Pólítískir rétttrúnaðurinn genginn of langt

Enda þótt skoðanir Snorra séu fornaldarlegar hafa yfirvöld engan rétt til þess að takast á við þær með því brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Það er auðvelt að finna aðrar og heppilegri aðferðir. Umrædda bloggfærslu hefði vel mátt nota til þess að stofna til umræðu um trú og samkynhneigð. Til dæmis hafa komið fram hugmyndir um að halda málþing innan skólanna. Hvað sem öðru líður er skoðanakúgun ekki réttmæt aðferð til að uppræta vond viðhorf. Bæjarstjórn Akureyrar væri betur sæmandi að gefa út yfirlýsingu um að hún skammist sín fyrir að hafa hlaupið á sig.

Það ömurlegasta við þetta mál er þó að bloggfærsla Snorra lýsir einfaldlega trúarafstöðu sem er í fullu samræmi við kenningargrundvöll íslensku ríkiskirkjunnar en hún er lúthers-evangelísk kirkja og gengur út frá hinni hommahatandi biblíu sem heilögum boðskap. Auk þess er kenningargrundvöllur kirkjunnar ýmis játningarit, þar með talin Ágsborgarjátningin frá 1530. (Svo virðist sem tenglar á upplýsingar um kenningargrundvöll kirkjunnar hafi verið fjarlægðir af vefnum en finna má pdf skjal með því að slá inn „samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar“ á leitarvél google.)

Þurfum að slaka á í PC

kv

slegg


mbl.is Akureyrarbær með Snorra til dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband