Styrmir hefur rétt fyrir sér.

Styrmir leynir stundum á sér. Við erum sammálaa með þetta atriði.

Kjarasamningarnir voru alltof háir og veldur því að verðbólgan hækkar óhóflega. Stærsti þátturinn er hækkun á opinberum gjöldum. Ekki síst í gjöldum sveitafélagana. Þessar hækkanir er bein afleiðing af kjarasamningunum.

Ég varaði við þessu aftur og aftur. Bæði hér og á eyjan.is og fékk mjög bátt fyrir.

Fólk vildi jafnvel miklu meiri hækkun... umræðan var komið á það stig að hafa 300-400þúsund króna lágmarkslaun og ég var kallaður landráðamaður að vilja háflegar hækkanir svo verðbólgan fer ekki af stað sem veldur því að lán heimilana hækkar um hundruði milljarða.

Í umdeildum málum þá hef ég alltaf rétt fyrir mér. Fólk finnst það kannski pirrandi en það er bara staðreynd. 

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þessir arfa vitlausu kjarasamningar og Icesave málið sýna svart á hvítu að þessi snillingar Vilhjálmur og Gylfi eru alveg úti að aka varðandi efnahagsmál. Hver hlustar á þá lengur?

Hvað hafa samningar félaganna kostað marga starfið? Hvað munu lán heimilanna hækka mikið vegna þeirra næstu mánuði? Við erum nú fjórða skuldugasta land heims og þeir félagar vildu bæta enn á þessar skuldir með Icesave! Á þessa menn á ekki að hlusta og bíða einfaldlega eftir að samtök þeirra skipti þeim út enda líta þau með eindæmum illa út með þessa menn í brúnni.

Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 18:46

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við erum komin í vítahring víxlhækkana greinilega. Þjóðarsátt nr. 2? Varla meðan við rífumst eins og hundar og kettir alla daga við íslendingar.

Kveðja að norðan.

ES. fésbókarnafn ykkar sleggja og hvellur?

Arinbjörn Kúld, 29.1.2012 kl. 20:43

3 identicon

Er semsagt engin leið fyrir stóran hóp fólks að fá bætt launakjör. Það hefur alltaf sínar afleiðingar.

Spyr sá sem ekki veit.

sleggjan (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 23:34

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er einungis hægt ef hjól atvinnulífsins fer af stað. Og þá er ég aðalega að tala um fjárfestingu. Þá helst erlenda fjárfestingu.

Það er ekki hægt að hækka launin með einu pennastriki. Það þurfa aðrir þættir að stiðja við þessa hækkun einsog SA hefur margbent á. 

En á þá var ekki hlustað. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband