InDefence, kjósum.is og aðrir NEI-sinnar þurfa að biðja þjóð sína opinberlega afsökunnar

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir geta logið blákallt að þjóðinni.

Sagt var aftur og aftur "það mun enginn þora að fara í mál við okkur vegna Icesave".

Því annars mundi fjármálakerfið hrynja.

En annað hefur komið á daginn.

Ísland var kært vegna Icesave.

Við hefðum getað landað góðum samningi en almenningur trúðu NEI lygunum því miður.

Nú lítur út fyrir það að Ísland þurfi að borga allt upp í topp ef við töpum málinu.

Sem er sorglegt vegna þess að almenningur þurfti ekki að gera það. Við hefðum ekki þurft að lifa í þessari óvissu. En InDefance, Kjosum.is og aðrir NEI sinnar hafa gaman af að níðast og ljúga að sinni eigin þjóð.

Ég er ennþá að bíða eftir afsökunabeiðni.

hvellurinn


mbl.is ESB vill aðild að Icesave málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað á þetta skítahyski að biðjast hundraðfallt afsökkunnar.

En það er engin von til þess að það komi frá þessu liði lítilmnnea og vesalinga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2012 kl. 21:38

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei ég bíst ekki við afsökurnarbeiðni heldur.

En ég vona að einhver hefur smá virðingu eða manndóm í sér.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2012 kl. 21:47

3 identicon

Biðjast afsökunar á hverju?

Er búið að hefja dómsmál?

Nei.

Er dómsmálið tapað?

Nei.

Það má ekki svo mikið sem heyrast prump frá meginlandinu og þá æpið þið heimsendir! heimsendir!

Þessi aðkoma framkvæmdastjórnar breytir nákvæmlega engu.

Og jafnvel þótt það verði dómsmál (sem verður ekki) að þá verður niðurstaðan þar aldrei verri en sú sem þið vilduð samþykkja frá Svavari.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 21:54

4 identicon

Bíðið!!!

Eru þið að segja að meirihluti þjóðarinnar séu lítilmenni og vesalingar fyrir að standa gegn þvílíku ofbeldi nýlenduþjóða sem hefði knésett okkur og við eigum líka að biðjast afsökunar fyrir að standa á rétti okkar???

Ræfilstuskur eins og ykkur ætti að tattooa svikari á ennið!!!

Geir (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 21:55

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þjóðin trúði því miður lygi ykkar NEI sinna.

Það var ekkert ofbeldi í gangi. Við hefðum getað samþykkt mjög hagstæðan og skaðlausan samning.

Málið væri búið.

En NEI sinnar lugu að þjóðinni. Og almenningur trúði þeim.

Og því fór sem fór.

Nú stöndum við í þessum málaferlum og eigum á hættu á að fara í þjóðargjaldþrot sem er gríðarlega alvarlegt mál fyrir land og þjóð.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2012 kl. 22:07

6 identicon

Málinu væri að sjálfsögðu ekki lokið.

Á meðan þið getið ekki útskýrt hvert átti að sækja peningin til að borga samninginn ættuð þið að láta eiga sig að fullyrða svona vitleysu að málinu sé lokið með því að slá lán, sem á svo bara að vona að reddist seinna að borga.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 22:14

7 identicon

....og að sjálfsögðu er ekkert þjóðargjaldþrot yfirvofandi.

Þjóðargjaldroti var afstýrt þegar Ólafur synjaði ríkisábyrgð á Svavarsafrekinu.

Það er staðreynd.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 22:15

8 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hehehe...!

Þú ert svakalegur...!

Búinn að tapa málinu áður en það er dómtekið... Jahérna...!

Segðu mér...? Ef við vinnum svo málið... Munt þú biðja þá afsökunnar sem þú ert að krefjast nú að biðji þig og einhverja aðra núna afsökunnar...?

Segðu mér svo eitt... Veist þú eitthvað afhverju framkvæmdarstjórnin er að krefjast aðildar að málinu...?

Því ég veit það ekki og hef hvergi lesið...

Það verður að passa blóðþrýstinginn hjá ykkur hérna á blog.is... Þið eruð hver öðrum ruglaðri... Vá...!

Tíhíhí...!

Sævar Óli Helgason, 11.4.2012 kl. 22:18

9 identicon

Ég fer frekar saklaus í fangelsi en að ganga um frjáls með uppálogna sekt. Ég hef nefnilega það sem kallast sjálfsvirðing. Look it up.

Jón Flón (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 22:21

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Flón... nafnið þitt er lýsandi.

Sævar.

Ég mundi ekki þurfa að biðjast afsökurnar. Ég hef aldrei haldið því fram að við munum pottþétt tapa. Heldur eigum hættu á að tapa.... tvennt ólíkt.

Þið NEI sinnar luguð blákallt af þjóð ykkar og sögðu að það væri enginn möguleiki að neinn mundi þora í mál við okkur vegna Icesave.

Þessi frétt sýnir annað.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2012 kl. 22:37

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jón flón, þú getur í sjálfu sér gert það í öllum dómsmálum. þú getur bara sagt: Ja, eg gerði ekkert!

En það er ekkert máið í þessu tilfelli. þið öfga og ofstopamenn sögðuð - að það yrði ekkert dómsmál! Af því að það væri engin lög til sem næðu yfir svona ljót brot.

þetta virðist hafa verið mikl flónska í ykkur öfgalingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2012 kl. 22:41

12 identicon

´´hvellurinn´´ hvernig ertu í höfðinu!Það hlýtur að fylgja því mikill höfuðverkur að vera svona heilaþveginn líkt og þú virðist vera. Hef spurt þig þessarar spurningar áður en þú ekki svarað,brandaragaurinn sem þú ert.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 22:43

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta heitir á íslensku að fá hland fyrir hjartað.  Óttalegar raggeitur getið þið verið ESBsinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 22:49

14 identicon

Eftir að hafa lesið vel á milli línanna hjá síðuskrifaranum ´´hvellinum´´að þá örlar mikið á hjá honum hræðsla,já hræðsla við ESB-klíkuveldið.

Úff það er sárt hjá Hvellinum og Já-með-systkinum hans núna,þetta útspil hjá ESB-klíkuveldinu kom þeim greinilega í opna skjöldu,æ,æ.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 23:06

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Á meðan þið getið ekki útskýrt hvert átti að sækja peningin til að borga samninginn "

Þrotabú Landsbankans hefði greitt fyrir samninginn að fullu.

Matthías Ásgeirsson, 11.4.2012 kl. 23:28

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru ekki að panikkera yfir Icesave drengirnir, þeir eru að panikkera yfir því að nú er þessu umsóknarrugli loksins lokið og verður aldrei uppi á borðum aftur.

Annað hefur komið fram til að sefja þá. Skuldin verður greidd af LB. Málið er ekki dómtekið, hefur ekki verið réttað í því né dæmt og verður líklegast aldrei.

Case closed.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 23:41

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hún er orðin þreytt þessi Icesave umræða, en ég verð að bregðast við orðum Matthíasar hér á undan.

Ef þrotabú Landsbankans hefði greitt fyrir samninginn að fullu, til hvers var þá verið að sækja svona hart að fá ríkisábyrgð á hann?

Þessari spurningu hefur aldrei verið svarað, margir að vísu reynt að svara með útúrsnúningum. Ef ég þekki Icesave sinna rétt, munu þeir útúrsnúningar sjálfsagt verða endurteknir hér rétt á eftir.

Theódór Norðkvist, 11.4.2012 kl. 23:44

18 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vegna þess að Bretar og Hollendingar vildu ekki taka áhættuna af þrotabúinu. Nú er alveg ljóst að eignir þrotabúsins duga fyrir Icesave og ríkisábyrgð því ekki atriði sem skiptir máli.

Það sem skiptir máli er að vegna þess að við höfnuðum samningi erum við enn með gríðarlega áhættu á bakinu og gætum þurft að borga háar fjárhæðir.

Matthías Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 00:15

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Jón Steinar: Ert þú hlynntur EES samningnum?

@ Númi: Sama spurning.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 00:20

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Matti, þá er áhætta. Áhættan hlýtur þá að felast í því að ekki sé öruggt að eignir þrotabúsins dugi fyrir sparifjárinnistæðum sem fengust ekki greiddar. Annars væri tómt mál að tala um áhættu.

Ef það er fyrst núna orðið ljóst að eignir þrotabúsins duga er ríkisábyrgð þar með orðin óþörf. Og þar með engin ástæða fyrir ESB/ESA að sækja dómsmál gegn Íslandi til að fá dæmda á okkur ríkisábyrgð.

Theódór Norðkvist, 12.4.2012 kl. 00:44

21 Smámynd: Sandy

  Ég á ekki til orð yfir það hvernig Hvellurinn og Ómar Bjarki getað skrifað um samlanda sína þótt við séum ekki á sömu skoðun varðandi þetta árans Icesave- mál. Íslensk tunga inniheldur fullt af orðum sem hægt er að nota ef mönnum er heitt í hamsi yfir einhverju sérstöku málefni án þess að kalla samlanda sína öllum illum nöfnum.

  Varðandi Icesave málið sjálft er ég þeirrar skoðunar að við hefðum gert rétt í að hafna honum og mundi ég gera það aftur ef á þyrfti að halda. Að ESB vilji blanda sér inn í deilurnar við EES gæti helgast af því að Íslenskir bankar fóru eftir því regluverki sem ESB hafði hannað. Mörg af ESB-löndum hafa einnig hafnað því opinberlega að ríkistryggja innistæður í bönkunum. Einnig er það leyfilegt samkvæmt reglum ESB að grýpa til neyðarráðstafana í hverju landi ef almannahagsmunir kalla eftir því, ef ég man þessa rullu rétt.

Sandy, 12.4.2012 kl. 00:50

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Sandy", þið öfgalingar ættuð nú að líta í eigin barm um orðaval. Eða voru það fögur orð er þið völduð og veljið mér fyrir þær sakir einar að ég frmkvæmdi þá ósvinnu að kynna mér mál og sá hendi minni eftir u.þ.b. 5 mínútna rannsóknarvinnu að lagaleg staða þessu máli viðvíkjandi væri Íslandi afar hæpin? voru það fögur orð? ónei! það voru eigi fögur hljóð eða orð gagnvart mér, alsaklausum manninum.

Ennfremur var og er allur yðar framgangur essu máli viðvíkjandi heldur ókræsilegur og ógeðfelldur frá a-ö. það versta við það er að þér eruð alltaf á harðahlupum bakvið þjóðrembingsvegginn. Hafið ekkert fram að færa nema bull, vitleysu og fyrru sem þér æpið og gólið á bak við þjóðrembingsvegginn.

þessvegna skulu þér eigi leita flísarinnar í auga náungans heldur skuluð þér einhenda yður í að toga hinn digra bjálka úr yðar eigin augum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2012 kl. 01:08

23 identicon

ég finn til með þér "SLEGGJA" að þú skulir vera svona óþroskaður

snorri jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 01:14

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hafi ég gert já-sinnum rangt, þá biðst ég auðmjúk afsökunar. Ég á þá í það minnsta rétt á að vita hvað ég gerði ólöglegt og rangt.

EES og allt bullið í kringum það svikamyllufélag, og viðhald þess félags: ESB-aðlögunar-ránsfélagið, heldur hvorki rökum, vatni né vindum. Ég gleðst yfir að einhverskonar dómsstóll (hverju nafni sem hann nefnist) fjalli um þetta bankaráns-mál.

Það er löngu tímabært að gera upp bankarán villta vestursins.

Ég er saklaus af að ræna banka og fyrirtæki þessa lands og annarra, og þess vegna hef ég ekkert að óttast við tilvonandi dóms-uppgjör. Ég hef nú þegar verið saklaus dæmd, af svikulu kerfinu, og þetta getur ekki orðið verra fyrir mig og fyrir fjölmarga Íslandsbúa.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.4.2012 kl. 01:48

25 identicon

Legg til að hvellurinn og hans hyski verði húðstrýkt á götu úti þegar málinu er loksins lokið.

Robbi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 04:19

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einhverra hluta vegna ákveðið að binda enda á tilvist sína, bókstaflega fleygja sér á "self-destruct" takkann.

Þetta er algjörlega ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Þið munið aldrei frá afsökunarbeiðni frá kjósum.is fyrir það. Rangur aðili.

Þar fyrir utan er kjósum.is ekkert annað en lén sem parkerað.

Á meðan fjármálakerfi ESB heldur áfram að sprengja sjálft sig í loft upp ætla ég að sækja poppkornið og setja Pixies í græjurnar. Nánar tiltekið lagið sem kemur í endaatriðinu á Fight Club.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 05:34

27 identicon

Ef við hefðum samþykkt seinni ICESAVE samningin væri þjóðin þegar búin að greiða óafturkræft 80 milljarða í afborganir og vexti vegna ICESAVE samningsins. Burt séð frá því hvað á endanum kæmi á endanum út úr þrotabúinu.

Ég held að ESB vilji aðkomu að þessu dómsmáli, af því að þeir ætla að beita þar sínum alkunnu bolabrögðum og reyna með öllum brögðum að koma íslendingum á hnéin.

Aðeins þannig telji þeir sig vera í aðstöðu til þess að þröngva ESB aðild í gegn um þjóðaratkvæði.

Fyrst skal láta dæma okkur fyrir hlutdrægum dómsstóli í þúsund milljarða skuldbindingar og lofa svo eftirgjöf að hluta og lágum vöxtum ef við göngum bognir og beigðir inn í þetta ofríkis skuldabandalag.

Það skal aldrei verða ! ! !

Nú á að slíta þessum viðræðum með látum og skella hurðum í Brussel og reka sendiherrann þeirra og ESB stofuna og allt þeirra hyski burt úr landinu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 07:38

28 identicon

Matthías Ásgeirsson.

Rangt hjá þér.

Nú þegar værum við búin að þurfa á einu ári að borga 50 miljarðar króna fyrir síðasta samning.

Ekki ein einasta evra af þessari upphæð kemur úr þrotabúi bankans og aldrei staðið til.

Einnig var því stanslaust haldið fram í fyrra að Iceland væri svo gott sem selt og málinu því lokið, það væri aðeins formsatriði að ganga frá sölunni og klára málið.

50 Miljarðar, bara til dagsins í dag, hvert átti að sækja þá?

Þetta er helmingi hærri upphæð en allur niðurskurðurinn á síðustu fjárlögum, nema það að þetta eru 50 miljarðar í alvöru gjaldmiðlum, ekki íslenskum latópeningum.

Það virðist ekki vera hægt að ítreka það nógu oft, að vaxtakostnaður kemur ALDREI úr þrotabúinu samkvæmt þessum samningum, alltaf úr ríkissjóði.

Og þessi peningur er ekki til, enda hafa já-liðar aldrei getað útskýrt hvert á að sækja þessa peninga.

Aldrei.

Enda snýst þetta ekkert um lausnir, heldur aðeins að samþykkja og fresta vandanum yfir á næsta kjörtímabil og láta aðra takast á við hann.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 08:54

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sleggja mín.

Skemmtilegar umræður sem þú hefur vakið hér upp um gamlan draug.

En fattarðu ekki að það eina sem þessi tíðindi breyta er aukinn þungi í umræðuna um að slíta aðildarviðræðunum við ESB????

Það liggur við að ég gruni þig um að vera ESB andstæðingur í laumgervi???

Allavega myndi ég spyrja Þrumuna hvað hún er að bralla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2012 kl. 08:55

30 identicon

Ég hef verið fylgjandi aðildarviðræðum við ESB.

En það er alveg á hreinu að þeim viðræðum ber að slíta strax í dag.

Það á ekki að taka það í mál að ríkisstjórnin haldi áfram samningaviðræðum um aðild að ESB á meðan sambandið hefur þessa afstöðu gegn okkur í þessu máli.

Pakka saman í hvelli takk fyrir og senda liðið úr ESB skrifstofunni heim.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 08:59

31 identicon

´´sleggjan/ spyr hér í no 19 um EES.

EES-hefur breyst,var undirmjúkmálsplagg gagnvart viðskiptum landa á milli,en hefur breyst í ofurríkisvald(með lymskulegum breytingum.) með aðstoð ESB-klíkunnar.  Komi tími á það hjá okkur að taka EES til skoðunar.

Það er ekki sjálfgefið að Evrópusambandið henti öllum þjóðum sem kenndar eru við Evrópu,og tilheyra. ESB-klíkuveldið er ekkert annað en kommúnísk öfl, (ná valdi yfir einstaklingnum)Já öfl,sem eiga rót sína að rekja til Austur Þýskalands,en þaðan kemur Frú Merkel Kanslari.

Uppruni tilurðar þessa Evrópusambands (kolabandalags) er ljót saga.

Númi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 09:11

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það kemur svo vel fram hér ofar í síðustu öfga og óvitakommentum afhverju sjöllum tókst að rústa landinu hérna.

það er vegna þess að hluti innbyggjara er bókstaflega fábjánar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2012 kl. 09:52

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati kastar hér síðasti ræðumaður steini úr glerhúsi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 09:58

34 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég sagði margoft að það væri mikil áhætta að segja NEI við Icesave. Best væri að ljúka málinu. Því annars væri hætta á dómsmáli.

NEI sinnar sögðu að með því að kjósa NEI í þjóðaratkvæðisgreiðslu þá mundi málið klárast. Búið. Enginn mundi þora í mál við okkur.

Svo má deila um hver hafði rétt fyrir sér. Í ljósa þessara frétta þá er það alveg augljóst.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 09:59

35 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Matti, þá er áhætta. Áhættan hlýtur þá að felast í því að ekki sé öruggt að eignir þrotabúsins dugi fyrir sparifjárinnistæðum sem fengust ekki greiddar. Annars væri tómt mál að tala um áhættu."

Það var áhætta. Hún var ekki mikil, en hún var til staðar. Samningsaðilar okkar vildu skiljanlega ekki taka þessa áhættu. Nú er ljóst að þessi áhætta er ekki inni í myndinni.

> "Og þar með engin ástæða fyrir ESB/ESA að sækja dómsmál gegn Íslandi til að fá dæmda á okkur ríkisábyrgð."

Þetta snýst um atriði utan samningsins, þ.e.a.s. ábyrgð á innistæðum umfram lágmarksábyrgð. Þetta er málið sem við gátum forðast með því að semja. Það kaus þjóðin að gera ekki.

> "Nú þegar værum við búin að þurfa á einu ári að borga 50 miljarðar króna fyrir síðasta samning."

Nú þegar er byrjað að greiða úr þrotabúi Landsbankans.

Matthías Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 10:11

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

..þeir þora aldrei í mál" - þá hrynja himnarnir! Man einhver eftir þessum frasa fábjáninnbyggjara?

Eða þessum: ,,Lagalega sterk staða"?

Haha. Svo er bara grenjað og þjóðrembingsgólað.

Augljóslega fábjánar. Og ekki lítið sem þeir hafa skaðað þetta aumingjan land fábjánarnir og troðið niður í svaðið fyrir sjallaklíkurnar sínar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2012 kl. 10:13

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu nokkuð að snappa Ómar minn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 10:20

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hahaha Og afhverju ,,þora þeir ekki í mál"?

Jú, það er vegna tvennra faktora.

Ef þeir vinna þá hrynur heimurinn og ef þeir tapa þá hrynur heimurinn líka!!

þetta var upplegg öfgalinga og almennra fábjána.

þar fyrir utan er ekkert að gerast í málinu og öfgafábjánar hafa margoft sagt það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2012 kl. 10:42

39 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þjóðin trúði því miður lygi ykkar NEI sinna.

Það var ekkert ofbeldi í gangi. Við hefðum getað samþykkt mjög hagstæðan og skaðlausan samning.

Málið væri búið.

Þessi mjög svo skaðlausi samningur væri búinn að kosta okkur tæpa 60 milljarða á þessu tíma punkti, það kalla ég ekki skaðlaust.

Aftur á móti ætti málið að vera búið núna að okkar hálfu, við eigum ekki að vera eyða tíma eða peningum í þetta rugl hjá EFTA, við eigum að hunsa þetta og leyfa EFTA að dæma eins og þeim sýnist þar sem þessi dómur skiptir okkur akkúrat engu máli, eina sem þetta ónýta apparat getur dæmt er brot á EES samningi og ekkert meira en það.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.4.2012 kl. 10:43

40 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannleikurinn er ekkert að þvælast fyrir stjórnvöldum hvorki í þessu máli né öðru og eftir höfðinu dansa limirnir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 10:47

41 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Málið fór ekki fyrir Efta dómstólinn. Það er ESA sem var að skoða hvort ætti að kæra niðurstöðuna. En þeir sögðu jafnframt að ef eignasafn bankans dyggðu fyrir skuldum þá væri ekki ástæða til málaferla."

http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1199913/

það er endalaust úrval af svona gullkornum sko.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2012 kl. 10:49

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ómar, ég hlustaði á þetta gullkorn í útvarpi allra landmanna.  Og hvað með það. Er eitthvað rangt í þessu?  Þó svo að annað hafi komið á daginn þ.e. að ESA hafi ákveðið að fara með málið fyrir dómstól, þá er algjör óþarfi að snappa og kasta skít í allar áttir, það vinnur enginn sín mál með því að missa andlitið.  Þó svona sé komið þá er bara enganveginn víst að við töpum þessu máli.  Ég er full bjartsýni.  Ég er líka nokkuð góður mannþekkjari og veit að með þessari aðgjörð fáum við samúð alls hugsandi fólks sem fylgist með málunum.  Þetta er spurning um Davíð og Golíat, þú manst eflaust hvernig það mál fór.

Hins vegar skal ég glöð og ánægð taka við afsökunarbeiðni frá þér þegar Ísland stendur með pálmann í höndunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 11:00

43 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ásthildur, eg er eigi að sja neitt relevant fyrir efni máls í þínum skrifum. Sorrý.

Svo þú verður að ræða þessa visku þína við einhvern annan en mig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2012 kl. 11:14

44 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

haha góður ómar.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 12:01

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Ómar, ennþá meira sorrý.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 12:08

46 identicon

Matthías,

Ertu með einhverjar tillögur hvert átti að sækja þessa 50-60 miljarða sem við eigum að vera búin að borga nú þegar?

Endilega skelltu hér inn einhverjum hugmundum hvert þú ætlaðir að sækja þessa peninga, ég vona að þú sért með það á hreinu að þrotabúið borgar þetta ekki og hefur aldrei staðið til.

Ég býð spenntur.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 12:29

47 identicon

....minni á að þessir peningar greiðast í erlendum gjaleyri, ekki íslenska pappírsruslinu.

Hvert átti að sækja þessa peninga?

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 12:31

48 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki:

..þeir þora aldrei í mál" - þá hrynja himnarnir! Man einhver eftir þessum frasa fábjáninnbyggjara?

Burtséð frá hatursfullri orðræðu þinni, þá gildir þetta ennþá. Hvers vegna framkvæmdstjórn ESB hefur nú ákveðið að snúa sér að sjálfseyðingu er illskiljanlegt en þú verður að leita skýringa hjá þeim.

Íslendingar geta ekki borið ábyrgð á því.

Eða þessum: ,,Lagalega sterk staða"?

Það hefur ekkert breyst. Þess er vegna er ákvörðun ESB jafn óskiljanleg og raun ber vitni. Svona álíka fáránleg og þegar innbrotsþjófurinn fór í mál fyrir að hafa skorið sig á rúðuglerinu. Eða dópsalinn sem kærði einn viðskiptavininn til lögreglu fyrir að hafa ekki borgað fyrir dópið sitt.

En Ómar Bjarki, áskorun mín um að þú mætir með mér til skýrslutöku á lögreglustöð vegna hatursfullra ásakana í garð samlanda þinna sem vakið hafa nokkrar áhyggjur um heilsufar þitt, stendur enn.

Sigurður #1:

Matthías,

Ertu með einhverjar tillögur hvert átti að sækja þessa 50-60 miljarða sem við eigum að vera búin að borga nú þegar?

Endilega skelltu hér inn einhverjum hugmundum hvert þú ætlaðir að sækja þessa peninga, ég vona að þú sért með það á hreinu að þrotabúið borgar þetta ekki og hefur aldrei staðið til.

Við þetta má bæta að Steingrímur viðurkenndi í þingræðu fljótlega eftir að síðasti samningurinn var felldur, að það væru ekki til peningar fyrir honum, og hefðu aldrei verið til. Þegar hann lét þessi ummæli falla hefði sá samningur verið gjaldfallinn og Bretar hefðu strax þá getað lagt fram veðköll sín fyrir hollenskum dómstól og fengið dæmt greiðslufall á allar erlendar skuldbindingar íslenska ríkisins sem þar með hefðu orðið veðkræfar! (Samkvæmt samningnum hefði þetta náð til allra erlendra lána Íslands sem eru yfir þúsund milljarðar.) Þetta eru samskonar samningsákvæði og er að finna í nýlegum samningum Evrópusambandsins við Grikkja um skuldabréfaskipti (skipta grískum fullveldisbréfum fyrir bréf sem fara eftir breskum lögum) en svo merkilega vill til að "höfundur" beggja er sami maðurinn, Lee C. Buchheit kærasti eins af fréttariturum RÚV.

Það er vegna höfnunar á samningnum sem Bretar hafa ekki enn getað siglt herskipum sínum inn í Reykjavíkurhöfn til að slá eign sinni á veð fyrir upplognum meintum skuldum Íslands. Fyrir að hrinda slíkri árás verða íslenskir fullveldissinnar ævarandi stoltir.

En hvenær ætlar Steingrímur að biðjast afsökunar á gúmmítékkanum?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 12:51

49 identicon

Ásgeir, það er nú varla deilt um það í dag að fyrsti samningurinn hefði leitt ríkissjóð lóðbeint í greiðsluþrot, og sú staðreynd að Steingrímur vildi veita bretum veð í eigum íslenska ríkisins ætti að duga til að ákæra þann mann og Jóhönnu fyrir landráð.

Annað eins vanhæfi hefur aldrei sést frá stofnun lýðveldisins.

Ómar Bjarki var einn allra harðasti stuðningsmaður Svavarssamningsins í netheimum, og að sjálfsögðu ættu svona kappar fyrir löngu að vera búnir að draga sig í hlé, enda liggur fyrir að þeir samþykkja hvaða samning sem er, sama hvað hann kostar og sama hvaða afleiðingar það hefur.

Þeim fer ílla að tala um áhættuna af synjun Icesave.

Síðasti samningur væri svo búinn að kosta 50-60 miljarða, bara til dagsins í dag, eða helmingi meir en heildarkostnaður átti að vera samkvæmt lygum já manna í fyrra.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 13:05

50 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er mikilvægt að átta sig á að málshöfðun ESA snýst ekki um fébætur til neins aðila.

Hún er byggð á þeirri túlkun stofnunarinnar að íslenska ríkinu hefði borið að tryggja að útborgun lágmarkstryggingar hefði farið fram til allra innstæðueigenda innan tilskilins tíma, án mismununar.  Um það snýst málareksturinn fyrir EFTA dómstólnum en ekki að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða einhverja peninga með úrskurði dómstólsins eða að úrskurður hans myndi fjárkröfu á ríkissjóð.  Slík krafa er sótt á öðrum vettvangi. 

En hvernig hefði íslenska ríkið átt að uppfylla skyldu sína og tryggja útborgun?

Það er í raun TIF sem ber ábyrgð á að greiða féð út til innstæðueigenda en ekki ríkissjóður.  Upphæðin sem til þurfti var hins vegar ekki til í sjóðum TIF þegar áþurfti að halda og til að bregðast við slíkri stöðu er stjórn sjóðsins heimilt að taka lán til fjármagna slíka útborgun, sbr. 3.mgr. 10. gr. laga um TIF.  Það eina sem ríkissjóður hefði getað gert við þessar aðstæður var að lána TIF þá upphæð sem þurfti til, að sjálfsögðu í íslenskum krónum, með vöxtum eða vaxtalaust.  Ríkissjóður hefði þá eignast kröfu á TIF, sem hefði þá síðan væntanlega átt kröfu á þrotabú Landsbankans vegna sömu upphæðar, enda tryggðu neyðarlögin innstæðueigendum forgang í búið.  TIF átti að greiða lágmarkstrygginguna.

En þess í stað hlupu Bretar og Hollendingar til og greiddu sínum þegnum lágmarkstryggingu innstæðnana út og "eignuðust" þannig kröfu á bú Landsbankans hins gamla.  Þeir fóru síðan fram á ríkissábyrgð á greiðslu vaxta vegna þessara útborgana en ég veit ekki til þess að hvorki ríkið, eða TIF, hafi gert lánssamning við Breta eða Hollendinga vegna þessara greiðslna.  Útborgunin var einhliða ákvörðun stjórnvalda þessara þjóða væntanlega til að forðast áhlaup á eigin bankakerfi, því þeirra innstæðusjóðir standa ekki undir greiðslu lágmarkstryggingar vegna allra innstæðna frekar en sá íslenski.

Á vefsíðu Tryggingasjóðs, sem er sjálfseignarstofnun, er að finna tilkynningu frá stjórn sjóðsins vegna útgreiðslna í kjölfar hruns íslensku bankanna.  Hún var sett á vef sjóðsins 7. okt 2011.  Í henni segir eftirfarandi:

"Afstaða stjórnar TIF er sú að greiða eigi innstæðueigendum Landsbanka Íslands hf. fyrst allra kröfuhafa innstæðudeildar sjóðsins. Stjórn TIF lítur svo á að greiðsluskylda sjóðsins hafi orðið virk síðar í tilviki annarra aðildarfyrirtækja sjóðsins. Afleiðing þessarar ákvörðunar er sú að engar eignir teljast hafa verið til staðar í TIF þegar greiðsluskylda varð virk í öðrum tilvikum á árinu 2008. Fyrirséð er því að kröfuhafar Kaupþings banka hf. og Glitnis banka hf. fá ekki greiðslur úr innstæðudeild TIF að svo stöddu."

Úps!  Engir peningar til hjá TIF eftir að Landsbankinn féll!  Hver er þá skylda íslenska ríkisins vegna innstæðna hjá Kaupþingi eða Glitni?  Í besta falli að lána sjóðnum í íslenskum krónum þá upphæð sem þarf vegna greiðslna þessara innstæðna.

Þetta er allt með eindæmum klaufalegt mál og hefur klúðrast í þessa stöðu vegna pólitískrar íhlutunar og vanhæfni ríkisstjórnar Íslands.  Það er alveg fáránlegt að nokkurn tímann hafi verið farið að ræða um skyldu ríkissjóðs til að greiða Bretum og Hollendingum vexti af 1.000 milljörðum króna á kostnað skattgreiðenda.  Slík skylda er hvergi til staðar, hvorki í tilskipun um innstæðutryggingar eða EES samningnum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.4.2012 kl. 15:24

51 identicon

Man einhver eftir því hver talaði mest fyrir því að við gengjum í EES?  Hvað varð um þann stjórnmálaflokk aftur, rann hann ekki saman við þrjá aðra og varð að Samfylkingunni? (Fjórir flokkar í einn = fjórflokkur).  Er ekki helsta baráttumál nýfrjálshyggjukratana núna að koma Íslandi inn í EB?

Einu sinni var uppi sú hugmynd að flytja alla íslenskru þjóðina yfir á jósku heiðarnar í Danmörku.  Má ekki virkja þá hugmynd upp á nýtt og flytja þangað alla EB-JÁ-nana og leyfa okkur þverhausunum að búa hér í friði?

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 16:21

52 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er takmarkaður vilji til þess.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 16:40

53 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta með jósku heiðarnar er, eins og svo margt í söguskoðun þessa vesalings innbyggjra hérna, mýta.

þetta var aldrei til umræðu af skiljanlegum ástæðum.

þessi mýta var til vegna lygi sem kokkuð var upp í svokallaðri ,,sjálfsæðisbaráttu" sem er í líka mýta. það var aldrei nein sjálfstæðisbarátta. það sem gerðist var að íslendingar hættu að taka stóra styrki og stuðning frávinumsínum og frændum dönum sem höfðu beisiklí haldið lífi í essu aumigjans landi.

Nú, þegar þeir hættu því þá voru þeir danir afskaplega glaðir og lofuðu sig og prísuðu að vera loks lausir við vælið og skælið í innbyggjurum sem vonlegt var. Allt og sumt. þa var nú öll ,,sjálfstæðisbaráttan".

þessa lyfi með jósku heiðar kokkuðu innbyggjarhérna upp í þjóðrembingskasti einhverju sinni. það var í Móðuharðindunum þegar fregnir bárust fyrst af hamförunum, sem voru miklar hamfarir eins og fólk ætti að þekkja, þá var þegar tekið til umræu í daska stjórnkerfi hvernig hægt væri að hjálpa innbyggjurum hérna á allan hátt. þar bar margt á góma og margar tillögur eins og gefur að skilja. þ.á.m. kom ein tillaga fram hvort ekki þyrfti að flytja menn og konur að hluta til frá landinu því til bjargar vegna náttúruhamfaranna. Afskaðlega eðlilegt að þessari tillögu væri varpað fram því óljóst var hvernig astandið nákvæmlega var.

Í framþróun máls og er staðan skýrðist kom þessi tillaga ekkert til frekari umræðu náttúrulega.

Dæmigert fyrir vesalings þjóðrembingsbullukolla að vita þetta ekki enn ann dag í dag. Óskapleg fáfræði og innbyggð, innræktuð þjóðrembingsheimska.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2012 kl. 17:21

54 identicon

Nú gekk ómar bjarki of langt...allt of langt !!!!!

Að danir hafi haldið lífi í þessari aumu þjóð.... er ekki kominn tími til að berja þennan djö... aumingja ??

Ég býð mig fram í það verk, glaður !!!

Nefndu stað og stund ómar, ég LOFA þér að ég mæti, ansk... ræfillinn þinn..

Þið hin, afsakið orðbragðið, en nú fékk ég nóg af lýsingum þessa djö... landráðaaumingja sem dirfist að kalla sig Íslending !!!

runar (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 18:19

55 identicon

Maður kippir sig nú ekki upp við því ef danske javler elska ekki Ísland

Samúel (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 20:07

56 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er dæmigert fyrir rökþrota NEI sinna.

Talandi um að berja mann og annan. Er það til að hjálpa þínum málstað runar??

Svaraðu manninum frekar með rökum og heimildum og "lemdu" hann með visku og ritsnilld.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 20:15

57 identicon

eg skil runar vel tad er hrilingur ad vita ad svona  landráðaaumingjar skuli vera til eg held tad sje timi til komin ad tid bidjid tjod ikkar afsokunnar annars getid tid bara flutt til draumalandsins tid erud kvort sem er i miklum minnihluta

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 22:49

58 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gleymum ekki gullvægu setningunni hennar Evu Jóly:íslendingar mega aldrei finna uppá því að reyna að borga Icesave.

Ég skil alltaf betur og betur hvað þetta var rétt hjá Evu Joly. Engin getur borgað innistæðulaust, svikult og fallið bankaráns-fjármálakerfi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 00:00

59 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kæru Íslendingar. Nú er bara að skella sér í verkið:

1. Sendum Össur, Svavar Gestsson og Indriða H Þorláksson til Danmerkur.

2. Þeir bendi Drottningunni á að sjálfstæðisbarátta Íslendinga hafi verið einn alsherjar misskilningur frá upphafi.

3. Jón Sigurðsson frá Dýrafirði (eða hvaðan sem hann nú var) hafi ekki haft neitt umboð þjóðarinnar til að vinna að sjálfstæði hennar.

4. Umræddur Jón verði gerður útlægur að eilífu og stytta hans á Austurvelli verði fjarlægð nú þega, ásamt stallinum sem hún stendur á, enda stallurinn uppfullur af ranghugmyndum um sjálfstæðisbaráttu.

5. Hafist verði nú þegar handa til að Íslendingar verði aftur eins og Færeyingar, - hjáleiga í Danaveldi.

6. Hafist verði nú þegar handa um að sameina skerin (Ísland, Vestmannaeyjar og öll hin í Færeyjum) og nefna þau sameiginlega Færeyjar.

6. Ísland fái stöðu stærsta skersins í Færeyjaklasanum og allar náttúrauðlindir nýttar í þágu Danaveldis.

7. Danskan verði ríkismálið.

8.Alþingi verði lokað og öll stjórnsýslan færð til Þórshafnar í Færeyjum.

9. Lögþingið verði áfram í Þórshöfn, enda nær Brussel.

10. Tekin verði upp Færeyska krónan, sem er tengd DKK sem tengd er Evru.

11. Hátæknisjúkrahúsið verði valinn staður í Þórshöfn og Reykjavíkjurflugöllur lagður af, enda ekkert vit í að hafa sjúkrahúsið annarsstaðar en í höfuðstaðnum og Reykvíkingar hafa Keflavíkurflugvöll, ef þeir þurfa að skjótast til læknis.

12. Jóhanna segi nú þega af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt og afhendi völdin lögmanni Færeyja.

Er þetta ekki nákvæmlega það sem menn vilja?

Hvers vegna að fara löngu leiðina inn í ESB, þegar sú stutta er handan við hornið?

Benedikt V. Warén, 13.4.2012 kl. 10:31

60 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Asskoti ertu góður Benedikt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 10:35

61 identicon

Það er rétt hjá þér SleggjuHvellur, ég gekk fulllangt í ofstæki mínu gagnvart ómari og biðst ég velvirðingar á því.

Þegar maður les bullið frá ómari þá verður maður að læra að telja upp í tíu áður en maður svarar þvættingnum.

ómar má/á að ritskoða texta sinn einnig líkt og ég, hann mætti þ.a.l taka tillit til þess að allir Íslendingar bera ekki sömu andúð gagnvart landi sínu og hann sjálfur viðist gera.

Danmörk hefur aldrei verið velgjörðaland Íslands og verðu það aldrei. Þeir eru alls ekki alslæmir, en velgjörðamenn Íslands og danmörk á ekki heima í sömu setningu.

Það er staðreynd !

Mig langar að lokum að taka undir orð Áshildar..asskoti eru góður Benedikt...

Bestu kveðjur til ykkar flestra.

Íslandsvinur.

runar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 11:13

62 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allr er ég mælti viðvíkjandi afar gott samband Danmerkur og íslands eru sagnfræðilegar staðreyndir. Danir reyndust Ísland afar vel og hafa alltaf gert. þeir þurftu ekkert að koma með þessi handrit hingað upp td. þeir létu að eftir heimtufrekum innbyggjurum hérna Hitt er annað að ísland haði ekkert við þessi handrit að gera og mun betra hefði verið að Danir geymdu þau. Sennilega skemma innbyggjarar þau ef ekki éta hreinlega fyrir rest.

Ennfremur stendur allt er eg mælti sagnfræðilega sem stafur á bók. það er ekkert ég sem er að finna þetta upp. Eg er að segja sagnfræðilegar staðreyndir. þetta jóskuheiða bull er mýta og lygasaga. það eru margar svona lygasögur sem íslendingar bjuggu til á sínum tíma í sínum öfga og ofstækismálflutningi. Varla er það mér að kenna andskotinn hafi það.

Furthermore er það eigi mitt vandamál þó einhverjir vitleysingar séu viti sínu fjær í öfgaþjóðrembingi og leiki Jón Sterka í Skugga Sveini. það er þeirra vandamál. Not mine.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.4.2012 kl. 12:00

63 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ómar Bjarki er tröll. það á ekki að taka mark á neinu sem þessi afglapi segir eða skrifar, toppstykkið er það laust á honum. Það er alveg á hreinu! hann blaðrar og blaðrar, kallar samlanda sína hyski og heimskingja, hann á enga virðingu skilið á neinum vettvangi.. Að því sögðu, þá ætla ég ekki að biðja neinn afsökunar á því að hafa staðið með landi mínu og flest öllum íbúum þess í þessu ljóta máli!

Charles Geir Marinó Stout, 13.4.2012 kl. 12:50

64 identicon

Ómar, áttu þá við tímabilið frá 1602-1854 (ef ég man rétt) þegar danir frystu viðskipti Íslands við önnur lönd en þá sjálfa ??

Þegar danir þvinguðu okkur í hina ömurlegu einokunarverslun ??

Minn kæri Ómar..ekki kyssa vöndinn svona smeðjulega, það fer engum manni vel.

Danir eiga vissulega sínar fínu hliðar en sýndu þær sjaldan er við vorum undir þeim.

Það er margt gott við flestar þjóðir, líka okkar þjóð, ekki gleyma því Ómar.

Reyndar hef ég alltaf haldið því fram að við yfirgáfum dani á rangan hátt, við áttum að bíða eftir stríðslokum,það er það eina sem þeir hafa gegn okkur, en það er einungis mín skoðun.

runar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:41

65 identicon

   Mér varð á að nefna þetta með jósku heiðarnar, hvort sem sú saga er mýta eður ei, ég hefði alveg eins getað stungið upp á að senda EB-JÁ-nana til Winnipeg í Kanada eða Zimbabwe.  Meiningin var að dýrkendur EB flytji sig bara til fyrirheitna landsins og leyfi okkur þvermóðskuliðinu að vera hér í friði.

Hvað Dani varðar þá reyndust þeir okkur betur en aðrar þjóðir hefðu gert.  Englendingar hefðu aldrei látið okkur fá sjálfstæði, við værum með börnin okkar í breska hernum og töluðum "ísl"-ensku í dag.  Frakkar hefðu komið fram við okkur eins og aðrar nýlendur sínar.  Sama er að segja um Þjóðverja, Spánverja o.fl.  Nei, Danir voru okkur skástir þó margt megi eflaust tína til til að skammast yfir.

Evrópsku nýlenduveldin höfðu engan áhuga á okkur.  Englendingar og Frakkar t.d. hefðu svo leikandi létt getað hertekið okkur af Dönum, sett hér upp millilandahöfn vegna nýlendanna í Vesturheimi en gerðu það ekki.  Áhugin á landinu var ekki meiri en svo hjá þessum nýlenduherrum að þeir kepptust við að leggja heimin undir sig en létu okkur í friði.

En hvers vegna er verið að þvarga hér um Dani í þessu bloggi?  Var ekki verið að karpa um hvort InDefence, Kjósum.is og NEI-sinnar þurfi að biðja þjóðina afsökunar?  Ég get þó enganvegin séð að minnihluti þjóðarinnar, sem EB-JÁ-narnir eru séu öll þjóðin.  Eigum við ekki að halda áfram skítkastinu í hvort annað og látum Dani í friði.

Hvar er fundarstjórinn í þessu bloggi?

Jóhannes (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 15:04

66 identicon

Gott svar hjá þér Jóhannes.

En illa tek ég undir að danir hafi reynst okkur betur en aðrar vestrænar þjóðir hefðu gert, samt vil ég undirstrika það að danir voru ekki alslæmir.

Reyndar tók eitt nýlenduveldið, þú nefnir það í þínum pistli, okkur af dönum 10 maí 1940, skömmuðust sín einu sinni ekki fyrir þjófnaðinn, settu svo hér upp millilandahöfn við nýlenduna í vesturheimi, svo sú fullyrðing þín heldur illa vatni.

En þetta er vissulega útúrsnúningur hjá mér og alls ekki illa meint minn kæri...;)

runar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 15:59

67 identicon

... og ég er enn að bíða eftir að þið kumpánar hafið kjark til að koma fram undir fullu nafni. Úrþvætti og landsölumenn styðjast auðvitað við dulnefni

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 01:36

68 identicon

Hilmar Hafsteinss.

Það eru engin lög sem segja að fólk eigi að skrifa undir nafni. Ég skrifa undir mínu fornafni eingöngu. Engin hefur rétt til að krefja mig um föðurnafnið. Ef bloggareigandi kærir sig ekki um skrif mín, þá er einfaldast að þurrka þau út.

Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ég alltaf undir eigin nafni.Ekki voru allir sammála mér. Aðallega var ungir öfgasinnar á móti mínum skrifum. Svo illa vildi til að ég á eina alnöfnu á Íslandi. Nærri lá að ungir öfgasinnar myndu gera aðsúg að heimili hennar. Hún er þroskaheft, svo þetta hefði geta farið illa. Gott fólk kom í veg fyrir þetta á síðustu stundu. "Svo ef einhver hefur ákveðnar skoðanir, skrifið ekki undir fullu nafni".

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 11:55

69 identicon

Ómar.  Ertu hér að vitna í kredible fræðimenn eða þarf maður að grípa strax fyrir nefið.

ocram (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 12:40

70 identicon

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 11:55: Þetta er rakinn þvættingur í þér Jóhanna [einhversdóttir].

Íslenska bloggsamfélagið er útskitið og niðurlægt af nafnlausum aumingjum eins og hvell-sleggju bræðrum sem ráðast á menn og málefni úr launsátri og þora ekki fyrir sitt litla líf að standa reiknisskil skrifa sinna.

Ef þú ert ekki manneskja til að horfast í augu við "unga öfgasinna", með eða án aðstoðar lögreglu og persónuréttar, þá er illa komið fyrir þér. Bleyður vinna enga bardaga.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 13:14

71 identicon

HilmarHAFSTEINSSON

"RAKINN ÞVÆTTINGUR"

Hver gefur þér leyfi til að setjast í dómarasæti?

Hver hefur sagt að ég gæti ekki horfst í augu við öfgasinna?

Þú virðist ekki skilja skrifað mál. Ég sagði að aðrir gætu lent í klípu vegna þess að fullt nafn gefið upp gæti verið tvírætt.

Hver er að röfla um"lögreglu og persónurétt"? Alla vega ekki ég.. Bleyður. hefur þú nokkra hugmynd um hvað það orð þýðir?

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 13:30

72 identicon

Þessi bloggfærsla er ekkert annað en helvítis væl. Bloggari myndi greinilega sætta sig við það að reikningar annars aðila bærust heim til bloggskrifara á hans nafni og hann myndi borga þá möglunarlaust án þess að láta á það reyna hvort umræddur reikningur sé í raun hans.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 16:56

74 identicon

Dapurlegt þegar tröll ná að hertaka umræðu sem hefði mögulega getað orðið áhugaverð. Eftir að hafa lesið upphafspistilinn, sem ég get ekki tekið undir, en hefði mátt ræða af stillingu og með rökum, hefur málefnafíflinu Ómari Bjarka tekist að láta alla umræðuna snúast um sig og sína heimsku, fáfræði og minnimáttarkennd. Er ekki hægt að lyfta umræðunni á aðeins hærra plan en að ræða við og um þett fífl?

Brjánn (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 01:40

75 identicon

Ómar er gott sýnishorn af háværa minnihlutanum sem tapar öllum sínum orrustum og leiðtogarnir stimplaðir landráðamenn.

Ekkert fjárans esb hér. (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband