Góð lausn

Þetta er góð lausn.

Fínt fyrir fólk sem er að reyna að spara en vilja samt búa ein.

Þetta er fljótlegt og ódýrt.

Skömminni skárra en að byggja einvherja verkamannabúðir hér og þar fyrir hundruði milljarða.

hvells


mbl.is 27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta eitthvað fyrir íslenska veðráttu ?

Hver borgar þegar allt hrinur ?

Þetta gengur ekki í 107 0g 101 .   Ekki nógu fínnt !

JR (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 23:37

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

eigandinn

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 3.3.2014 kl. 23:43

3 identicon

Thessi gamaadstada og verdstimpill er bara mjog lysandi fyrir skitna velmegun herna a thessu skeri.  Aetli thetta se ekki bara brandarafrett dagsins.

Jonsi (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:29

4 identicon

Ef undanþágur fást frá byggingareglugerðum þá mætti eins byggja svona íbúðir á hefðbundinn hátt fyrir lægri upphæð. Það er nefnilega ekki það mikill verðmunur á nýrri steypu eða timbri og gömlu stáli að hann borgi upp kostnaðinn sem kemur til ef leysa á vandamál eins og mikla hljóð og varmaleiðni stáls. Stál hefur einnig þann leiða eiginleika að í stálkassa klæddum með bárujárni næst ekkert GSM samband.

Þetta er ekki ný hugmynd. Margir hafa t.d. reynt að nota gamla gáma í sumarbústaði og fleira. En hafa fljótt komist að því að kostnaðurinn við bygginguna liggur ekki í því efni sem gámurinn kemur í staðin fyrir.

Róbert (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:36

5 identicon

Og sennilega má fá stór notuð hjólhýsi fyrir minni pening ef meiningin er að leysa tímabundið vandamál á sem skemmstum tíma.

Róbert (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:57

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er ekki betri lausn að tala við stórverktakana sem eiga slíkar íbúðareiningar á lager jafnvel sumir eins og Ístak. Þær íbúðareiningar eru staflanlegar og eru byggðar frá grunni til að vera íbúðar- eða skrifstofurými, eldhússkálar og svo framvegis allt sftir þörf hverju sinni og má tengja saman einingar enda í enda eða á hlið. Svona voru verktakar að nota við virkjana- og stórframkvæmdir um áratuga skeið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.3.2014 kl. 01:02

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ágætur valkostur fyrir þá sem kjósa.

Óþolandi er þegar fólk heldur að það geti hugsað fyrir annað fólk. Þeir sem velja , hafa sjálfstæði til þess.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2014 kl. 07:31

8 identicon

Óþolandi er þegar fólk heldur að byggingareglugerðir séu bara eitthvað sem hinir þurfi að fara eftir. 

HaSt (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 09:22

9 identicon

Burtséð frá hvort þetta er hentugt, öruggt, æskilegt o.sv.frv sem íbúðarhúsnæði finnst mér leiguverðið allt of hátt fyrir 27 fm rými sem uppfyllir naumlega lágmarkskröfum (ef það gerir það?). Ég bjó 6 ár í 45 fm stúdíoíbúð á jarðhæð (ósamþykkta íbúð=gamalt skrifstofuhúsnæði) sem ég leigði á 65.000 krónur í upphafi. Sjötta árið var leigan var komin upp í 95.000 krónur og stóð til að fara í eða yfir 100.000 þegar ég var svo heppin að finna 70 fm kjallaraíbúð í raðhúsi á 100.000 krónur á mánuði. Á sama tímabíl lækkuðu húsaleigubæturnar og urðu svo engar vegna þess að ég var svo "vitlaust" að mennta mig e-h smávegis (starfsmenntun á framhaldsskolastigi) og hækka þ.a.l. um samtals 3 launaflokka sem samsvöruðu 15.000 kr á 4 ára tímabili. Ég mundi segja að 60.000 krónur í leigu fyrir 27 fm gámaíbúð er alveg hámarkið og 80.000 a.m.m. okurverð.

Josephina Maria PJ Maas (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 09:26

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@josephina

Enginn að biðja þig um að leigja þarna.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2014 kl. 11:21

11 identicon

Verðið sem sett er fram er auðvitað bara til viðmiðunnar. Ef eftirspurnin verður lítil þá lækkar verðið og ef hún verður mikil þá hækkar það.

Verðið mun alltaf fara eftir eftirspurninni nema það verði bókstaflega sett á verðþak sem hefur verið lýst sem skilvirkasta leiðin til þess að eyða borgum án þess að nota loftárásir.

Annars er þetta fyrirtaks redding á brýnum vanda

Bjorn (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 12:56

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá Byrni.

Verðið mun fara eftir eftirspurninni.

Það er enginn að neyða neinn til að leiga þarna.

Ef það verður byggt mikið af þessu þá mun það mæta ákveðinni þörf og mögulega stuðla að lægra verði í honum hefbundnu íbúðum vegna þess að eftirspurnin eykst sem lækkar verð.

Hagfræði 101

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2014 kl. 13:43

13 identicon

Hugmyndin er ekki ný og ekki slæm.

Aðal vandamálið er staðsetning.

Eru ekki einhver hverfi sem búið er að malbika og standa auð?

L.T.D. (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 22:43

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ármann bæjarstjóri Kópavogs sagði að það væri sniðugt að setja þetta niður í jarði úthverfa. Frábær hugmynd.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2014 kl. 23:50

15 identicon

Sælir.

Hér þarf að leyfa markaðinum að virka. Þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér að málum er öruggt að vandinn verður stærri.

Af hverju spyr núna enginn stjórmálamaður fjármálastofnanir hve margar íbúðir í þeirra eigu eru tómar? Skiptir það allt í einu engu máli? Halda menn að það hafi engin áhrif á leigu- og íbúðaverð þegar hundruðum íbúða er haldið af markaði? Eru fjármálastofnanirnar ekki meira eða minna í eigu hins opinbera?

Helgi (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 10:43

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Helgi.

Ég tekundir þetta. Eina sem stjórnmálamenn eiga að gera er að hafa farveginn klárann ef einhver vill gera svona. Sem sagt eiga til heppilegar lóðir í þetta - PUNKTUR !

Svo er einnig rétt að fjármálastofnanri eiga á annað eða þriðja þúsund íbúðir sem eru annað hvort tilbúnar eða að verða tilbúnar til íbúðar auk annarra mis langt á veg komnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.3.2014 kl. 17:15

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það eru mjög fáar íbúðarhæfar íbúðir tómar.

4% sirka

þetta var í fréttunum í gær

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2014 kl. 20:31

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

En það er nú ekki víst að þessar lánastofnanir segi satt frá. En þetta eru þá hátt í 100 íbúðir mis-stórar. Svo er 96% samkvæmt þeirra tölum, séu þær marktækar, á ýmsu stigi og þar af þarf kannski lítið að gera til að þær telist íbúðarhæfar eða byggingarstig 6

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.3.2014 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband