Bara svo þú vitir Guðfríður....

Það er samtrygging stjórnmálamanna ef ENGINN VERÐUR ÁKÆRÐUR. Hvernig er hægt að fá það út ef það er samtrygging stjórnmálamanna þegar stjórnmálamaður þarf að svara til saka.
Guðrfríður stiður greinilega þessa samtryggingu.

Svo segir hún að engnn þingmaður vildi bara ákæra Geir
það er rangt.

"Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra. Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde."

http://eyjan.is/2010/09/28/althingi-samthykkir-33-30-ad-kalla-saman-landsdom-geir-h-haarde-verdur-akaerdur/

Þ.e
Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir og Skúli Helgason VILDU BARA ÁKÆRA GEIR.

Hvernig stendur á því að einhver bloggari einosg ég veit meira um þetta mál en Guðfríður Lilja og það er hún sem er að fara að kjósa um málið.

hvells


mbl.is Samtrygging stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá leiðrétting hérna.  "Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra. Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde."

Valgerður Bjarnadóttir var sammála Oddnýju og Magnúsi Orra um að ákæra 3 ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna.  Það voru bara Helgi og Skúli Helga sem vildu ákæra Geir.

Skúli (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 18:00

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

heimildir?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 18:31

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það hafa margir sagt að sá dagur þegar Samfylkingarþingmenn ákváðu að Geir Haarde færi einn fyrir Landsdóm, hafi verið einn svartasti dagur í þingsögunni. Sú atkvæðagreiðsla sagði einungis allt um innræti þingmanna Samfylkingarinnar.

Margir vildu að allir ráðherrarnir fjórir hefðu farið fyrir og aðrir að engir færu fyrir dóminn. Skítlegt eðli? Að öllum líkindum.  

Sigurður Þorsteinsson, 20.1.2012 kl. 00:13

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því Sigurður.

Það áttu allir fjórir að svara til saka.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2012 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband