Á að úthýsa byggðarstefnunni til Landsbankans?

Þetta er undarleg afstaða hjá Jóni.

Þetta kemur frá manni sem vill ekki einusinni kynna sér byggðarstefnu ESB og skoða þá miklu kosti sem hún hefur að bjóða.

Hinu dreifðu byggðir munu stórgræða á aðild að ESB.

Landinn fór ágætlega í saumanna á byggðarstefnu ESB og hvað Ísland mun fá útur því.

Í staðinn fyrir að Jón Bjarna íhugi afstöðu sína til ESB þá var hann fljótur að skamma RUV fyrir að vera með áróður.

 

En það er ekki á könnu fjármálafyrirtækja að vera með byggðarstefnu. Stjórnmálamenn eiga að sjá um hana. (eru þeir kannski vanhæfir til þess?)

hvellurinn


mbl.is Þingflokkur VG sendi áskorun til Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´´HVELLURINN´´MEÐ SÍN ESB-HEILKENNI.  

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 17:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vona bara að þið hafið verið fullir í allan dag strákar. Það er eina sem gæti skýrt botnlaust ruglið sem rennur úr ykkur. Ef ekki, þá eigið þið alla mína samúð.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 18:11

3 identicon

Það er mjög algengt í ESB að smábæjir hafi engann banka.

Það er fyrst í 2-3000 manna byggðarlögum að þeir eru algengir.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 20:01

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alltaf gaman að Hvells. Hann heldur að "hinar dreifðu byggðir" séu þessi dreifðu úthverfi höfuðborgarinnar.

Sleggjan held ég að hafi einhvern tíma skroppið austur yfir Hólmsá og vestur yfir Varmá og mætti því gjarnan tjá sig oftar á þessu sameiginlega bloggi.

Kolbrún Hilmars, 31.5.2012 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband