Undantekning frekar en regla

Það er verið að afvegaleiða umræðuna.

 

Var í leigubrannsanum fyrir nokkru síðan. Ekki neinstaðar er gert kröfu um þessa hluti.

 

Svo er hægt að skoða leiguauglýsingar, þar er ekki tekið framþetta. Nema æskilegt er að menn séu með einhverjar tekjur að sjálfsögðu.

 

Semsagt, bull sem sett er í mbl.is og látið það líta út eins og þetta sé standarndinn.

kv

Sleggjan


mbl.is Örvænting leigjenda mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samt er óbeint verið að þessu. Mikill fjöldi leigusala eru skráðir á Leigulistinn.is, þar sem þeir geta fengið upplýst hvort ákveðin persóna sem hefur sótt um að leigja, sé á lista hjá Credit Info og mun þar af leiðandi neita þessari persónu (fjölskyldu) um húsnæði. Jafnvel þótt umrædd persóna hafi alltaf staðið í skilum með húsaleigu og hafi lent á svörtum lista vegna hrunsins eða vanskila annarra sem gengizt hafi verið í ábyrgð fyrir.

Þar eð einkaaðilar, hafa ekki aðgang að upplýsingum frá CreditInfo um aðra, nota þeir Leigulistann, sem er lögaðili, til að gera skítverkin fyrir sig.

Þetta vita allir. Ef þú veizt þetta ekki, Sleggja, þá bendir það til þess að þú hafir alltaf haft þitt á þurru og aldrei þurft að leigja húsnæði, ólíkt þeim sem hafa lent í fátæktargildru.

En þessi hnýsni margra leigusala, þegar kemur að útleigu á íbúðum, er ekki eina vandamálið, heldur líka það að á Íslandi hefur verið okrað gengdarlaust á leigjendum allar götur síðan 2006 skv. reglunni um framboð og eftirspurn.

Mesta vandamálið er þó að allan lýðveldistímann hafa stjórnvöld verið að skíta upp á bak með því að sinna ekki þessum stóra þjóðfélagshóp, sem leigjendur eru, bæði með leigjendalögum eins og tíðkast á siðmenntuðu Norðurlöndunum, Bretlandi og víðar, svo og stuðningi við sjálfseignarbyggingarfélög, sem byggja fyrir leigjendur. Í Danmörku er 40% leiguíbúða á vegum þannig félaga, þ.e. tugir þúsunda íbúða. Á Íslandi er ekkert. Bara hræfuglarnir, sem leigja út íbúðir á okurverði og nærast á holdi fátæks fólks.

Stjórnmálamenn eru í fávizku sinni og spilltu aðferðarfræði að hreykja sér að því að hér sé norrænt velferðarþjóðfélag, þegar í raun íslenzkt þjóðfélag er dog-eat-dog-þjóðfélag og hefur alltaf verið. Í þessu sambandi er Ísland ennþá á myrkustu miðöldum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 13:24

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er einhliða frásög formann samtaka leigjenda. Ég hef komist í kynni við þann mann og hans ranghugmyndir og ofstæki er komin út fyrir öll velsæmismörk.

Þessi frétt var á forsíðu moggans. "örvænting leigjenda".....   að sögn formanns samtaka leigjenda

 Sorglegt

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2014 kl. 14:04

3 identicon

Ég er að leigja út íbúðir.

Mér finnst það bara algert lágmark að fá upplýsingar um hvort leigjandi sé á vanskilaskrá áður en ég læt hann hafa fasteign upp á 20-30 mijónir króna í hendurnar.

Ég vil líka vita við hvað hann vinnur, en ég hef engan áhuga á sakavottorði, enda hefur viðkomandi þá væntanlega tekið út sína refsingu.

Leigjanda sem finnst mér ekki koma það við hvort hann standið við skuldbindingar sínar eða ekki og hefur ekki skilning á því að þetta skiptir máli, hann verður að finna sér húsnæði annarsstaðar.

Ég hef samt leigt íbúð til leigjanda á vanskilaskrá, ég einfaldlega hafði fullan skilning á því að hann réði ekki við 50% hækkun á húsnæðisláninu og missti íbúðina.

Það gerir hann ekki að slæmum leigjanda, enda stóð hann við allt sitt.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 18:03

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Pétur D

Þó þú getur nefnt einhver dæmi.

Þá er það alltaf undantekning og minnihluti.

Langflestir sem eru að leigja út íbúðir sínar eru ekki að biðja um allt sem tekið er fram í þessari grein á mogganum.

Ég var í leigugeiranum fyrir ári siðan og veit alveg hver hátturinn var þar á. 

Þú mátt alveg kalla mig fáfróðan og heimskan, ég flokka það bara undir dónaskap og er það ekki svaravert.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2014 kl. 18:57

5 identicon

Ertu þá að halda því fram, að þeir sem leigja gegnum Leigulistann séu í algjörum minnihluta?

Ég kallaði þig ekki fáfróðan og heimskan og var heldur ekki að gefa það í skyn. Hins vegar eru fæstir leigusalar að leigja út íbúðir til að hjálpa fólki, sem af einhverjum ástæðum geta ekki keypt, heldur til að fá sem allra mesta gróða með minnstu útgjöldum. Ískaldur business.

Eitt dæmi: Ég man þegar ég og fjölskylda mín vorum að leita að leiguíbúð árið 2004, þá fórum við að skoða 3ja herb. íbúð í Árbæjarhverfi, í fjölbýli í Hraunbæ. Hún var allt of lítil Stofan pínulítil og lítil svefnherbergi, en samt var eigandinn að biðja um 110 þúsund í leigu.

Þetta var ungur gaur, nýbyrjaður í háskóla og meðan hann fékk okurleigu í vasann ætlaði hann að búa á Hótel Mömmu, sennilega í áratug. Að þeim tíma liðnum mundu leigjendurnir hafa pungað út allt að helmingi fasteignalánsins, meðan eigandinn hafði fengið allar vaxtabæturnar en ekki þurft að borga fyrir eigið uppihald.

Það verður að byggja almennyttige boliger eins og tíðkast á Norðurlöndum til að koma í veg fyrir svona ófögnuð.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 20:22

6 identicon

Pétur.

Þessi íbúð í Árbænu hefur kostað kringum 15 miljónir á þessum tíma, sem þýða ca 75.000 í afborganir af lánum.

Hann borgar tryggingar og fasteignagjöld, segjum 10.000 á mánuði.

Hann er þá að algeru lágmarki að borga 85.000 á mánuði af þessari íbúð, og þá er allt viðhald eftir.

Hafi hann haft 110.000 í leigutekjur, þá gerðu það ca 100.000 eftir skatt.

Hann er þá með heilar 15.000 krónur á mánuði til að mæta óvæntum útgjöldum vegna þessarar íbúðar og viðhaldi.

Hversu veruleikafyrrtur er maður að kalla þetta okur?

Hann fær síðan að sjálfsögðu engar vaxtabætur á meðan íbúðin er í útleigu.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 23:26

7 identicon

"Hann fær síðan að sjálfsögðu engar vaxtabætur á meðan íbúðin er í útleigu."

Jú, auðvitað. Heldurðu að hann leyfi leigjendunum að upplýsa um það að hann leigi hana út? Allt er svart og undir borðið. Og það er yfirleitt aldrei leigt út til leigjenda sem ætla sér að sækja um húsaleigubætur, því að þá verður þeim hent út. Það er enefnilega engin leigjendavernd á Íslandi. Ólíkt öðrum löndum í Norður-Evrópu.

Nú er ég ekki að segja, að allir leigusalar séu svona. Eldri leigusalar eru oft (skv. minni reynslu) sanngjarnari en þeir yngri og það er ekki bara af því að þeir skulda minna. Ég held hreinlega að þeir eigi auðveldara með að setja sig í spor láglaunafólks, ólíkt þeim yngri sem urðu helteknir af græðginni sem tröllreið þessu vesæla þjóðfélagi alveg síðan 2005.

Það sem er líka svo blóðugt er að Félagsbústaðir eru með svona mikla okurleigu svo að leigjendur sem hafa beðið í mannsaldur eftir íbúð á þeirra vegum eiga varla fyrir leigunni. Leigjendur á Íslandi hafa í engin hús að venda, nema þeir séu forríkir eða hjón hafi amk. bæði hálaunatekjur. Hvað leigumarkað snertir, þá eru Íslendingar ekki bara aftast á merinni, heldur komnir undir stertinn.

Pétur D. (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 01:10

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég á íbúð í 101. Þar sem "okrið er mest".

 Ég get sagt ykkur það að=  Afborganir af lánum+ Fasteignaskattar+Hiti+Rafmagn+hússjóður+internet(sem er orðið standard sem fylgir með). Samtals upphæðin er þessi "okurleiga" sem sumir vilja halda fram. Ég væri semsagt ekki að græða krónu. Þvert á móti væri ég að taka mikla áhættu því það þarf að taka eldhúsið í gegn á tíu ára fresti, baðherbergið einnig. endurnýja heimilstæki svosem eldavél. Mála, gera við ýmislegt. Allt væri það í sjálfboðavinnu.

Svona til að minna á að fara varlega í að kalla leigusala okrara þegar raunkostnaðurinn af því að eiga íbuð er einfaldlega hár.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 17.5.2014 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband