Flottur

Alltaf gaman þegar ríkisplebbar sem hafa verið á spenanum fara að vinna hjá einkafyrirtækjum. Það gerist ekki oft sbr Ingibjörg Sólrún, Árni Matt og fleiri.... en hef hann hefði ekki verið dæmdur í Landsdóm þá hefði hann fengið einhver bitling. Jafnvel Seðlabankastjórastöðu... hann uppfyllir kröfuna sem lét Davíð Oddson taka pokann sinn. Mastersgráðan í hagfræði.

 

Óska Geir velfarnaðar.

 

hvellurinn


mbl.is Geir í nýtt starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

Sigurður Þórðarson, 25.5.2012 kl. 14:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Geir var settur í þá óréttlátu og ómögulegu stöðu að taka á sig sök fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin G. Sig. og Árna Matthíasson.

Ráðherraábyrgð hvers ráðherra fyrir sig hefur ekki verið tekin fyrir af Landsdómi ennþá. Hver ráðherra ber ábyrgð á sínu ráðuneyti, en ekki forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur engar lagalegar heimildir til að grípa inn í störf annarra ráðherra. En það virðist ekki nokkur maður kæra sig um að kannast við þá staðreynd!!!

Gangi Geir vel í framtíðinni. 

Hann gerði sitt besta miðað við ómögulegar, áratuga-rótgrónar og spilltar fjármála-aðstæður, og betur en sitt besta miðað við aðstæður getur enginn gert. Geir er ekki ósvífin persóna eins og siðspilltir útrásarmenn og konur, sem nú eru á framfærslu skattborgar í feitum embættum handan hafs og fjalla, og hafa ennþá sloppið við að svara til saka fyrir sín lögbrot og ósvifni.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2012 kl. 15:51

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Geir var skipstjórinn á skipinu Anna, fínt að láta hann sitja fyrir landsdóm.

Annars veit ég ekki hversu lengi Geir tolllir í þessu starfi. Ég man þegar Árni Matt fékk stórt respect frá mér þegar hann skellti sér í dýralækningar eftir hrunið. En hann entist í hálft ár, fékk bytling að lokum.

Byð fólk að muna mín orð. Geir fær bittling, fyrr eða síðar. Segjum bara eftir ár fær hann bitling.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2012 kl. 12:44

4 identicon

Hehe Þetta er venjuleg íslensk pólitík. Sonur hans er einn eigenda.

En hvað, var þessi stofa á höttunum eftir alþjóðasérfræðingi? Og hvenær vaknaði sú þörf? Og var auglýst eftir umsækjendum? Og hvað, var Geir með framtíðardrauma um að vinna á lögmannsstofu?

Þetta er bara millibilsástand þangað til honum tekst að rukka inn gamla greiða einhversstaðar í kerfinu og fá bittling.

Steingrim (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband