Hvellurinn hefur alltaf rétt fyrir sér

Hvellurinn gaf fría fjárfestingaráðgjöf í seinustu viku og áréttaði hana nokkrum dögum síðar.

Gengi Icelandair var 16,4 þegar ég mælti með kaupum á bréfunum. Nú er gengið  17,65. Verðmat Hvellsins er 18,1 og því er enn kauptækifæri og Hvellurinn gerir áð fyrir að gengi Icelandair mun ná 18,1 í sumar.

Lesendur síðunnar geta því grætt mikla peninga með því að halda áfram að lesa síðuna.

Við höfum aldrei haft rangt fyrir okkur. Hvort sem það er í ESB málum, verðtryggingu eða fjárfestingaráðgjöf.

hvells


mbl.is Viðskipti hafin með bréf Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árið 2010 var hluturinn á rúmar 6 krónur.

Verðmat hvellsins er rúmar 18 krónur núna 4 árum síðar.

Sérð þú einhver rök fyrir 300% hækkun á þessu félagi, önnur en verðbólu kostaða af lífeyrissjóðum innan hafta?

Sigurður (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 17:12

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Árið 2010 var Icelandair undirverðlagt og ég Hvellurinn mældi meðal annars með kaupum og bréfunum á þeim tíma. Þeir lesendur sem treysti Hvellinum þá hafa margfaldað sína peninga. Og munu gera það áfram.

Ferðafjöldi í alþjóðaflugi hefur fjölgað um 19% á milli ára. Sætanýtin hjá félaginu hefur aukist um 3,4%.

Boson consulting group spáir áfram aukningu ferðamanna og Icelandair Group rekur mjöglmörg hótel ásamt því að fljúga. Ef við núvirðum sjóðstreymið og skoðum ársreikningana og árshlutareikningana í ár og seinustu ár....bæta smá rökhugsun og spádómsgáfu er mjög auðvelt að komast af ákveðinni niðurstöðu.

Allavega fyrir þá sem kunna eihttvað í reikningi, fjármál fyrirtækja og hagfræði.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2014 kl. 17:27

3 identicon

Snillingar.

Dude (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 21:01

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú víst, um verðtrygginguna.

Svo höfðuð þið líka rangt fyrir ykkur um Icesave.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2014 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband