Þessi flokkur nær ekki flugi

Ég mun ekki kjósa fjórflokkinn í næstu kosningum.

Hef verið að svipast um eftir nýjum framboðum.

Það eru Hægri grænir, Þjóðarflokkurinn, Ný framtíð og Björt Framtíð. Svo ætlar Borgarahreyfingin að sættast og sækja aftur fram.

 Eins og staðan er núna lýst mer best á Bjarta Framtíð. Þó stefnuskráin liggi ekki fyrir þá hafa þau komið með ýmis stefnumál í viðtölum undanfarið sem mér líst vel á.

 

Þessi Lilju flokkur held ég að muni ekki ná flugi. Mér sýnist þreytumerki vera á henni. Og ef að Guðfríður Lilja ganga til liðs við hana þá má alveg setja R.I.P stympil á þennan flokk.

 

kv

sleggjan

 


mbl.is Nýtt framboð kynnt í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þér líst best á nafna minn og "Bjarta Framtíð".

Hvaða málefni á stefnuskránni eru það þá helst sem höfða til þín?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2012 kl. 02:02

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stefnuskraín er einsog segir í færslunni ekki komin fram.

En Græn orka/hagkerfi, esb  og það að hann ætlar að staðsetja sig hægra meginn við miðju höfðar til mín.

En tek fram að ég get alltaf breytt um skoðun. Ég mun skoða stefnuskránna og hætti við ef það er eitthvað rugl-plagg

kv

Sll

Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2012 kl. 02:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En Græn orka/hagkerfi, esb  og það að hann ætlar að staðsetja sig hægra meginn við miðju höfðar til mín.

Það eru minnst þrjú ósamstæð hugtök í þessari setningu. Sá sem finnur þau öll fær evruna í verðlaun. Fyrst eina, og svo allar hinar þegar þeir henda þeim.

Og hvað áttu við með ESB, hver er stefnan varðandi ESB? Fyrir rétt svar fást aukaverðlaun (öll evrusentin sem verða líka að brotajárni bráðum).

En skil ég rétt að stefnuskrá nafna og Heiðu hafi enn ekki verið birt?

Hvernig veistu þá hvort hún inniheldur nokkuð af því sem þú styður?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2012 kl. 04:47

4 Smámynd: Sólbjörg

Flokkur Lilju mun verða fleygur og fær, aðal byrinn fær hún frá illa sviknu fólki úr úr báðum stjórnarflokkunum.

Stjórnmálaferli Steingríms er lokið það sá hann alveg um sjálfur því ekkert af stefnumálum VG hefur komist í gegn. Steingrímur ekki stjórnmálmaður hann er hættulegur valdasjúkur einræðisherra.

Sólbjörg, 18.1.2012 kl. 08:58

5 identicon

Guðmundur Ásgeirsson, þú spáir því að evrusentin verði að brotajárni bráðum.  Það er líka búið að spá því að US dollar verði að rusli í mörg ár vegna gríðarlegrar skuldsetningar Bandaríkjanna. En, dollarasent og evrusent er hægt að nota hvar sem er í heiminum og eru alvöru gjaldmiðlar. Hvað finnst þér þá um íslensku krónuna, sem þarf gjaldeyrishöft og verðtryggingu til að geta lifað, er hún gulls ígildi í þínum huga? Það hafa meira og minna verið gjaldeyrishöft allan tímann sem við höfum baslast með íslensku krónuna.

Margret S (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 10:17

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Guðmundur

Ég áskil mér rétt til þess að hætta að styðja flokkinn hvenær sem mér henntar. T.d.  ef mér líst ekki á stefnuskránna

 @Sólbjörg:

Ég held að Steingrímur hafi lengra pólítískt líf en Lilja. Þetta er bara svona mín tilfinning eftir að hafa fylgst með pólítíkinni í mörg ár.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2012 kl. 21:08

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

@ Margret S

Íslenska krónan er ekkert vandamál, það er bavíanarnir sem stjórna útgáfu hennar. Verðtrygging felur í sér uppgjöf gagnvart því vandamáli en ekki tilraun til að leysa það. Á evrusvæðinu er mönnum ekkert að ganga betur að leysa sín vandamál, þó aðstæðurnar séu ekki fyllilega sambærilega.

Ef þú ert að fiska eftir því hvað ég myndi þá vilja sjá í staðinn, þá er það kerfi þar sem því er stjórnað með reglum hvernig útgáfu gjaldmiðla er háttað og gætum því ávallt vitað hverjar afleiðingar ákvarðana verða áður en þeim er hrint í framkvæmd. Vandamálið við núverandi peningakerfi er að það er í senn einsleitt og ógagnsætt, alveg eins og svartur kassi, og það á við um flesta seðlabanka heims á einn eða annan hátt. Þessu þarf að breyta þannig að peningalegt aðhald geti virkað í báðar áttir alveg eins og lýðræðið, en ekki bara ofan frá og niður sem er valdastúktúr alræðisfyrirkomulags.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2012 kl. 02:44

8 Smámynd: Sólbjörg

Það hefur ekki reynt neitt á Steingrím sem pólitíkus fyrr en síðastliðin þrjú ár. Hann er engin stjórnmálamaður og dagar hans eru taldir.

1. Hann hefur gefið eftir ÖLL mál síns flokks.

2. Hann böðlast áfram með hótunum og lygum.

3. Virðir ekki stjórnsýslulög.

4. Fjölda þingmanna VG hefur sagt sig úr flokknum.

5. Hann hefur gegnið þvert gegn stefnu eigin flokks.

Sólbjörg, 19.1.2012 kl. 02:45

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@solbjorg

goður punktur.

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2012 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband