Færri því betri.

Mín skoðun er sú að við þurfum ekki erlenda leikmenn.

En ég vill ekki banna þeim það. Ég held að það má hafa einn kana... svo endalaust marga evrópuleikmenn... enda erum við í EES þar sem er frjálst  er fyrir vinnandi menn að ferðast á milli landa án þess að fá sérstakt atvinnuleyfi.

Ég vill fækka útlendingum útaf tvennum ástæðum.

1. Peningar: Eru öll þessi fyrirtæki að styrkja körfuboltann til þess að félög geta borga útlendingum hálfa til milljón á mánuð? Væri ekki nær að eyða þessum peningum í uppbyggingu körfuboltans á Íslandi? Styrkja ungmennin og þeirra aðstöðu. Þjálfarar í míniboltanum eru nær launalausir. Væri ekki gott að efla það starf til þess að efla íslenskan körfubolta almennt? Eða viljum við gefa könunum peninginnn til þess að geta séð eina tvær troðslur í leik?

2. Gefa Íslendingum tækifæri. Hvernig geta efnilegir ungir leikmenn keppt í meistaradeildinni þegar liði er kannski með einn kana og tvo evrópumenn (einsog algengt er).. svo eru tvær íslenskar heimastörnur í byrjunaliðinu. Það er nær ómöguleigt fyrir unga efnilega leikmenn að fá að spreita sig. Sem leiðir að því að íslenskir leikmenn fá aldrei að spila og verða einfalegla lélegir (því æfingin skapar meistarann) .... enda getur Ísland ekkert í körfubolta ef við skoðum heimslistann.

 

Ástæðan fyrir því að Ísland getur ekkert í körfubolta er vegna þess að við eyðum öllum peningunum í laun til útlendinga í staðinn fyrir að styrkja inniviðina. Og Íslendignar fá ekkert að spila í leiknunum sjálfum.

 

hvellurinn


mbl.is Anton Tómasson: Erlendir leikmenn í körfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ef það á að fækka leikmönnum með íslenskan ríkisborgararétt verður þetta þá ekki eins og áður þegar erlendum leikmönnum var einfaldlega veittur ríkisborgararéttur?

Þess vegna líst mér illa á þessa hugmynd.

Við erum í EES, kannski við ættum að hætta því til að efla körfuboltann? :O)

Lúðvík Júlíusson, 3.5.2012 kl. 12:13

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nú misskildir þú algjörlega færsluna mína.

Ég tók það skýrt fram að ég vill ekki gera þetta með boðum og bönnum.

 "

Mín skoðun er sú að við þurfum ekki erlenda leikmenn.

En ég vill ekki banna þeim það."

 Ég vill einfaldlega að fjármagnið sé beint til yngra krakkanna og gera innviðina í körfuboltanum betri. Ef körfuboltaliðin beina fjármagni á þann veg þá munu kanarnir fækka. En ef þeir vilja koma til Íslands að spila frítt.. . þá er það bara besta mál.

En ef menn finnst það ábyrgasta meðferð á íþróttafé að beina þeim til atvinnumanna með milljón á mánuði þá er það besta mál mín vegna.... en ég mundi hafa þetta öðrvísi ef ég mætti ráða.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 3.5.2012 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband