Göngum í ESB og fáum stöðugleika og traustvekjandi gjaldmiðil

Upptaka Evru eða tenging krónunnar við Evruna með vikmörkum og baktryggingu Seðlabanka ESB eins og Danir og Færeyingar hafa gert mun gera okkur kleift að ná langþráðum stöðugleika.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar vilja engan stöðugleika í fjármálum.

Með óstöðugleika er einfaldara að ástund okur og svindl.

Endalausar verðbreytingar hér og þar heldur þenslunni við og kemur í veg fyrir heilbryggt verðskyn. Akkúrat eins og það hefur alltaf verið og á að vera. Eða?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 15:01

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ekki hægt að alhæfa skoðanir á alla Íslendingana nema gerð sé vönduð könnun með stóru úrtaki.

En þú getur þó talað fyrir sjálfan þig að vild =)

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2013 kl. 16:42

3 identicon

Ég flutti af hælinu fyrr 24 árun síðan og m.a. út af þessu.

Ég bý í stbílu samfélagi og er ekki á leiðinni til baka.

Ég get alhæft um landann, þið eruð allir jafn vitlausir.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 17:49

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er athyglisverður punktur, að mínu mati. þ.e. hvort þenslunni sé ekki vihaldið með þessum lausatökum og hringlandahætti í efnahags og peningamálum Íslands. þetta er svo pínulítið svæði og fámennt, að ein smá framkvæmd getur veitt búst - með svo keðjuverkunum og varpað þeirri blekkingarmynd upp að allt sé í góðu gengi bara. þetta eru alltaf einhverjar skamtímareddingar og fix.

Á þessum link má sjá stýrivexti Seðlabanka Íslands frá 1994:

http://www.fme.is/media/frettir/Overdtryggd-lan--_15-5.pdf

Maður er alveg hugsi yfir að horfa á þetta línurit.

Svo halda einhverjir tveir eða þrír hérna uppi að mikið töfratrikk sé að afnema verðtryggingu! Fólk veit að bankavextir fylgja seðlabankavöxtum sirka eða?

það er líka eftirtektarvert hve stýrivextir hafa verið háir lengi. Svo vakna menn núna, 2013, - og þá eru vextir allt of háir!

það er ekkert vit í umræðunni hérna uppi um efnhagsmál. Bara rútubílahagfræði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2013 kl. 18:21

5 identicon

Nú er nýi 10.000 krónu seðill að koma - bara 1.000.000 kr. seðill ef núllin hefðu ekki verið tekin af í den.

Jú, þið landinn eruð allir jafn vitlausir.

Þetta er engin lausn, bara bruðl með hönnunar-og prentkosnað.

Það kostar að prenta peninga og skattgreiðendur borga.

Binda krónuna við annann gjaldmiðil eins og Sleggjan segir og fá heilbryggt fólk til að sjórna samfélaginu (þessvegna útlendinga).

Basta!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 19:20

6 identicon

Sæll.

Af hverju er sumar Evrópuþjóðir að kvarta undan evrunni ef hún er svona frábær? Frakkar voru að kvaka vegna evrunnar nýlega.

@5: Útlendingar eru ekki betur til þess fallnir að stjórna hér en Íslendingar, heldur þú virkilega að engin vandamál séu í t.d. Evrópu? Eru mörg lönd í Evrópu ekki skuldum hlaðin? Hvað með atvinnuleysi þar (sem evran ber nokkra ábyrgð á)? Atvinnuleysi innan ESB slagar nú í 12%!! Frábær árangur þar!! Portúgalar, Spánverjar og Írar flýja lönd sín hver um annan þveran. Krónan er ekki eini gjaldmiðillinn sem fallið hefur verulega í verði undanfarið - ef þú heldur það þarftu að lesa þér svolítið betur til.

Svona hafa nú jafnaðarmenn farið með vini okkar Svía:

http://www.youtube.com/watch?v=EvDUuQLdQ_c

Vandinn er ekki tengdur þjóðerni heldur hugmyndafræði - jafnaðarmenn og sósíalistar eru að koma Vesturlöndum á vonar völ - það verður öllum sýnilegt eftir ca. 2-4 ár.

Helgi (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 19:51

7 identicon

Helgi undan hvaða steini kemur þú?
Það er svo að í Evrópu þá er það hægri og miðjuflokkarnir sem eru fylgjandi Evru meðan vinstriflokkarnir eru á mót þanning að þetta er langt frá eitthvað einhvert vinstraprósjekt, raunar kemur það úr hinni áttinni.
Vandræði margra þessarara ríkja eru kanski ekki Evrunni að kenna eða þakka. Öll þessi ríki voru fátæk þeas PIGS (Portugal, Irland Grikkland og Spánn). Allar þessar þjóðir brenndu sig á ofþenslu byggða á lánsfé án þess að framleiðslusegmentið fylgdi eftir.
Þýskaland hefur skapað 1 miljón störf á síðustu 3 árum og það var met viðskiptaafgangur á síðasta ári og minsta atvinnuleysi í 20 ár. Það er 4% atvinnuleysi í Austurríki. Atvinnuleysi á Spáni er núna svipað og þegar þeir fóru inn í Evruna.  Grikkland er míkróskópísk hagstærð enda flytja þeir út ólívur og túrista og  skattsvik eru þjóðaríþrótt enda lýðskrumsstjórnmál ríkjandi síðustu áratugina.
Raunar eins og hefur verið bent á eru heildarskuldir Bandaríkjanna hærra hlutfall miðað við þjóðarframleiðslu en heildarskuldir Evrópu. Bandaríkin og Evrópa getur raunar prentað Evrur og Dollara til að borga sínar skuldir en íslenska krónan?

Raunar hefur hvergi í vestrænu samfélagi orðið eins mikil aukning á ríkisútgjöldum og fjölda ríkisstarfsmanna þegar ríkisútgjöld hækkuðu um 33% miðað við fast verðlag og fjölda ríkissttarfmanna um 25% á sama tíma og þetta var frá 2000 til 2008 þeas fram að hruni. Þjóðartekjur hafa dregist saman og koma til með að gerast, kostnaður við hrunið og það að skatttekjurnar dugðu ekki fyrir velferðarkerfinu var að stórum hluta tekið að láni frá hruni og sumir eru að telja fólki trú um að við séum hólpin á krónunni? Vel ef svo væri en það er aldeilis ekki svo

Ragnar (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 21:52

8 identicon

Helgi - Já, því miður hafa kratar eyðilagt sænska samfélagið og þeir eru á góðri leið með að eiðileggja fleiri samfélög eins og það íslenska. Kratar hafa alltaf verið vandræða fólk.

Vonandi verða þeir úti eftir næstu kosningar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 23:19

9 identicon

Efnahagsstöðugleiki á Íslandi verður ekki búinn til í Brussel eða með ervunni sbr. PIGS. Fyrst þarf að skapa stöðugleika og þá er hægt að taka upp Evru skv. EMR II.

Fátt bendir til þess að stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins eða heimilin séu tilbúin í þessi verk.

Jón G (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 00:10

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef ég fæ að stjórna landinu í eitt ár þá get ég reddað þessu og skilað af mér betri Íslandi.

Þarf enga útlendinga til þess.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 00:42

11 identicon

Jón - skapa efnahagsstöðugleika, einmitt.

Eru allir íslendingar tilbúnir, sem einn maður, að fara með "þjóðarloforð" hvern morgunn, alveg eins og óvirki alkahólistinn segir við sig hvern morgun: "Ég drekk ekki í dag" og síðan stendur hann við það.

"Þjóðarloforðið" snertir alla landsmenn, háa sem lága og verður að fara með á hverjum morgni.

"Ég lofa mér því, að svindla ekki að neinum manni í dag"! og svo stendur viðkomandi við það, hvort sem hann er í útreikningum eða að verðsetja smátt og stórt. Sama um öll opinber fyrirtæki sem taka greitt fyrir þjónustu. Allar verslanir og aðrir þjónustaðilar. Bankar og fjármálastofnanir. Kanski þarf að lögskipa heiðarleika á Íslandi að viðurlögðum sektum.

Þetta er barnaleg ósk - en það þarf ekki nema nokkra mánuði af heiðarleika og verðbólgan fer á sama plan og í nágrannalöndunum.

Verðbólgan er nefnilega afleiðing óheiðarleikanns.

Skipulag og reiða er númer eitt.

ÞETTA ER Í RAUN OG VERU BARA DÆMI, EN OKRIÐ ER EINN STÆRSTI ORSAKAVALDURINN FYRIR VERÐBÓLGUNNI Á ÍSLANDI.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 00:45

12 identicon

@7:

Þetta gjaldmiðlasamstarf hefur ekki gert nema sumum þjóðum gagn. Nú sjáum við á Spáni hvaða áhrif neikvæðir stýrivextir hafa haft. Það að tína til nokkur lönd þar sem staðan er skítsæmileg sannar ekki neitt annað en það að gjaldmiðlasvæði þarf að vera einsleitt til að það virki, við þessu var varað.

Sennilega skiljum við hugtökin hægri og vinstri ekki eins.

Þjóðverjar hafa getað skapað þessi störf með því að lækka laun en einnig hefur evran þjónað þeim vel.

Fullyrðing þín um atvinnuleysi á Spáni heldur ekki vatni:

http://www.tradingeconomics.com/spain/unemployment-rate

Það er ferlega slappt að geta ekki farið rétt með staðreyndir. Það er líka afar furðulegt að gera lítið úr vandræðum Grikkja þó sum þeirra séu þeim sjálfum að kenna. Önnur eru evrunni að kenna og þau vandamál geta þeir ekki leyst þó þeir vilji.

@10: Gott að sjá að þú hefur mikið og gott sjálfstraust. Með því að skoða söguna og gera það sem virkar myndi ég geta snúið þessa kreppu niður á 2 árum, ekki vegna þess að ég sé svo snjall heldur vegna þess að ég þekki sögulegt dæmi um það hvernig verri kreppa en þessi var snúin niður. Nú eru bráðum 5 ár síðan allt fór í steik og allt er enn í steik. Staðan núna er því falleinkunn stjórnmálamanna og núverandi hugmyndafræði (jafnaðarstefnu).

Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 09:45

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi og Hvellurinn leysa vandann.

Ég kýs ykkur.

Væri það ekki XH?

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband