Ekki of seint að hætta við

Ýmislegt mætti gera við 80 milljarða kr. Til dæmis mætti lækka skuldir ríkissjóðs um þá fjárhæð og grynnka á vaxtagreiðslum, líklega um 3 milljarða kr. árlega eftir fjögur ár. Svo mætti fara blöndu af skuldalækkun og skattalækkun vegna þess hve brýnt er að draga til baka skattahækkanir fyrri ríkisstjórnar. Lækka mætti skuldir ríkissjóðs um 40 milljarða kr., 10 milljarða kr. á ári. Mögulegt væri að lækka fjármagnstekjuskatt í úr 20% í 15% en sú aðgerð mundi kosta 5 milljarða kr. á ári, þ.e. 20 milljarða kr. á fjórum árum. Með því væri dregið úr refsingu fyrir að sýna sparnað og ráðdeild, en á þessum tímapunkti er einmitt mikilvægt að hvetja til sparnaðar. Tryggingagjald er skattur á laun og atvinnu og hindrar sköpun atvinnu. Lækka mætti það um 0,5% sem kostaði um 5 milljarða kr. á ári og mundi örva atvinnulífið til að skapa ný störf. Aðrir kunna að sjá möguleika til að hækka framlög til leigjenda, atvinnulausra og til heilbrigðiskerfisins. Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.

 

kv

slegg


mbl.is Fundað fram yfir miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband