Keisarinn er ekki í neinum fötum

Til hamingju Höskuldur. Þú hefur bent á það að keisarinn er ekki í neinum fötum.

Þetta byrjaði allt á því að ASÍ vildi taka hér upp "danska kerfið". Boggher "félagshyggjunnar" byrjaði að vinna og þetta varð að einhverskonar möntru sem Eygló Harðar tók upp hrátt án þess að kynna sér málið.

Út kom tillögur að "danskri fyrirmynd" sem er langt frá því að vera danskt kerfi. Þessar húsnæðisnefndartillögur eru með öðrum orðum algjörlega glórulausar og mun auka húsnæðiskostnað landsmanna.

hvells


mbl.is Ekki þörf á dönsku íbúðalánakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá er íslenskum bönkum ekki treystandi til að vera aðal lánveittendur til íbúðakaupa. Hvað hefur breyst til hins betra í íslensku bankakerfi sem gerir það að verkum að fólk ætti að hlaupa upp til handa og fóta til að skoða þessi má. Maður í þessari stöðu sem Höskuldur er þarf að setja hér fram tillögur sem skáka því sem hann hallmælir annrs er þetta tómt tal út í loftið.

Þegar umræðan var sem hæst hér í kring um 2007 þá var íbúðalánsjóður með 4,15% vexti + verðtryggingu.

Hreiðar Már þá verandi bankastjóri kom fram í fjölmiðlum og fór mikinn, þar sem hann talaði um að þessi lán ættu að vera í höndum bankanna. Það var bara einn galli á gjöfinni, bankarnir þurftu 6.97% vexti + verðtryggingu. Hefur eitthvað breyst? Þegar svona menn tala eins og Höskuldur þá þarf að vera eitthvað á bak við það sem menn segja ekki endalaust eitthvað jpl jamm og fuður. Komið með lausnir og segið frá þeim á íslensku. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 10:17

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Rekið er fyrir dómstólum prófmál um lögmæti verðtryggingar. Hæstiréttur Íslands hefur heimilað að leitað verði ráðgefandi álits frá EFTA dómstólnum um hvort það standist Evrópurétt að verðtryggja lán til neytenda á Íslandi, með þeim hætti sem gert hefur verið til þessa.

Ég held að allir aðilar ættu bara að halda að sér höndum þar til niðurstaða er komin í þetta mál og ljóst er hvort framkvæmd verðtryggingar á neytendalánum á Íslandi stenst reglur EES. Þá fyrst er ljóst hver staðan er raunverulega og hægt að fara að vinna að raunverulegum lausnum. Ég held ég hafi heyrt að niðurstöðu gæti verið að vænta á haustdögum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2014 kl. 10:26

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

KB Banki (núna Arion banki) veitti lán á 4,15% vöxtum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 10:29

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Erlingur

Það eiga semsagt enginn að kaupa íbúð né taka lán þangað til dómur liggur fyrir?

Það er auðveldara en að segja það. Margir þurfa að koma þak undir höfuð sitt ekki seinna en í dag.

Svo er hægt að taka óverðtryggt lán hjá bönkunum fyrir fólk sem hatar verðtryggingu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 10:31

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég átti nú aðallega við ummæli Höskuldar í fréttinni, sem er tilefni þessarar umræðu, um að fara íslensku leiðina og sníða af henni agnúana. Íslenska leiðin er fyrst og fremst verðtryggð lán til langs tíma sem nú er verið að fá á hreint hvort eru yfirhöfuð löglega útfærð.

Þeir sem þurfa að koma sér þaki yfir höfuðið eru margir hverjir ekki í stöðu til að gera það nema að leigja. Held svona almennt séð, að ekki sé mikið um að neytendur séu að koma nýir inn á fasteignamarkaðinn um þessar mundir, eða að venjulegt fjölskyldufólk sé að skipta um húsnæði í miklum mæli. Þær fasteignir sem ganga kaupum og sölum eru að stórum hluta fjárfestingar fjársterkra aðila en ekki þeirra sem myndu kallast venjulegir neytendur og fjölskyldufólk.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2014 kl. 11:13

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2014 var 527. Og er þetta bara einn mánuður. Það er semsagt ágætis velta á þessum markaði.

Í raun mun hagur neytandans ekki vænkast ef óverðtryggð lán sé eingöngu í boði. Þeir sem eru tekjulitlir geta þá ekki fengið lán eða það skerðir möguleika þeirra fátæku að fá lán ef engöngu óverðtryggð lán eru í boði.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 12:43

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En það er sjálfsagt að banna verðtryggð lán.

Fyrir mitt leyti þá er það þess virði eingöngu til þess að stinga uppí fólk sem telur verðtrygginguna vera upphafi og endir alls ills í þessu þjóðfélagi.

Fórnarkostnaðurinn er að nokkrir fátæklingar enda á götunni reyndar. En þetta viljið þið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 12:45

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Hvellur, við höfum átt þessa umræðu áður, en þar sem þú virðist eiga við föttunarerfiðleika að stríða er sjálfsagt að veita þér meiri aðstoð.

Ef þú gengur út frá því að ekkert muni breytast með afnámi verðtryggingar á neytendalánum, þá er auðvitað vel hægt að komast að þeirri niðurstöðu að ekkert muni breytast. Þetta er hinsvegar ekki lýsing á raunveruleikanum.

Rökvillan sem þú gerir (ítrekað) felst í því að gera ráð fyrir að ekkert muni breytast við afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þessi forsenda heldur að sjálfsögðu engu vatni, því ef verðtrygging verður afnumin þá verður auðvitað sú breyting að útlán bankakerfisins verða ekki lengur verðtryggð.

Munurinn á bankakerfi með verðtryggð útlán og án þeirra, er eins og munurinn á flutningabíl eftir því hvort hann er með tengivagn eða ekki, það eru í raun tvö ólík tæki. Ef þú aftengir tengivagninn, myndirðu þá halda því fram að aksturseiginleikar og eldsneytiseyðsla dráttarvagnsins haldist óbreyttir? Nei, það dettur engum með tvær heilafrumur í hug að halda slíku fram.

Hegðar reiðhjól með hjálpardekk sér eins og tvíhjól? Nei alls ekki.

Myndi geimskutlan hegða sér eins ef það væru ekki hitahlífar á henni? Nei.

Mun peningakerfið hegða sér eins án verðtryggingar og með henni? Neibb.

Án verðtryggingar myndi stærsti einstaki verðbólgu og hávaxta- hvatinn sem er fyrir hendi í íslenska peningakerfinu hverfa á einu bretti. Þannig yrðu bæði verðbólga og ávöxtunarkrafa lægri án verðtryggingar útlána bankakerfisins.

Auk þess hefur Seðlabankinn spáð verðlækkun á húsnæði með afnámi verðtryggingar, allt að 20%, sem þýðir að fólk getur þá tekið 20% lægri lán með 20% lægri lægri greiðslubyrði til að kaupa sér húsnæði, heldur en annars væri. Það hljóta að vera rosalega góðar fréttir fyrir húsnæðiskaupendur.

Á meðan bíðum við spennt eftir einhverjum rökum fyrir ágæti verðtryggingar frá þeim sem aðhyllast hana, en ekkert bólar á þeim eftir langa bið. Ef verðtrygging væri í raun jafn frábært fyrirbæri og f er látið, þá ætti að vera auðvelt að reiða fram sannanir fyrir því. Þær eru hinsvegar aldrei á borð bornar í umræðu þeirra sem aðhyllast verðtryggingu, sem bendir til þess að þær séu í raun engar.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2014 kl. 13:42

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef ekki haldið því fram að ekkert muni breytast við afnám verðtryggingarinnar. Ég hef margoft sagt að greiðslubirgðin mun aukast og tekjulitlir munu eiga erfiðara með að fá lán (sjá að ofan)

Það er ein breytingin. Færri fá lán.

Vissulega mun þetta verða til þess að stýrivextir Seðlabankans munu "bíta" en það felst þá í gríðarlega hárri greiðslubirgði fólks sem greiðir af húsnæðislánum. Fólk mun finna meira fyrir hækkun stýrivaxta. Vissulega er það gott en þú sem "talsmaður skuldara" ættir ekki að stiðja svona refsingar skuldara..... þó að skuldarar hafa ekkert gert af sér. Kannski hækkaði einfaldlega heimsmarkaðsverðið á olíu þann daginn.

En það er gaman að lesa líkingar um hjól, dráttarvagn eða eldflaug...þó að það kemur ekki málinu við.

Svo er 20% verðfell á fasteignum ekki jákvætt fyrir fólk sem á nú þegar fasteign. Að sjá verðið á fasteigninni hrinja á meðan lánin standa í stað eða hækka.

En einsog ég sagði áðan. Mér er slétt sama um að verðtryggingin verði afnuminn. Það væri ágætt bara til að losna við snillinga einsog þig sem segir að óverðtryggð lán munu koma með sól og blóm í haga.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 13:58

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Já 527 kaupsamningar í apríl. Segir ekkert nema það. Engar upplýsingar hverjir koma að þeim. Ég held að þetta séu fjársterkir aðilar að stórum hluta til, ekki venjuleg heimili.

En það verður hins vegar að fara að lögum í þessu landi og við höfum nýlega átt umræðu um að mál fari í gegnum réttarkerfið. Menn töldu rétt staðið að gengistryggðu lánunum og það væri svo dýrt að leiðrétta þá vitleysu alla, og hver ætti nú að borga og svo framvegis. Bankakerfið færi á hausinn. Annað kom á daginn. Þú varst harðorður gegn þeirri framkvæmd ef ég man rétt og taldir þetta allt rétt reiknað. Svo þurfti að endurreikna þvert ofan í orð ykkar sem tölduð þetta löglegt. (Ég hef reyndar haldið því fram að aldrei hafi verið þörf á að endurreikna bílalán, en það er önnur saga.)

Ef verðtrygging neytendalána, eins og hún er framkvæmd á Íslandi í dag, er ólögleg skv. EES, þarf að finna aðra lausn á þeim. Svo einfalt er það nú.

Þegar maður útskýrir verðtryggð íslensk fasteignalán fyrir útlendingum gapa þeir allir af undrun. En þegar þeir heyra að ISK hafi fallið um 2000% frá upptöku skilja þeir hvað er í gangi. Á meðan verðtryggingin er við lýði verður ekki tekið á vandamálinu. Þess vegna þarf hún að fara, með dómsúrskurði ef ekki vill betur.

Fullt af fólki hefur lent á götunni nú þegar, sem og flúið land, vegna ástandsins í fjármálakerfinu og vegna atvinnumissis hér innanlands. Aðrir eru endalaust að fresta og semja um sín mál. Að miklu leyti fólk sem ekki tók stóra sénsa og reyndi bara að koma þaki yfir höfuðið. En þetta viljið þið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2014 kl. 14:04

11 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Bara svo það komi fram þá sá ég ekki athugasemdir 8 og 9 áður en ég birti síðustu athugasemd.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2014 kl. 14:07

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gengislánin voru rétt reiknuð samkvæmt frumvarpi frá Árna Pál. En það er ekki böknunum að kenna að stjórnmálamennirnir íslensku setja lög sem standast svo ekki stjórnarskrá.

En með inngöngu í ESB og upptöku evru mun vextir lækka, verðtrygging hverfa og við fáum stöðugan gjaldmiðil.

Það er gott að við getum verið sammála um það.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 15:00

13 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Allt þetta gengislánabull var, og er, bönkunum að kenna og engum öðrum. Alþingi lét fjármálafyrirtækin draga sig út á tún í þeim málum og sökk í sama forarpyttinn og þau voru komin í.

Það er rétt að með upptöku annars gjaldmiðils verður hægt að losna við verðtrygginguna. Það þarf hins vegar ekkert að vera Evra, getur alveg eins verið Bandaríkjadollar. Fyrst og fremst eitthvað annað en þessi Matadorkróna sem við höfum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2014 kl. 16:21

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú varst að véfengja endurútreikning bankana. Og mína skoðun á það mál. Ég stend við það að bankarnir reiknuðu þetta rétt samkvæmt árnapáls-lögunum. En þau lög voru svo dæmd ólögleg.

Ekki bönkunum að kenna. Þeir voru bara að reikna samkvæmt lögum frá Alþingi.

En svo reiknuðu bankarnir lánin í annað sinn og eru þeir að ganga frá því núna. 90% af lánunum eru reiknuð í dag.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 18:49

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það þurfti aldrei nein Árna Pálslög, en bankarnir þóttust bara ekkert skilja hvernig ætti að gera þessi lán upp þegar gengistryggingin var dæmt ólögleg. Knúðu alla í málaferli. Öll bíla- og tækjalán fjármálafyrirtækja eru rangt uppgerð sbr. neytendalánalög. Og bankarnir þykjast ekkert kannast við ákvæði þeirra laga og fara undan í flæmingi þegar á þau er bent, og hafa alltaf gert. Því miður hefur enginn verið látið reyna á þessi ákvæði fyrir dómi, en það styttist í það.

Sama verður ef verðtrygging verður dæmt ólögleg, þá munu bankaspekingar ekkert þykjast vita hvernig geri eigi þau lán upp heldur.

En nú erum við komnir nokkuð frá upphaflegu umræðuefni. :-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2014 kl. 21:32

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 23:24

17 identicon

Ég sé engin rök í málflutningi hvorki Erlings né Guðmundar.

Hvernig er hægt að vera svo barnalegur að halda að það myndi einhverju breyta ef verðtrygging yrði bönnuð eða ekki. Það eru þegar óverðtryggð lán í boði í dag. Fólk getur einfaldlega valið. En það er oft erfitt að fá hávaðaseggi og vanvita til að skilja einföldustu hluti.

Sleggjan og Hvellurinn, haldið ykkar striki.

Dude (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 12:54

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þokkum fyrir það Dude.

Við reynum að vera rödd almennrar skynsemi og rökhugsun. Það getur verið erfitt að gott að fá klapp á bakið.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2014 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband