Bjarni að einangrast

Vandinn er samt djúpstæðari þótt hann kristallist í ESB-málum nú um stundir. Í atvinnulífinu er orðin til ný hugsun, ný tegund af kapítalistum sem vill stunda viðskipti á forsendum viðskipta, alþjóðavæðingar og frelsis, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fylgir sömu stefnu og hann gerði lungann úr síðustu öld.

Þetta fólk vandist því á bóluárunum að stunda viðskipti þvert á landamæri og það lítur ekki á Ísland sem sinn eina (eða jafnvel sjálfsagðan) vettvang til athafna og umsvifa. Sumir voru reyndar og eru býsna góðir í slíkum bissniss og þótt Hrunið setti ýmislegt á hliðina og margir hyrfu úr sviðsljósinu hefur þessi alþjóðlega viðskiptahugsun ekki breytzt.

Þessu fólki hugnast ekki framtíðarsýn Bjarna Benediktssonar: Króna í höftum (því að það verður hún óhjákvæmilega), þar sem flokkspólitískir seðlabankastjórar ákveða hverjir mega fjárfesta og færa fé á milli landa og á hvaða gengi.

http://herdubreid.is/frettaskyring-jordin-glidnar-i-kringum-bjarna-hid-nyja-atvinnulif-leitar-annad/

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband