarnesinu

Jóhann Kristinsson, 2.7.2014 kl. 16:05

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú ekki skrítið. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að vera eftir að búið væri að semja og aðildarsamningur kominn uppá borð og þjóðaratkvæði þar um.

Þetta ætti nú fólk flest að geta skilið - nema náttúrulega ofbeldissjallar og framsóknarskussar ásamt fúlum þjóðrembingsprumpurum. Það er eigi nokkur leið að þeir geti skilið slíkt. Vit þeirra býður ekki uppá það - eða í raun vit-leysi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2014 kl. 18:07

3 identicon

Tvöfeldnin er því miður í báðar áttir.

Þeir sem voru mest á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, eru einnig þeir sem mest hrópa eftir þjóðaratkvæðagreiðslu núna.

Poppúlismi fjórflokksins í hnotskkurn.

Netsóði Íslands gefur greinilega ekki mikið fyrir stjórnarskrá lýðveldisins, sem alveg skýrt segir til um að hafni Forsetinn lögum skuli þau í þjóðaratkvæði.

En það hentar netsóðanum ekki að fara eftir Stjórnarskránni okkar, og sennielga hefur hann ekki burði til að lesa hana heldur.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 18:44

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

NEI sinnar eru með allt niðrum sig.

Það þarf að kaupa nóg af Papco klósetpappír og þrífa parketið eftir þessa drengi. Vá!!

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2014 kl. 21:39

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Sigurður

Hver er netsóði Íslands?

sleg

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2014 kl. 22:37

6 identicon

Við erum víst ekki sammála um sóðaskapinn í þessum manni.

Þú hefur áður sagt að þú sjáir ekkert athugavert við niðurganginn semn flæðir frá honum um bloggið þitt.

Það er allt í lagi.

En ég held þú vitir samt nákvæmlega við hvern ég á.

Sigurður (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 23:32

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ómar eða Jóhann greinilega.

'omar var nú agætur fyrir 1-2 árum, hefur versnað svona nýlega af einhverjum ástæðum.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 4.7.2014 kl. 16:41

8 identicon

Ómar var hreint ekkert skárri fyrir 1-2 árum síðan.

Þessi sóðaskapur hefur verið hans einkenni síðan ég sá hann fyrst eftir hrun.

Nær alveg óþekkt að hann hafi nokkuð efnislegt fram að færa í umræður annað en uppnefni, blótsyrði, skítkast og annan sóðaskap sem allt viti borið fólk er fyrir löngu búið að fá nóg af.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.7.2014 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband