Eygló er líka í framsóknarklúbbnum

http://blog.pressan.is/karl/2014/03/08/af-mannasidum/

Eftir nokkurra mánaða valdasetu hefur eitt megineinkenni nýrrar forystu Framsóknarflokksins komið skýrt í ljós:

Hún kann ekki mannasiði.

Hún umgengst völd eins og hún hafi eignazt þau, en ekki verið falin þau um stundarsakir til að gæta hagsmuna almennings. Þannig leyfir umhverfisráðherrann sölu á ólöglegum matvælum af því að hann kemst upp með það.

Hann veður líka yfir fólk og hrekur burt ráðuneytisstjórann sinn af því að hann er of umhverfisvænn.

Framsóknarforystan umgengst staðreyndir eins og það sé í lagi að halda því fram að jörðin sé flöt. Um það þarf ekki að rifja upp nýjustu dæmi.

Hún umgengst líka sannleikann eins og hann sé teygjanlegt hugtak, til brúks eftir hentugleikum. Þegar upp kemst er ýmist þrætt og þrasað eða ósannindin kölluð „að hugsa upphátt.“

Í dapurlegum tilvikum virðast forystumenn flokksins þegar bezt lætur vera í tæpum tengslum við raunveruleikann. Ég nefni ekki þingkonuna sem leggur sjálfa sig í einelti — forsætisráðherrann er litlu skárri eins og hann þreytist ekki við að minna á.

Ég sleppi því að nefna kosningaloforð.

Samanlagt hefur forysta flokksins dregið upp mynd af sjálfri sér sem óuppdregnum rustum. Kúltúrinn er skólastrákamórall — þeir eru komnir í stjórn skólafélagsins og sukka þar, algerlega ábyrgðarlausir og áhugalausir um annað en eigin völd, sem þeir kunna ekki með að fara þegar á reynir.

Þeir minna á bissnisskalla fyrri ára, sem óðu ódýrt lánsfé upp að öxlum, yfirlætisfullir og sjálfumglaðir, og þóttust merkilegir af því að þeir „áttu“ svo mikla peninga.

Framsóknarmenn gangast hins vegar upp í nýfengnum völdum sínum, böðlast áfram og láta ekkert trufla fyrirganginn frekar en hinir.

Eygló Harðardóttir er undantekning enda er hún framsóknarmaður af gamla skólanum, ekki hægriþjóðernispópúlistadurgur eins og hinir. Hún er af skóla Eysteins, Steingríms og Jóns Sigurðssonar.

Og þar í liggur munurinn á nýja og gamla Framsóknarflokknum: Meira að segja pólitískum andstæðingum Steingríms Hermannssonar þótti vænt um hann.

Skoði nú hver sinn hug: Er einhver leið í himninum að grafa upp slíka tilfinningu í garð núverandi forystu Framsóknarflokksins?

Það er auðvitað ekki sanngjörn spurning. Steingrímur var vel meinandi heiðursmaður og kunni mannasiði

 

Eygló sleppur billega iðulega að mínu  mati. En í rauninni eru hún svakalegur lýðskrumari og popúlisti. Ég hef lesið og heyrt ótal viðtöl við hana. Hún lofar upphæðum og aðgerðum hægri vinstri. Talar ekkert um hvernig á að fjármagna þessa hluti eða hvar á að skera niður. Framkvæmir auðvitað ekkert af þessu. Er að blekkja fólkið í landinu og ég er hissa að Karl féll fyrir því.

kv

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband