Ríkið

Það er nú þannig að helsta auðlind Íslendinga er hugvitið. Af öllu ruglinu sem ríkið spanderar í þá er þetta góð fjárfesting.

Menn segja... nei það er orkan sem er auðlindin!

En það er hugvitið og verkvitið sem gefur Íslandi kost að nýta hana.

Menn segja það er fiskurinn sé auðlindin!

En það þarf verkvit til þess að hámarka þann auð.

 

Eins með olíuna. Allar þessar auðlindir krefjast hugvits.

Menntun og hugvit Íslendinga gerir okkur kleift við að nýta auðlind okkar, einnig að búa til verðmæti úr engu nema hugviti. Dæmi Marel, Össur og CCP.

hvells 


mbl.is Námslánafrumvarp fái forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þó mikið sé til í þessu hjá þér er samt rangt að láta aðra borga fyrir nám sumra.

Mér finnst ekki óeðlilegt að nám þeirra sem eru yngri en 18 ára sé greitt af samfélaginu en eftir það er ekki óeðlilegt að hver og einn borgi sitt nám enda nýtur einstaklingurinn góðs af sínu námi. Af hverju ætti samfélagið að greiða um 9 millur í nám fyrir t.d. lækni sem síðar flytur af landi brott? Af hverju borgar hann þetta ekki sjálfur?

Eru ekki líka góðar líkur á að ásókn í rugl greinar eins og t.d. stjórnmálafræði, heimspeki og bókmenntir (svo nokkur dæmi séu tekin) dragist saman ef menn þurfa að borga fyrir þetta sjálfir?

Svo þyrfti nú að fella úr gildi 70-90% þeirra laga sem í gildi eru og þá er hægt að losna að miklu leyti við afætustétt þá sem kallar sig lögfræðinga. Menn eiga að hafa frelsi til að gera það sem þeir vilja svo fremi sem þeir ganga ekki á rétt annarra til þess sama. Endurvekja þarf persónulega ábyrgð hvers og eins. Þegar lögfræðingar og dómarar geta ekki einu sinni farið eftir stjórnarskránni er kominn tími til að sýna þeim reisupassann.

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 09:03

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi

Ég orðaði þetta vitlaust á blogginu.

Ég meinti að miðað við öllu ruglinu sem ríkið eyðir í þá finnst mér eyðsla í menntun hvað óvitlaust.

En að mínu mati á einkavæða þetta.

Hlutverk ríkisins á eingöngu að gæta rétt borgara. Eignaréttinn og svo að ef einhver ber þig með kylfu í hausinn þá hefur ríkið hlutverk að ná einstaklingum og dæma hann.

Einnig þarf ríkið að gæta að svikum t.d Barnie Madoff. Setja þannig menn í fangelsi.

Að örðu leyti á ríkið ekki að hafa neitt hlutverk. Ríkið á ekki að vera meira en 1% af hagkerfi landsins.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.3.2013 kl. 20:18

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lögreglan og dómstólar. Það er hlutverk ríkisins. Og varnir landsins einnig.

Varðandi dómstólana þá hafa lögfræðingar ákveðið hlutverk. En a mínu mati þá ætti hver sem er að geta flutt sitt mál. Án lögfræiréttindi. Svipað og í USA. Ef fólk vill láta jóa pípara verja sitt mál þá ætti hann að hafa frelsi til þess. En svo eru líklega langflestir sem mundi vilja kjósa einstaklinga sem hafa lagaþekkingu til þess að flytja sitt mál.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.3.2013 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband