Kennarar vilja meiri peninga

Stéttarfélagið hefur ekki náð að útskýra umrædd 17% fyrir almenningi og öðrum samningsaðilum með skiljanlegum hætti, sem ætti þó að vera grundvallarforsenda til þess að ná fram þessari hækkun umfram aðra launþegahópa. Kennarar hefðu þurft að skapa skilning og sátt um slíka stefnu. Það hefur þeim ekki tekist.

 

Í skýrslu aðila vinnumarkaðarins „Í aðdraganda kjarasamninga", sem KÍ og BHM áttu aðild að, kom fram að laun félagsmanna KÍ hefðu hækkað um 45,2% frá nóvember 2006 til maí 2013 samanborið við 50,0% hækkun félagsmanna BHM hjá ríkinu og munar þar 4,8% á. Líklega er því miðað við einhvern þrengri  hóp ríkisstarfsmanna þegar fullyrt er að kennarar hafi „dregist aftur úr stéttum með sambærilega reynslu og ábyrgð". Þrátt fyrir þessa skýru niðurstöðu skýrslunnar fjallaði formaður KÍ einvörðungu um umrædd 17% við kynningu skýrslunnar.

 

Aðildarfélög BMH eru einnig í miklum ham um þessar mundir og virðist stefna í verkföll þeirra á næstunni. BHM hefur m.a. byggt kröfur sínar á niðurstöðum greiningar á launaþróun undanfarinna sjö ára í framangreindri skýrslu „Í aðdraganda kjarasamninga". BHM er ósátt við þá launastefnu sem ríkt hefur á tímabilinu og hefur haft það að markmiði að lægstu laun hækkuðu umfram hærri laun. Í skýrslunni kemur fram að laun félagsmanna ASÍ hjá ríkinu, en það er lægst launaði hópurinn sem jafnframt hefur hækkað mest, hafi hækkað um 58,5% frá 2006-2013 en laun félagsmanna BHM um 50,0%. Munurinn sé 8,6% og hann þurfi að „leiðrétta".


mbl.is Síðasta verkfall stóð í átta vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að leggja allt á borðið. Hætta að bera saman epli og appelsínur og blekkja með því að birta bara grunnlaunataxta. Byrjunarlaun kennara eru of lág og námið of langt. Á móti kemur að þeir njóta ýmisa kjara sem hinn almenni BHM maður á ekki. Þar eru ýmis konar álag á taxa, löng frí, endurmenntun, og minnkandi kennsluskylda með aldri. Það er ekki hægt að líta framhjá þessu - nema afnema þetta hreinlega ef þeir svo kjósa. Almenningur greiðir þetta allt þegar upp er staðið.

NKL (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 12:55

2 identicon

Voða þykir mér leiðinlegt þegar menn fullyrða um eitthvað sem þeir vita ekkert um, skjóta bara eitthvað út í loftið. NKL segir að kennarar hafa svo mörg fríðindi, hvaða fríðindi???? Hver eru þessi löngu frí sem hann talar um??? Kennarar vinna af sér lengra sumarfrí, með vinnu heima fyrir á kvöldin og um helgar. Hinn hefðbundni vinnutími frá 8-16 dugar engan veginn til að fara yfir verkefni og próf, þau verkefni tökum við með heim og vinnum (þetta er hluti af kjarasamningum) sem inneign í lengra sumarfrí. Yfirvinna var áður fyrr borguð fast ofan á laun, þetta var meira og minna allt tekið af í kjölfar hrunsins. Endurmenntun er á ábyrgð hvers og eins og greiðir af hluta til sjálfur. Svo allt tal um mikil fríðindi kennarar eru orðin tóm.

Þórður (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 14:15

3 identicon

Þó er verst af öllu að hagræða sannleikanum og allir sjá hve aulalega  það er  gert. NKL skrifar að þeir njóti "kjara" umfram aðra og rökstyður sitt mál. "Fríðindi" er hvergi minnst á! Þetta bara sýnir málflutninginn í hnotskurn!

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 15:36

4 identicon

Yfirvinna var tekin af hjá stórum hluta opinberra starfmann. Margir fleira  en kennarar þurfa að klára verkefni heima til að klára dæmið. Án umbunar. Bara svoma ef menn vita það ekki!

NKL (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 15:46

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég þarf að vinna yfirvinnu alla daga.

Fæ ekkert auklega borgað.

Og einugnis 2-3 vikna sumarfrí.

Ekki er ég að kvarta....enda ekki gráðugur og hugsa um hag neytanda. 

Hag nemenda ef við snúm okkur að vinnumarkaði kennara.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2014 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband