áfall

Þetta hlítur að vera gríðarlegt áfall fyrir NEI sinna.

Grikkland og Spánn eru með hærri lánshæfiseinkun en Ísland.

"eins gott að við erum ekki í ESB" mundi einhver Nei-sinni hreyta útúr sér.

hvells


mbl.is Lánshæfiseinkunn Spánar og Grikklands hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þegar þessi ummæli "hvellsins" eru skoðuð skulum við muna þessar staðreyndir: 

Á Spáni er atvinnuleysi meðal ungs fólks (<25 ára) 55%.  Á Grikklandi er það 52% fyrir sama aldurshóp.  Á Íslandi er það 10,7%. Nefni líka Frakkland, 25%, Lúxemburg, 17%, Sviþjóð, 23%, Bretland, 20%, Finnland 20%, Írland 27%.

Fyrir aldurshópinn 25-74 er atvinnuleysi á Spáni 24% en 25% á Grikklandi. Á Íslandi 4,3%.

Allar þessar tölur eru meðaltal fyrir árið 2013 og fengnar frá sömu stofnun, Eurostat.

Við skulum líka minna okkur á að fjöldi Íslendinga hefur hrökklast frá heimaslóðum til að vinna erlendis, þá helst í Noregi um lengri eða skemmri tíma, sem kemur náttúrulega ekki fram í atvinnuleysistölum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.5.2014 kl. 09:55

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Atvinnuleysið staðfestir bara kosti ESB og Evrunnar.

Fólkið þarf ekkert að vinna nema eitthvað smotterí bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 10:00

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fyrsta lagi er þetta mikla atvinnuleysi í S-evrópu ekki ESB eða evrunni að kenna. Enda var meiri atvinnnuleysi á Spánið þegar þeir voru með sinn Pesó.

Of strangar vinnureglur og hreðjartak verkalýðshreyfingarinnar eru valdur að atvinnuleysi. Auk þess er mikið af ungu fólki á spáni og grikklandi að vinna svart t.d á börunum á costa del sol.

Svo er minni atvinnuleysi hjá ungum í þýskalandi og austurríki heldur en á Íslandi. ESB og Evrulönd bæði tvö. Það hlítur að vera mjög vandræðaleg staðreynd fyrir NEI sinna sem kenna Evrunni um allt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 10:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er hvert áfallið á fætur öðru sem ríður yfir nei-sinna.

Núna var helsta goði þeirra afgerandi hafnað í Hollandi samkv. útgönguspám. (það má að vísu ekki birta úrslit fyrr en á sunnudag en ekkert í hollenskum lögum bannar útgönguspár.)

Afgerandi hafnað.

Wilders er í sjokki. Enda er umrætt mjög óvænt miðað við það sem kannanir sýndu undanfarna mánuði.

Wilders kennir dræmri kosningaþátttöku um.

Sigurvegari kosninganna var D66 sem er mikill suðningsaðili Sambandsins og hafði að meginuppleggi að halda áfram.

Þ.e. að þeirra upplegg var að nóg hefði verið dvalið við aukaatriði og tími væri kominn til að ESB tæki skrefið áfram.

Það virðist líka vera meginstraumurinn í Evrópu. Halda áfram.

Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir hve mikið hefur verið gert úr nei-rugludöllum allrahanda að undanförnu, ekki síst á Íslandi, og talað eins og þeir séu að fara að vinna einhvern stórsigur.

Eftirtektarvert er að enginn fjölmiðill á Íslandi hefur greint frá tíðindunum í Hollandi. Meir að segja BBC hefur gert það og þó eru þeir þekktir fyrir að fylgja formreglum stíft.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 11:11

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Já auðvitað....allt í blóma og syngjandi lukku!

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.5.2014 kl. 11:13

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Svo er minni atvinnuleysi hjá ungum í þýskalandi og austurríki heldur en á Íslandi. ESB og Evrulönd bæði tvö. Það hlítur að vera mjög vandræðaleg staðreynd fyrir NEI sinna sem kenna Evrunni um allt."

Stórkostlegt. Af 28 ESB ríkjum, þar af 18 sem nota Evru, næst að týna fram 2 ríki sem eru með minna skráð atvinnuleysi meðal ungs fólks en Ísland, og þar með er ég ekki að lofa ástandið á Íslandi eins og áður hefur komið fram.

Ég er að vinna með fólki sem er frá ESB-ríkjum og notar Evruna. Fólk frá Spáni, Belgíu, Hollandi og Litháen svo dæmi séu tekin. Langflestir bölva Evrunni og kenna henni um ástandið í Evrópu og sínum löndum. Þannig að þetta er ekki bara einhver bölsýni á Íslandi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.5.2014 kl. 11:29

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Blóma og blóma, veit það ekki, en það sem er eftirktarvert að hægt skuli vera að reka ríki með svo miklu atvinnuleysi.

Eðlilegasta skýringin er að í ESB og með Evru - þá þurfi fólk barasta ekkert að vinna nema eitthvað smotterí bara ef það vill.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 11:44

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Eðlilegasta skýringin er að í ESB og með Evru - þá þurfi fólk barasta ekkert að vinna nema eitthvað smotterí bara ef það vill."´

Já og búa bara heima hjá mömmu og pabba langt fram á fullorðinsár eins og á Ítalíu og Spáni? Gerir þú það kannski, Ómar Bjarki? Ertu enn hangandi í pilsfaldinum á mömmu þinni? Vinnur bara eitthvað smotterí bara ef þú vilt? Eða kannski bera ekki neitt sem hlýtur að vera ídeal að þínu mati.

Þú ert óborganlegur. :-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.5.2014 kl. 12:49

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei sinnar eru duglegir að týna út lönd (t.d spánn) og benda á hræðilegt atvinnuleysi þar.

En þegar við JÁ sinnar bendum á lönd með minna atvinnuleysi þá erum við úthrópaðir.

Tvískynningurinn algjör.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 12:57

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef fólk vill búa heima hjá pabba og mömmu - þá á það bara að fá að gera það.

Það semer í raun eftirtektarvert við þetta margumtalaða atvinnuleysi í Grikkl. og Spáni - er að það skuli vera hægt að reka ríki með svo miklu atvinnuleysi.

Það er bara ESB og Evrunni að þakka.

Fólk þarf augljóslega ekki að vinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 13:06

11 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er náttúrulega enginn tvískinnungur hjá "hvellnum" að týna til þau 2 lönd, af 28 ESB löndum, sem hafa minna skráð atvinnuleysi en Ísland, og láta sem hin 26 þar sem skráð atvinnuleysi er meira en á Íslandi séu ekki til, og allt sé í himnalagi í ESB og slíkt sé Evrunni að þakka. Hann um það. Þetta kallast hins vegar rörsýn.

ÓB: Það er ekki almennt val ungs fólks á Spáni eða Ítalíu, eða yfirhöfuð hvar sem er í heiminum, að búa í foreldrahúsum langt fram eftir aldri, og þess síður að það sé ósk foreldrana að slík staða sé uppi. Almennt vill fólk hafa tækifæri til að standa á eigin fótum. En frá því eru vafalaust undantekningar eins og sjá má hér. Að öðru leyti dæma þín ummæli um ESB, Evru og nauðsyn fólks að vinna, sig sjálf. Svona tala bara menn sem næra andann á að rökræða við búfénað daginn út og inn.

Þið snillingarnir ættuð að fara aðeins út í heim og kynnast fólki frá öðrum löndum og viðhorfum þeirra. Myndi kannski opna augu ykkar.

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.5.2014 kl. 13:36

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, það er víst val.

Td. búa börnin almennt miklu lengur hjá forseldrunum á Íslandi en tíðkaðist bara fyrir örfáum árum. Er það ekki val? Eru þau neydd til þess?

Það þarf ekki allt að vera eins. Fjölbreytileiki í sameiningunni o.s.frv.

Td. ef menn hafa horft á Derrick í gamla daga - þá var eftirtektarvert hve ,,börnin" voru gömul og bjuggu enn hjá foreldrunum. Á sínum tíma er þættirnir voru sýndi - þá kom þetta illa heim og saman við ísl. aðstæður þó það geri það kannski ekki núna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 13:57

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er ekki að þakka evrunni fyrir þetta litla atvinnuleysi (þú er meistari í að snúa útur orðunum mínum) en ef þú lest það sem ég hef verið að skrifa hér að ofan er það reglur á vinnumarkaði sem skapa atvinnuleysi (ásamt litlum hagvexti)... kemur gjaldmiðlinum ekkert við.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 14:01

14 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég vil benda "hvellnum" vinsamlegast á að það var ekki ég sem kom með Evruna inn í þessa umræðu, sjá athugasemd #3: 

"Svo er minni atvinnuleysi hjá ungum í þýskalandi og austurríki heldur en á Íslandi. ESB og Evrulönd bæði tvö. Það hlítur að vera mjög vandræðaleg staðreynd fyrir NEI sinna sem kenna Evrunni um allt."

Ég var einungis að benda á að þrátt fyrir hærri lánshæfiseinkunn ESB ríkjanna, Spánar og Grikklands, væri ástandið þar ekki gott, en það vita náttúrulega allir. hvellru kaus að blanda Evrunni í málið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.5.2014 kl. 15:26

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ástandi er heldur ekki eins slæmt og látið hefur verið hér uppi. Og það er merkilegt. Málflutningur andstæðinga ESB hefur reynst rangur þessu viðvíkjandi - rétt eins og í öllum öðrum atriðum.

Avinnuleysi á spáni og grikklandi hefur náttúrulega sögulega séð verið hátt. Það verður að hafa í huga í þessu sambandi. Bara stutt síðan að atvinnuleysi var álíka og nú er.

Ennfremur hefur málflutningur lýðskrumara reynst rangur í öllum meginatriðum varðandi efnahagssamdráttinn í Evrópu um 2010. Allt rangt.

Jafnframt er rangt hjá mönnum þegar þeir halda fram að Syriza bandalagið sem nýtur mikils fylgi í Grikklandi núna samkv. könnunum sé merki um uppgang andstæðinga ESB.

Þvert á móti vill Syriza, sem er bandalag ýmissa vinstri flokka og/eða vinstri sjónarmiða, í raun meiri samruna í ESB! Meiri samruna og minni þjóðríki.

Í raun er það aðalmálflutningur þeirra þó stundum tali þeir út og suður vegna þess að lýðskrumið er líka mikilvægur faktor hjá þeim.

Er nefnilega þannig, að á þessu atriði átta menn sig ekki á. Að sumir flokkar sem í umræðunni eru oft taldir andstæðingar ESB - eru í raun það ekki! Heldur vilja þeir meira ESB!

Að mörgu leiti hefur málflutningur andstæðinga ESB hér uppi verið allur kolrangur og einkennst af miklu þekkingarleysi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 16:03

16 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar land eins og Grikkland er búið að vera að skrapa botninn í allmörg misseri, þá þarf ekki mikið til til að sjá batavonir, en það segir ekkert til um framtíðarhorfur þó svo að einhverjar greiningardeildir séu að reyna að tala hlutina upp.  En ljóst er að ESB aðild Grikkja hefur ekki verið þeim heillvænleg og alls ekki til framdráttar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.5.2014 kl. 16:04

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nú er þessi umræða komin í aljgörann hring.

Eigum við ekki að hvíla þessa rökræðu svona föstudegi :)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband