Össur kemur gríðarlega sterkur inn

Össur hefur stimplað sig rækilega inn í ESB umræðuna á seinustu vikum og mánuðum. Hann hefur haldið fast á spöðunum. Haldið málflutningi sínum á hóflegu nótunum og er mjög rökfastur.

Það er rétt hjá honum þegar hann segir að við inngöngu í ESB þá munu fjárfestingar aukast, stöðuleiki verður á Íslandi (eitthvað sem við höfum aldrei haft) og Ísland verður álitlegur kostur fyrir íslensk og alþjóðleg fyrirtæki. Atvinnustig mun þar af leiðandi aukast.

Ef ESB ætlar að hjálpa okkur að losna við gjaldeyrishöftin ofaná allt saman þá er enginn vafi um það að ESB samningurinn verður samþykktur með yfirburðum.

hvellurinn


mbl.is Össur: Aðild snýst um langtímahagsmuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL..

Já finnst þér....

Þvílík hneisa sem þetta innlimunarferli er !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 21:51

2 identicon

Stórkostleg athugasemd Birgir Gudjonsson, full af innsæji og þekkingu.



Kynntu þér málið aðeins, það er alveg öruggt að kaupmáttur muni aukast og venjulegt fólk mun hafa meira á milli handana, það er borðleggjandi.

Siggi (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:10

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það má benda á að með því að afnema tolla þá mun matarverð lækka sem dæmi.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2012 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband