Það er enginn byggðarstefna á Íslandi. Eða hún hefur verið í skötulíki.

Ef Jón Bjarnason er annt um byggðir landsins þá væri best fyrir hann að stiðja ESB heilshugar. Byggðarstefna ESB verður gríðarlega mikilvæg fyrir landsbyggðina. Þessir kostir voru sýndir í sjónvarpsþáttinum Landanum. En NEI sinnar fóru í límingum og kölluðu þennan faglega þátt áróður.
NEI sinnar vilja ekki að Íslendingar sjá kosti ESB.

http://visir.is/evropusambandid--til-sjavar-og-sveita,-borgar-og-baejar/article/2010809115792

Í greinagerð sem unnin var fyrir Samtök íslenskra sveitarfélaga um hugsanleg áhrif aðildar að Evrópusambandinu á íslensk sveitarfélög kemur fram að talið er til helstu kosta aðildar að íslenskum sveitarfélögum opnist aðgangur að styrkjum úr byggðarsjóðum ESB og ákvörðunum um með hvaða hætti þeim er úthlutað til einstakra svæða hér á landi. Aðrir kostir sem nefndir eru er aðgangur að styrkjum úr landbúnaðar-/dreifbýlissjóði ESB, aðgangur að styrkjum til sjávarbyggða, aðild að öllum áætlunum ESB, hvati að auknu samastarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og öflugri stjórnsýslu sveitarfélaga, meira forræði sveitafélaga í byggðamálum og aðgangur að stofnunum ESB sem fjalla um byggða- og sveitastjórnarmál.

hvellurinn


mbl.is Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Horfðuð þið á þessi innslög í landanum?  Ef ekki, þá flettið þeim upp og horfið. Þar var talað um hvað ESB gerir fyrir vanþróaðri þjóðir og ættbálka á borð við Lappa, en svo er það tekið fram að ekkert af slíku er í raun í boði fyrir Íslendinga, sem teljast til háþróaðra þjóða. Raunar klikkt út með að viðurkenna að líklega hefði þetta ekkert annað en aukakostnað í för með sér fyrir landið.

Ósmekklegheitin voru þau að ESB træði innslagi inn í íslenska þáttargerð til að dásama göfgi sína í garð minnihlutahópa í landbúnaði norðan við ákveðna breiddargráðu, sem kom svo okkur ekki rassgat við þegar upp var staðið.

Munið svo drengir mínir að styrkir koma ekki af himnum, heldur eru þeir af skattfé almennings. Landbúnaðarvörur í ESB eru semsagt fyrirframborgaðar af neytendum í gegnum skatta og svo borgðar aftur við búðarkassann plús meiri skattar. 

Það er samt góð tilhugsun að geta lifað á styrkjum og haft það náðugt. Það er einmitt ástæðan fyrir því að helstu hvatamenn fyrir slíku eru akademískir öryrkjar og atvinnustyrkþegar, sem aldrei hafa skapað verðmæti og vita ekki hvað það er.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 14:26

2 identicon

Þú leifir ekki ókunnugum að þröngva uppá þig lög og reglur, bara af því hann ætlar að gefa þér peninga.

Lúðvík (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 14:38

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þegar ísland er í ESB þá kemur sú þjóð að öllum lögum

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2012 kl. 14:58

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

en við erum núna í EES og tökum við lögum frá evrópu á hverjum degi án þess að hafa neitt um þau að segja

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2012 kl. 14:58

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta síðasta er alrangt hjá þér eins og þú veist sjálfur. Hættu að hafa eftir þessa upplognu áróðursmöntru, sem búið er að senda til föðurhúsanna í hundrað skipti. Evrópska efnahagsvæðið er ekki ESB. Það er fríverslunarbandalag þjóða á millum. Reynið að sýna einhvern snefil af heiðarleika í umræðum. Ef ykkur er ekki ljós munurinn á þessu tvennu, þá endilega leggist í lestur.

Svo varðandi vilja þjóðarinnar til inngöngu í sambandið, þá tékkið á þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 15:16

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lög eru ekki samin eða sett fram af evrópuþinginu heldur af skugganefndum ókjörinna fulltrúa. Okkar atkvæðavægi yrði 0.8%. What are the chances?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 15:31

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef áhyggjur af litlu atkvæðavægi. Sérstaklega í stórum hagsmunamálum.

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2012 kl. 16:57

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

annars er ég hissa að Jón Bjarnason hefur áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar.

Hann ætti kannski að skoða stjórnarsáttmálann og fara eftir honum víst að hann hefur áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2012 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband