Samkeppniseftirlitið

Ég taldi einu sinni að Samkeppniseftirlitið spilaði mjög mikilvægt hlutverk á markaði. En ég er núna orðinn smá skeptískur.

Rakst á þetta myndband sem fangar mína skoðun á þessu.

Auk þess að reynsla mín af bjúrakrötum er alltof slæm. Ríkisendurskoðun tekur 6 ár að ljúka við skýrslu, umboðsmaður skuldara afgreiðir bara nokkur mál í viku, útlendingastofnun ... get haldið svona áfram.

Hið opinbera er alltaf að klúðra. Hver man ekki eftir FME fyrir hrun?

Svo reyna nokkrir bjúrókratar og möppudýr að stjórna íslensku viðskiptalífi?

Þess má geta að þetta svokallaða olíumál er ennþá fyrir dómstólum.

Svo les maður heimskulega dóma einsog þennan http://www.vb.is/frettir/81636/ 

"Þá er bent á í umfjöllun blaðsins að sektin er vegna brota Microsoft árið 2009. Þá hafi netvafri fyrirtækisins drottnað yfir öðrum. Nú gegni hins vegar öðru máli en Chrome-vafri Google er nú vinsælasti netvafrinn. Þá eru aðrir vafrar jafnframt vinsælli í spjaldtölvum og farsímum. " 

 

Microsoft er að greiða milljarða í sekt vegna markaðsráðandi stöðu Explorer vafranum en allir vita að hann er nánast ónotaður. Chrome, Firefox og fleiri hafa tekið við.

 

 

hvells 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góðir punktar hjá þessum manni.

Hann er væntanlega að tala um milljóna þjóðir. En auðvitað má sumt yfirfæra á þetta sker sem Ísland er .

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2013 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband