Ríkisstjórnin gegn atvinnulífinu

Það er frekar sorglegt að hægri stjórnin sem er tekin við núna sé svona fjandsöm atvinnulífinu.

Það vita allir hvernig vinstri stjórninn hagaði sér gagnvart atvinnulífinu.

En núverandi ríkisstjórn segist vera með atvinnulívinu og þar með launafólkinu í landinu.

En það er greinielga bara í orði en ekki á borði.

Núverandi ríkisstjórn hafnar atvinnulífinu. Hún er a mjög vafasamri vegferð og svo kemur forsætisráðherrann og hraunar yfir atvinnulífið í hræðilegri ræðu fyrir nokkrum vikum.

Þessi stjórn þarf að fara frá.

Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að slíta samstarfinu og mynda stjórn með BF eða XS og klára ESB samninginn.

Framsóknarflokkurinn er ekki hægri né miðjuflokkur. Þetta er einfaldlega sérhagsmuna afturhaldsflokkur sem á ekki að vera aðili á neinni stjórn.

hvells


mbl.is Telur ekki rétt að slíta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nauðsynlegt að skipta um stjórn

slegg (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 21:37

2 identicon

Sæll.

Þú talar um atvinnulífið eins og það sé einsleit heild. Það er auðvitað rangt. Veistu virkilega ekki betur?

Vandinn við alla ESB umræðuna er sá að menn setja ekki niður fyrir sér kerfisbundið kosti og galla ESB aðilar. Með aðild fáum við ákveðna hluti en með aðild glötum við líka ákveðnum hlutum. 

Hluti atvinnulífsins mun fara illa út úr aðild og hluti koma sæmilega út úr aðild. Þetta þarf að vega og meta. Lífið er ekki svart eða hvítt. Við munum missa hluta okkar fullveldis í hendur blóka í Evrópu sem þurfa ekki að standa einum eða neinum skil á sínum gjörðum. Er það gott? Við munum fá lægri vexti í gegnum ECB. Er það gott? Við munum fá gjaldmiðil með stöðugra gengi en krónan. Er það gott?

Aðild hefur t.a.m. ekki komið vel út fyrir fjölmörg lönd í Evrópu. Evran er ekki sú blessun sem margir halda og fyrir því eru ástæður sem langflestir skilja ekki jafnvel þó það sé útskýrt fyrir þeim.

Efnhagur ESB landannan dróst saman um 0,5% síðustu 5 ár. Af hverju ætli það sé? Sumir leiðtoga (framkvæmdastjórnin) eru fyrrum sósíalistar. Eru þeir líklegir til þess að stuðla að efnahagslegum vexti eða munu stefnumál þeirra torvelda hann innan ESB?

Evrópa hefur opnað sig fyrir múslimum undanfarna áratugi og innan Evrópu og ESB er veruleg andúð á gyðingum og Ísrael. Viljum við hætta á að fá hingað mikinn fjölda múslima?

Það að kalla þá sem eru ósammála ykkur varðandi ESB öfgamenn er ekki málefnalegt. Þið hljótið að geta fundið einhver efnisleg rök fyrir aðild í stað þess að tala um buxur á hælum og öfgamenn. Heimurinn er ekki svart-hvítur (nema hjá einfeldlingum)!!

Helgi (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 05:45

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með EES samningnum og Schengen þá eru hér frjáls för fólks á milli landa innan ESB og Scengen.

Ekkert mun breytast við inngöngu i ESB þegar kemur að  "Viljum við hætta á að fá hingað mikinn fjölda múslima?"

Það lítur út fyrir að þú þarft að kynna þér málið betur Helgi. Ég hef gert það síðustu fimm ár. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2014 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband