Tvölfeldni Hildar

Hún hefur margoft talað fyrir því að það á ekki að tala um útlit á konum. Það er niðrandi. Samfélagslegur galli.

Svo gerir hún það sjálf.

 

Hún biðst afsökunar, vill samt ekki fyrirgefa Pírata frambjóðanda.

 

Hún segir að það sé langt síðan hún lét þessi ummæli falla. Er samt alveg sama að Gillz skrifaði sína femínistafærslu árið 2007. Engin afsökun.

 

Hún talar um alter egó NöttZ. Að það sé ekki hún, heldur alter egó. Tekur það samt ekki gilt þegar Egill segist vera Gillz.

 

Hún talar um mistök á netinu, fullur á netinu, annar með notendanafn o.s.frv. Fyrirgefur samt ekki á síðu sinni "Karlar sem hata konur" Þar sem karlmenn setja klaufaleg ummæli fram. Kannski fullir, kannski aðrir í þeirra nafni. 

 

Hún er búinn að stimpla sig úr umræðunni. Hættum að tala um hana, hættum að setja hana í blöðin, hættum að gefa henni viðurkenningar (!!), hættum að styrkja hana til að fara á ráðstefnur í útlöndum. Leyfum henni bara að vera á bland.is og skemmta sér þar.

Sleggjan


mbl.is Hildur Lilliendahl setti út á holdafar Svanhildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá sjaldan að ég er sammála þér þá er ég sammála þér núna, hún er búin að stimpla sig út og það fyrir löngu, get varla sagt að ég sé spenntur yfir því hvaða afsakanir hún ætlar að nota þegar um hægist eins og hún sagði.

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 18:39

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Best að vera ekkert að birta afsakarnir hennar meir, eða bara hvað sem hún hefur fram að færa, beini þessu til allra fjölmiðla.

Hún má gera það sem hún vill á bland.is og facebook-síðu sinni, hlífa okkur hinum sem lesa fjölmiðla reglulega.

Þessi manneskja er búin, game over.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2014 kl. 19:11

3 identicon

Þetta er rétt hjá þér, hættum að tala um þessa manneskju.

Margret S. (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband