Ég mæli með kaupum á Nokia fljótlega

Nokia er með góðan undirliggjandi rekstur. Þekkt vörumerki.

Þeir framleiða ennþá síma án nets og annars aukabúnaðar á góðu verði. Þeir selja út úm allan heim. Til ríkra og fátækra.

Gefa út síma með myndavél, og án. Með tónlistarspilara og án.

Einnig eru þeir á snjallsímamarkaðinum. Mikil þróun er í gangi í þeim geira og fóru þeir í samstarf við Microsoft.

Auðvitað er slæmt að aðkomuviðrvörun var send út og varað við tapi á rekstri. En einungis er verið að tala um fyrri helming ársins. Til langs tíma tel ég horfurnar vera mjög góðar. Lækkun á rétt á sér  um sinn. En 17% er mjög mikið fall, og ef taugaveiklunin heldur áfram þá mæli ég með kaupum í næstu viku í þessu trausta fyrirtæki.

Skoðið þessa færslu eftir nokkra mánuði og athugið spágildið í Sleggjunni í staðinn fyrir að æpa núna.

kv

Sleggjan


mbl.is Hlutabréf í Nokia hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Allavega fylgist ég með...

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.4.2012 kl. 23:59

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þetta virðist vera búið ævintýr.  Þeir klúðruðu Lumia900 sölustartinu með því að selja síma með gölluðu forriti þannig að símarnir virka ekki.

Nú fá allir ókeypis Lumia900 í USA þangað til Nokia kemur með leiðréttingarfæl.

Microsoft kaupir Nokia á þessu eða næsta ári.

Stefán Júlíusson, 12.4.2012 kl. 06:07

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nokia bréfin eru lág núna.... og það væri vert að skoða kauptækifæri.

Maður þarf að gjugga aðeins í ársreikninginn og meta framtíðar strategíuna. 

Bréfin eru ódýr. Gott vörumerki.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 09:42

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Saab er líka ansi gott bílavörumerki. 

Vörumerki er einskis virði ef ekki er unnið í þeim.

Fyrirtæki lifa ekki lengi á fornri frægð.

Sjáðu bara hvernig IBM hefur stanslaust verið að breyta sér og stefnu þess.

Taktu svo HP sem hefur skipt svo oft um stefnu að fyrirtækið er eins og asni í kringum staur, algerlega stefnulaust.

Eða þá bara SONY,  hvað er að gerast á þeim bæ?  Ein góð ákvörðun var að kaupa ericsson út og selja nú símana einungis undir merkjum Sony. 

Ég mæli þá frekar í kaupum á Icelandair Group, enda máttu ekki kaupa hlutabréf í Nokia.

Stefán Júlíusson, 12.4.2012 kl. 09:50

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef trú á Nokia. Þeir eru að þjóna ákveðnum markaði með ódýrum símum (eitthvað sem Apple er ekki að gera).

Einnig hafa þeir mikla þekkingu í starfsfólki. Að Lumiagood símarnir virkuðu ekki er vissulega áfall. En þá er bara að halda áfram fram á veginn. Þetta vouru almenn góðir símar og þurfa þeir aðeins meiri þróun í því.

Það er rétt að við getum ekki keypt hlutabréf í Nokia. Því miður.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 12:29

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eins og ég sagði í síðustu setningunni í færslunni. Látum tímann leiða í ljós hvort ég sé að "rugla" eða ekki.

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband