Góð grein

Börn, gamalmenni og sjúklingar geta ekki átt hag sinn undir því að gjaldmiðillinn sé borinn uppi af “þjóðhollustu”. Krafa um slíkt væri einhvers konar blanda af barnaskap og heimsku, eða í besta falli óraunsæi.

http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá tilfinningaklám en samt auðvitað á ekki að vera með krónuna á forsendum þjóðhollustu.

sl

sleggjan (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 21:54

2 identicon

Sæll.

Þeir sem eru á móti krónunni og tuða um verðfall hennar verða að átta sig á því að enginn gjaldmiðill lifir lélega stjórnmálamenn af. Allir helstu gjaldmiðlar heims hafa misst verðgildi sitt og eru enn að missa það. Evran virkar m.a. fyrir Þjóðverja vegna þess að laun þar eru lág. Viljum við lág laun hérlendis? Stór hluti Þjóðverja vinnur störf sem þar eru skilgreind sem láglaunastörf og þetta hlutfall er nokkuð hátt í Þýskalandi m.v. önnur lönd. 

Það er mjög auðvelt að byggja upp öflugan efnahag hérlendis sem styðst við krónuna. Vandinn er bara sá að þeir flokkar sem hér stjórna og hafa stjórnað ráða ekki við það því þeir eru hver öðrum líkir. Hugmyndafræði þeirra er ræður ekki við verkefnið. Hérlendis þarf mikinn niðurskurð í opinbera geiranum.

Við munum ekki eiga von á almennilegum lífskjarabótum fyrr en fólk fattar að hið opinbera er ekki mamma og pabbi sem redda öllu fyrir mann. Persónulegri ábyrgð hefur verið kippt úr sambandi, menn kenna stjórnmálaflokkum um hrunið en það eru flokkar sem gætu ekki einu sinni valdið hruni þó það væri á stefnuskrá þeirra. Hverjir skuldsettu sig upp fyrir stromp? Er það stjórnmálamönnum að kenna að fólk fór á peningafyllerí? Er það stjórnmálaflokkum að kenna ef einhver keyrir fullur? Er það "óheft frjálshyggja"?

Fólk þarf að hætta að stóla alltaf á hið opinbera og líta til þess eins og mömmu og pabba. Hið opinbera á bara að passa upp á eignarrétt einstaklinga og fyrirtækja og verja líf og limi þeirra gegn öðrum.

Menn skilja ekki að hið opinbera býr ekki til verðmæti. Ef það væri satt væri gott fyrir öll lönd að stækka opinbera geirann sem mest. A-Evrópa fór flatt á því á síðustu öld.

Helgi (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 06:59

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fólk á að hætta að hugsa um stjórnmálamenn sem mömu og pabba

rétt

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2013 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband