Græðgi kennarana

Verkfall framhaldsskólakennara skellur á næsta mánudag, 17. mars, ef kjarasamningar hafa ekki verið endurnýjaðir milli stéttarfélags þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Ástæða verkfallsins er krafa Félags framhaldsskólakennara um 17% launahækkun sem ríkið getur ekki orðið við nema að mæta slíkum kostnaðarauka með verulegri hagræðingu í skólastarfinu. Krafan er rökstudd með því að laun framhaldsskólakennara hafi „dregist aftur úr stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi" sem þessu nemur, t.d. á vef KÍ.

 

Stéttarfélagið hefur ekki náð að útskýra umrædd 17% fyrir almenningi og öðrum samningsaðilum með skiljanlegum hætti, sem ætti þó að vera grundvallarforsenda til þess að ná fram þessari hækkun umfram aðra launþegahópa. Kennarar hefðu þurft að skapa skilning og sátt um slíka stefnu. Það hefur þeim ekki tekist.

 

Í skýrslu aðila vinnumarkaðarins „Í aðdraganda kjarasamninga", sem KÍ og BHM áttu aðild að, kom fram að laun félagsmanna KÍ hefðu hækkað um 45,2% frá nóvember 2006 til maí 2013 samanborið við 50,0% hækkun félagsmanna BHM hjá ríkinu og munar þar 4,8% á. Líklega er því miðað við einhvern þrengri  hóp ríkisstarfsmanna þegar fullyrt er að kennarar hafi „dregist aftur úr stéttum með sambærilega reynslu og ábyrgð". Þrátt fyrir þessa skýru niðurstöðu skýrslunnar fjallaði formaður KÍ einvörðungu um umrædd 17% við kynningu skýrslunnar.

 

Aðildarfélög BMH eru einnig í miklum ham um þessar mundir og virðist stefna í verkföll þeirra á næstunni. BHM hefur m.a. byggt kröfur sínar á niðurstöðum greiningar á launaþróun undanfarinna sjö ára í framangreindri skýrslu „Í aðdraganda kjarasamninga". BHM er ósátt við þá launastefnu sem ríkt hefur á tímabilinu og hefur haft það að markmiði að lægstu laun hækkuðu umfram hærri laun. Í skýrslunni kemur fram að laun félagsmanna ASÍ hjá ríkinu, en það er lægst launaði hópurinn sem jafnframt hefur hækkað mest, hafi hækkað um 58,5% frá 2006-2013 en laun félagsmanna BHM um 50,0%. Munurinn sé 8,6% og hann þurfi að „leiðrétta".

sa.is

hvells


mbl.is Klukkan tifar í kjaradeilu kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinaru þegar það hefur ekki komið skýrt fram? Það hefur margoft verið gefin út ástæða launahækkunar en þú virðist bara ekki taka hana gilda

Nemi (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 20:18

2 identicon

Æji, svona fólk eins og þú á betur heima annarsstaðar en á netinu.

5 ára nám og skítalaun. Frábært það. Væriru sjálfur ekki alveg drullusáttur með þessi laun eftir nám í fimm ár og meistaragráðu mögulega? Ég efa það stórlega, svo plís, lokaðu vafranum þínum og snúðu þér að einhverju öðru.

Einar (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 20:34

3 identicon

Menn sem koma ekki undir eigin leyfa sér frekar að drulla yfir allt. Efast um að hinn svokallaði Sleggjuhvellur myndi þora því undir eigin nafni. Þó er greinilegt að hann skrifar um þessi mál út frá tilfinningalegri heift og sýnir greinilega vanvirðingu og fáfræði hans í menntamálum almennt séð. Einn vandi þess að staða kennara er ekki betri en raun ber vitni er vegna einstaklinga eins og hér með gervinafnið sitt sem ber enga virðingu fyrir þessu starfi. Þetta er íslensk meinsemd sem verður að útrýma ef menn telja á annað borð menntun vera mikilvæga fyrir þjóðina. Víða erlendis þar sem staða kennara er mjög góð (eins og í Finnlandi)ber almenningur mikla virðingu fyrir þeirri stétt og falla ekki í sömu lágkúruna og þessi svokallaði Sleggjuhvellir.

Þórður (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 20:55

4 Smámynd: ViceRoy

Ég tek undir orð Þórðar, skil vel óskir og þarfir kennara, enda er kennarastéttin vanmmetin sétt... nema það að Þórður kemur ekki undir eigin nafni... bara sem "Þórður" og ekkert annað. Svo skrif hans falla töluvert um sjálf sig. 

   Svo það að saka eina manneskju um að þora ekki að koma undir nafni fellur um sjálft sig þegar viðkomandi skilur ekki eftir neitt nema hugsanlegt fyrsta nafn.

ViceRoy, 16.3.2014 kl. 22:38

5 identicon

Hér hefur þú nafnið "ViceRoy", hef ekkert að fela.

Þórður þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 23:12

6 Smámynd: Jón Svavarsson

Þetta hefur ekkert með græðgi að gera, það er bara löngu tímabært að hækka laun á Íslandi almennt og þessi krafa kennara er bara hófleg miðað við raun þörf, því það er ekkert svo dýrt að búa á Íslandi, það eru bara alltof lág launin !

Jón Svavarsson, 17.3.2014 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband