Reglur mun drepa fyrirbærið

". Á hinn bóginn hafa fleiri komið fram sem vilja að ríkisvaldið komi böndum á hinn nýja gjaldmiðil. Einn þeirra er Benjamin Lawsky, forstöðumaður fjármálaeftirlits New York-ríkis. Lawsky er jákvæður gagnvart hinum nýja gjaldmiðli og vill laða til New York fleiri fjármálafyrirtæki sem meðhöndla bitcoin. Lawsky hefur því lagt til að komið verði á fót sérstakt „Bit-leyfi“, einskonar vottun á þau fyrirtæki og kauphallir sem vilja stunda viðskipti með bitcoin, og sem myndi tryggja að nýjar reglur um gjaldmiðilinn stæðust núgildandi lög. Slíkt leyfi er þó líklega eitur í beinum margra sem hafa stutt við gjaldmiðilinn."

 

Þetta væri óásættanlegt. Það mest jákvæða við Bitcoin eru engar reglur, engin lög og engir stjórnmálamenn eða embætismenn eru að skipta sér af þessu.

Rafmyntin þarf að vera algjörlega frjáls til þess að blómstra.

hvells


mbl.is Bankarán bíta á bitcoin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í gamla dag hét þetta keðjubréf

meðan veltan eykst þá græða allir (eir fyrstu langmest)

en þeir síðust fá ekkert 

Ekki að íslenskur hlutabréfamarkaður sé neitt öruggari þrátt fyrir allt eftirlit og reglur 

Grímur (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 12:50

2 identicon

Ég er ósammála þessu. Ef bitcoin á að ná einhverri útbreiðslu að ráði, þá verður að setja reglur, þótt þær reglur verði mjög ólíkar lögum um peningaseðlaprentun, þar eð bitcoin líkist frekar hlutabréfum en peningum hvað varðar sveiflur á virði þess. Í öllu falli, ef bitcoin á að verða almennt gjaldgengur miðill, þá verður að setja strangar reglur um öryggi. Annars heldur þetta bara áfram að vera lítið betra en Monopoly-peningar.

Ef það drepur þennan rafræna gjaldmiðil, þá var hann aldrei traustur til að byrja með. Enda er ekkert sem styður við bakið á honum, ólíkt hefðbundnum peningum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 14:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að kalla þetta keðjubréf ber vott um alvarlega vanþekkingu.

Með sömu rökum gætirðu kallað evrur og dollara keðjubréf.

Í brotaforðabankakerfi (fractional reserve banking) eru það örfá risafyrirtæki (bankar) sem búa til peningana og hirða allan myntsláttuhagnað en í Bitcoin kerfinu eru það notendurnir sjálfir og þeir deila með sér ágóðanum af því.Þetta er um leið einn helsti kosturinn við kerfið, að í því eru engir vampírubankar sem sjúga myntsláttuhagnaðinn úr höndum réttmætra eigenda hans.

Varðandi strangar reglur um öryggi, þá hafa þær verið innbyggðar í Bitcoin kerfið frá upphafi, sem sést á því að engum hafi tekist að brjóta það.

Þó svo að einhver skiptimarkaður úti í heimi hafi orðið fórnarlamb hakkara þá segir það ekkert um Bitcoin heldur að viðkomandi vefkerfi hafi verið dapurt í öryggismálum. Það er svona svipað og þegar hakkari braust inn á vef Vodafone. Við misstum ekki trú á símkerfinu við það heldur höldum áfram að nota það til að eiga persónuleg samskipti og treystum á að þau séu tilhlýðilega varin.

Hverju Bitcoin veski fylgir dulmálslykill og án hans er ekki hægt að opna það frekar en peningaskáp. Ef þú skilur lykilinn eftir á glámbekk þá getur hinsvegar hver sem er opnað veskið/skápinn og stolið innihaldinu. Bitcoin er ekkert öðruvísi að þessu leyti, og þetta er það sem virðist hafa gerst hjá hjá MtGox.

Varðandi reglusetningu þá er hún óþörf. Reglur kerfisins hafa verið innbyggðar í það frá upphafi og eru verndaðar með sömu dulkóðun og mynteiningarnar. Þar á meðal sú regla að ef þú skilur lykilinn eftir á glámbekk getur einhver annar fundið hann og stolið úr veskinu þínu. Ef einhverjum finnst það vera framandi hugsun að passa lyklana sína, þá er viðkomandi nokkur vorkunn.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2014 kl. 15:29

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. Magic the Gathering er ekki borðspil (eins og Monopoly) heldur safnkortaspil. En það er kannski ekki viðbúið að fréttaritarar mbl þekki muninn. Hérna er mynd af verðmætasta Magic spilinu sem er yfir 300 þús. kr. virði:

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2014 kl. 15:36

5 identicon

@3: Þú gleymir alveg hlutverki Seðlabanka heimsins og það er mikið.

Láta á Bitcoin algerlega vera. Stjórnmálamenn vilja auðvitað stjórna þessu fyrirbæri því kannski vill fólk einn góðan veðurdag ekkert hafa að gera með ríkisgjaldmiðilinn - þá gengur ekki að það geti flúið annað.

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband