Miðvikudagur, 13. mars 2013
Femínistar á Íslandi vaknið!
Þetta er það sem femínistar skulu einbeita sér að.
"Á hverjum degi eru 39 þúsund stúlkur á barnsaldri neyddar í hjónaband, margar hverjar seldar eins og hver annar nautpeningur til að auka tekjur fjölskyldunnar. Þess eru dæmi að stúlkur séu barðar til dauða, þeim nauðgað eða refsað á annan grimmilegan hátt."
Ætli Femínistafélag Íslands gefi út yfirlýsingu um þessa staðreynd? Þetta er hræðilegt og snertir einmitt það sem þau eru að berjast fyrir samkvæmt þeirra stefnu.
Hverjum er ekki sama um kynfæratalningu á ritstjórastólum eða gestum í Silfur Egils þegar þetta er í gangi.
kv
Sleggjan
39 þúsund stúlkur neyddar í hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ég held að flest skynsamt fólk sé fylgjandi jafnrétti. Vandinn er bara að femínismi á ekkert skylt við jafnrétti :-(
Helgi (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 09:21
Á hverjum degi deyr fólk úr hungri, ótal manns eru neyddir til að heyja stríð sem þeim er sama um eða vilja ekki taka þátt í. Fólk (konur og karlar) eru pyntuð, sett í fangelsi vegna glæpa sem þau frömdu ekki og neydd í nauðungarvinnu.
Hverjum er ekki sama um haftastefnu ríkisstjórnarinnar?
Ætli hagsmunasamtök heimilanna gefi út yfirlýsingu vegna þessa?
Hallo (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.