Opinber rekstur er óskilvirkur

Þetta er sönnun þess að opinber rekstur er ekki skilvirkur. Það vantar hagkvæmni og framleiðni.

Landsspítalinn getur ekki einusinni sinnt sínu starfi þrátt fyrir milljarða greiðslur á hverju ári. Spítalinn getur ekki einusinni greitt hjúkkum mannsæmandi laun.

Lausnin er að einkavæða heilbrigðiskerfið. Láta einstakling njóta sín laus við krumlur ríkisins.

Því sú aðferð er greinilega ekki að virka.

 

hvells


mbl.is Landspítalinn leitar eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu mörg einkafyrirtæki hafa farið á hausinn á kostnað skattgreiðenda og fengið nýjar kennitölur? Væri gott að láta Landsspítala fara þá leið? Viljum við fá einkarekstur á Landsspítala í takt við rekstur föllnu einkabankanna? Þeir einu sem vilja einkavæðingu heilbrigðisgeirans eru þeir sem vilja græða á skattgreiðendum.

Elín Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 19:55

2 identicon

Sæll.

Þetta er alveg hárrétt, framboð og eftirspurn eiga að stýra þessu öllu saman, það er hagkvæmast.

@1: Fyrirtæki fara bara á hausinn á kostnað skattgreiðenda ef stjórnmálamenn ákveða það. Þú skalt nótera hjá þér hvaða stjórnmálamenn vilja bjarga fyrirtækjum og gæta þess að kjósa þá ekki. Segðu öllum sem þú þekkir frá framferði þeirra. Ég sjálfur er hægri maður en kýs ekki Sjallana vegna m.a. Icesave. Þeir eiga að borga fyrir sín mistök. Leggja þarf Seðlabanka Íslands niður enda bjargaði hann bönkunum. Með einkavæðingu heilbrigðiskerfisins væri hægt að ná meiri hagkvæmni og fólk eins og ég og þú þurfum ekki að borga fyrir aðra, ef þjónusta er verðlögð vitlaust verður annað hvort of mikil eftirspurn eftir henni eða lítil sem engin.  

Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:37

3 identicon

Í hvaða löndum hefur einkavætt heilbrigðiskerfið þjónað hagsmunum þegnanna betur en annarsstaðar?

Hvar hefur einkavæðingin verð successful?

spyr sá sem ekki veit.

Við þurfum ekki að finna upp hjólið, ef það virkar ekki annarsstaðar, þá virkar það ekki herna.

kv

sleggjan

sleggjan (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:39

4 identicon

Sæll.

Það er svolítið freistandi að taka USA sem dæmi um markaðsvætt heilbrigðiskerfi en þar vantar talsvert upp á. Það eru svö mörg atkvæði í því að láta hið opinbera "bjarga" því.

Af hverju ætti markaðsdrifið heilbrigðiskerfi þar sem heilbrigð samkeppni ríkir ekki að vera öllum til góðs?

Hvað er að gerast í þróun farsíma? Hvað er að gerast í þróun bíla (þeir eru miklu mun sparneytnari nú en fyrir fáeinum áratugum vegna þess að slíkt gerir þá seljanlegri). Hvað er að gerast í þróun farþegaflugvéla? Hvað er að gerast í þróun DVD spilara? Er hið opinbera að "bjarga" þessum geirum með mikilli afskiptasemi?

Málið er þegar þú þarft að bíða eftir aðgerð ertu að borga í tíma. Tími er líka peningar, fólk lítur einhverra hluta vegna algerlega framhjá því :-( Einhverra hluta vegna heyrum við ekkert um það hve margir hérlendis deyja á meðan þeir bíða eftir því t.d. að komast í aðgerð.

Frjáls markaður fær ekki að virka á alltof mörgum sviðum, svo þegar eitthvað klikkar er frjálsa markaðinum, sem er ekki til staðar, kennt um.

Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:47

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er líka betra fyrir allt starfólkið. T.d munu hjúkkurnar einfaldlega sótt hærri laun hjá sínum eigendum eða stjórnendum. En ekki ráðherrann sem á engar heimildir fyrir hækkunum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2013 kl. 08:08

6 identicon

@ Ef DVD spilarinn væri lífsnauðynlegur svo þú lifir af. Ef DVD spilarinn mundi kosta þig 10 milljónir á ári og þú yrðir að staðgreiða án  hjálpar. Þá kannski má vera einhverskonar stuðningur við þennan nauðsynlega varning.

Ég skil alveg þetta frjálshyggjuviðhorf. En þetta eru í raun kenningar frekar en eitthvað annað (t.d. veit eg ekki um neitt land sem útvistar heilbrigðiskerfinu sínu án þess að styðja það með skattpeningum).

Sleggjan er raunsæ, lifir í raunveruleikanum, hagfræðikenningar um afnumið regluverk, gagnkvæmar upplýsingar , að markaðurinn leysir allan vandan er voðalega fallegt í námsbókum og fyrirlestrum.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 10:26

7 identicon

@hvellurinn

Hvernig sérðu fyrir þér einkarekið heilbrigðiskerfi á Íslandi? 

sleggjan (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 12:15

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Verlferðarkerfið er stærsti útgjaldaliður ríkisins. 42% af öllum útjgöldum.

Að sjálfsögðu mundi ég vilja lækka skatta á móti.

Einsog staðan er í dag þá vinnum við í Janúar, febrúar og mars. Bara fyrir verlferðarkerfinu.

Ímyndaðu þér að stinga þeim pening í vasann. Og nota þann pening í lækniskostnað.

ef þú ert með 500þúsund krónur á mánuði.

Ertu virkilega að eyða einni og hálfri milljón í sjúkrahúskostnað á ári?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2013 kl. 13:03

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Basicly.. einkavætt heilbrigðiskerfi þá borgaru fyrir það sem þú vilt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2013 kl. 13:04

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo getur fólk keypt sjúkdómatryggingu... fyrir krabbameini og annað slíkt.

En það þarf að passa að detta ekki í grifju Bandaríkjamanna þar sem fólk fer vikulega í "tékk" bara vegna þess að þeir eru með tryggingu og þurfa ekki að borga neitt.

Það þarf að innleiða kostnaðarvitunina í fólkið þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Því það er alltaf einhver sem borgar.

Sanngjarnast er að sá borgar sem nýtir sér þjónustuna.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2013 kl. 13:14

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tók bloggfærslu um málið með ýmsum leiðum í boði:

http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1279814/

Velferðarhluti kefisins er uppihald öryrkja og annað slíkt sem ég hef mjög sterkar skoðanir á. Væri til að þrengja viðmiðin við þann stuðning. Reyni að halda mér við sjúkrahúsin.

Lækka skatta á móti hjálpar til. Þá er meiri peningur í vasann fyrir fólk. Ég sjálfur mundi þá leggja fyrir pening ef ég fengi sem dæmi krabbamein, eiga sjóð fyrir því. En ég er líka að hugsa fyrir heimska fólkið sem gleymir að safna. Því heilbrigðiskerfið er ekki eins og önnur þjónusta. Þetta snýst um líf og dauða.

Annars tækla ég allar leiðirnar sem mér datt í hug á bloggfærslunni sem ég linkaði. Er sammála allflestum leiðum nema algjörri einkavæðingu og ókeypis þjónustu. Eins finnst mér heilbrigistryggingin vera mjög vafasöm þegar skylda á allt fólk að kaupa hana, þá er þetta ekkert nema skattur. Og ef folk kaupir hana ekki , hvað á þá að gera við það fólk.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2013 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband