Íslendingar eru skynsamir.

Nú er þetta komið á hreint.

Það er kominn tími á það að NEI-sinnar hætta að bulla með að draga umsóknina til baka og leyfa almenningi að kjósa um samninginn.

 Það er vilji þjóðarinnar einsog þessi könnun gefur til kynna.

Þó að nokkrir pirraðir NEI-sinnar eru hræddir við of góðan samning og hræðast það þegar allur hræðsluáróður og lygarnar verða hraktar með samningnum þá er þetta vilji þjóðarinnar að klára þetta.

Og það ver að virða.

Íslendingar (flestir) eru skynsamir og vilja taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að þjóðaratkvæðisgreiðslu.

hvells


mbl.is Vilja ljúka aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég er innilega sammála fyrirsögninni.

Þess vegna eigum við ekki að vera hrædd við lýðræðið. Spyrjum þjóðina núna, í þjóðaratkvæði, hvort halda eigi áfram á þessari vegferð. Ekki taka af henni réttinn til að kjósa um málið.

Ef meirihlutinn segir já er hægt að halda áfram, af fullum krafti, með lýðræðislegt umboð frá þjóðinni. Ef meirihlutinn segir nei er hægt að beina kröftum sínum að einhverju sem er þarft, aðkallandi og uppbyggilegt.

Haraldur Hansson, 12.9.2011 kl. 12:17

2 identicon

En af hverju er allt í einu að marka skoðanakannanir um þetta efni? Nú er alveg ljóst að það var ekki einu sinni fagaðili sem sá um könnunina og ekkert leyndarmál að fréttablaðið styður aðildarumsókn

Hvernig væri að síðuritari útskýri fyrir okkur hvenær er að marka skoðanakannanir og hvenær ekki, svosum með tilvísunum til þess hver standi að þeim og hver sjái um þær

gunso (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 14:15

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

gunso.

Fréttablaðið er enginn sérstakur stuðningsaðili ESB.

Í fyrsta lagi er þetta meiri afgerandi þ.e 63,4% í stað 51%.

En hin konnunin var gerð fyrir hóp sem eru að reyna að draga umsóknina til baka.

Já Haraldur. Er ekki miklir kraftar sem munu fara í þessa þjóðaratkvæðisgreiðslu? Hver á að borga?

Fyrir utan hvað er fáránlegt að fara í þjóðaratkvæðisgreiðlu um hvort við eigum að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2011 kl. 14:44

4 identicon

Er fréttablaðið skyndilega ekki mikill stuðningsaðili ESB? Er það ekki álíka og að halda því fram að morgunblaðið sé ekki á móti ESB?

Önnur könnunin var gerð af fagaðila í þessum efnum, hin ekki...Í þessum tölum vantar inn þá sem ekki taka afstöðu t.d., er þetta ekki eitthvað furðuleg könnun þar sem allir taka afstöðu? Vantar einnig hve stórt úrtakið er

gunso (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 17:52

5 identicon

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/11/vaxandi_andstada_vid_adild_ad_esb/

64,5% samkvæmt þessari frétt sem voru andvígir inngöngu í ESB...Samkvæmt þér var þetta samt ómarktæk könnun, segðu mér er 64,5% ekki hærri tala en 63,4% ?

http://www.thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1184141/

gunso (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:00

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta var gert fyrir anstæðinga aðildar.

Takktu af þér íhaldsgleraugun og skoðaðu heiminn heildstætt.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2011 kl. 19:54

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessar tvær kannanir sem hér eru nefndar eru frekar merkilegar.

Ein könnunin sem gunso benti ár er fólk á móti inngöngu í ESB. Þá var spurningin einföld. Bara spurt um afstöðu til ESB. Án þess að vera búinn að sjá neinn samning eða neitt. Að mínu mati bara verið að spurja um pólítíska afstöðu. Sem er bara gott mál.

Svo er það hin könnunin sem er spurt hvort halda eigi áfram viðræðunum og fá þá að sjá samninginn í kjölfarið. Þar er meirihlutinn hlynntur að halda áfram. Það er auðvitað líka pólítísk afstaða  en líka ákveðin skynsemisafstaða. Forvitni jafnvel. Auðvitað ætti að vera eðlilegt að fá að sjá þennan blessaða samning sem verið er að vinna af. Taka svo afstöðu samkvæmt því sem stendur svart á hvítu í samningnum og þá koma hagsmunir Íslands betur í ljós en ekki verið að skjóta útí loftið.

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2011 kl. 20:17

8 identicon

Tjah, ég set enn fyrirvara um að niðurstöðurnar séu kynntar án þess að þeir sem ekki tóku afstöðu til könnunarinar séu birtir eins og venja er

Ég set líka fyrirvara við að fréttablaðið gerði könnunina en ekki fagaðili

Ég set einnig fyrirvara við ESB gleraugu Hvellsins um að fréttablaðið hafi ekki ígildi þess að vera yfirlýst stuðningsblað ESB

Ég set einnig fyrirvara við að spurningarnar voru ekki eins orðaðar, þ.e. að þessu með þjóðaratkvæðiðsgreiðsluna var bætt við spurninguna, en íslensk þjóð ætti nú að vita betur en svo að taka stjórnmálamenn á orðinu um að þeir ætli að gera eitthvað á óttalega lýðræðislegan máta

Aðallega set ég samt fyrirvara við almenna skynsemi Hvellsins um hvernig hin könnunin var ómarktæk þegar að spurningarnar sem spurðar voru birtar og ekkert athugavert við þær og framkvæmdin á vegum fagaðila

gunso (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 23:42

9 identicon

FYI:

MBL: á móti

Fréttablaðið: Með

DV: Veit ekki

Viðskiptablaðið: Semi Með

Frjáls Verslun: Með

Eyjan: Með

Pressan: Veit ekki

Smugan: móti

Bleikt.is: LOL

sleggjan (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband