Pólítik Gylfa er sú að berjast fyrir hag almennings.

Gylfi var ekki biðja fólk um að sniðganga íslenska vörur og vinnuafl. Þó að fólk fer frá lambakjöt yfir í nautakjöt þá er þetta sama íslenska framleiðslan. Þess vegna er þessi yfirlísing Aðalsteins villandi.

Gylfi er ekkert endilega ESB sinni. Þessi stefna hefur verið tekið í ASI með atkvæðisgreiðslu vegna þess að það var mat meðlimsmanna að ESB væri kjarabót fyrir almenning með lægra vöruverði og lægri vexti og enga verðtryggingu.

Hann Gylfi lét svo betur fer heyra í sér þegar einokunarstjétt ætlaði að hækka verðið um 25%. Með tilheyrandi hækkun á verðtryggðu lánunum okkar um MILLJARÐA.

Hann hefur í raun barist fyrir öðrum hækkunum vegna gengsifall krónu með því að berjast fyrir ESB og upptöku evru. En að öðru leyti þá er samkeppni á almennum markaði (einokun í landbúnaðinum) og því lítið gagn í að mótmæla verðhækkunum á t.d körfuboltaskóm. Þar á samkeppnin að sjá um sína.

hvells


mbl.is „Lyktar af pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni&co(sleggjan) Leiðrétting

Hann er EKKI að berjast fyrir almenning, enda stiður hann helferðarstjórnina

Hann er EKKI að berjast fyrir neytendur, því hann hefur þagað þegar skattar voru Hækkaðir

Gylfi ER harður ESB sinni http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1163577/ og innmúraður Samfylkingarmaður

 420 kr. í 525 kr. veldur ekki 25% hækkun, hvar lærðir þú hagfræði? Varan kemur til með að kosta um 1000 kr þegar hún er komin út í búð og kostar þar 2200 kr/kg. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.7.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er í höndum Alþingis að hækka eða lækka skatta. Gylfi sér ekki um það.

En ASI hefur tekið þá afstöðu að vera fylgjandi ESB vegna þess að það gefur verkafólki betri lífskjör, lægri vexti og lægra vörverði. Gylfi er að framfylgja þeirri stefnu burt séð hvað honum finnst persónluega um ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 11:45

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvert þó í hoppandi..Nú heimta Bændur hærra verð fyrir beljukjötið því það selst vel..Hver adskotinn er hlaupinn í afturendann á þessum kúasmölum..þetta er svo sem í lægi mín vegna ég á nóg af Æðarfugli og Svartfugl til að éta..Æðurinn er betra en Beljukjöt....

Vilhjálmur Stefánsson, 18.7.2011 kl. 11:48

4 identicon

Brynjar

 Finnst þér jákvæðar fréttir að matvöruverð hækkar?

sleggjan (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 15:46

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Vilhjálmur, Æðarfuglinn er friðaður allt árið um kring, þannig að þú ferð í fangelsi ef þú drepur svoleiðis og nei, það er ekki nóg af Svartfugli, þar sem langvarandi viðkomubrestur hefur verið

Bjarni&co, Er það ekki Gylfa að berjast gegn skattahækkunum eða á hann bara að stiðja sinn uppáhalds flokk?

Sleggjan, fynnst þér jákvætt þegar laun hækka?

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.7.2011 kl. 16:07

6 identicon

Fyrir það fyrsta þá held ég að Gylfi sé sjálfur búinn að standa fyrir vísitöluhækkun á þessu ári.

 Það að bændur vilji hækka er náttúrulega ekkert nema eðlilegt sbr hvað öll aðföng hjá þeim hafa hækkað.

Og herra sleggja, hefur þú búið í ESB landi sem verkamaður eða bara í ESB landi yfirleitt?

Stjáni (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 16:17

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stjáni

Ég hef búið í ESB landinu Bretlandi sem verkamaður og hafði það mjög gott.

Ég hef einnig búið í Damörku sem nemi og hafði það ágætt ... þangað til krónan fór að falla. En það er ekki ESB landinu Damörku að kenna. Meira svona EES krónulandinu Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 16:33

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Brynjar

Gylfi er skynsamur maður. Það er ekki nóg að berjast fyrir skattalækkun án þess að segja hvar á að skera niður á móti. Eða hvaða gjöld á að hækka í staðinn.

En Gylfi hefur barist fyrir að VG hætti að halda atvinnulífinu í gíslingu. Ef barátta Gylfa skilar sér þá verður tekjur ríkissins meiri og því meira svigrúm til að lækka skatta.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 16:37

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gylfi setti í samninginnn að tryggingagjaldið skal lækka meðfram minnkandi ativnnuleysi. Tryggingagjaldið er bara skattur. Þannig að hann hefur verið að beita sér fyrir skattalækkun.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 16:38

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti." Vísir Október 2006

Gylfi Arnbjörnsson er Samfilkingarpési og er að þjóna hagsmunum þeirra í ESB vegferðini.

Hvað finnst Maltverjum fimm árum eftir inngöngu í ESB?:

"Only 37.2% think we’re better off"

Ánægjan með ESB virðist láta á sér standa og þá  SÉRSTAKLEGA hjá almenningi:

Secondary School (Fjölbraut - Iðnám - Menntaskóli)
Better  31%
Worse  40.6%
Same  19.4%
Don’t know  9%

60% Maltverja með framhaldskólamenntun telja sig eins eða verr stadda en fyrir inngöngu í ESB.

Primary (Grunnskólamenntun)
Better  29.9%
Worse  45.5%
Same  15.6%
Don’t know  9%

60% Maltverja sem lokið hafa grunnskólaprófi telja sig eins eða verr stadda en fyrir inngöngu í ESB.

Vert er að geta þess að langflestir í þessum tveimur hópum eru skjólstæðingar Gylfa. Reynsla Maltverja segir að skjólstæðingar Gylfa munu ekkert fá út úr inngöngu í ESB.

Eggert Sigurbergsson, 18.7.2011 kl. 17:14

11 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni&co, Hvar á að skera, ég myndi seigja í ESB umsókninni og ég hugsa að þú verðir mér ósammála, það er annars ekkert víst að innkoman dragist saman, þegar skattarnir voru hækkaðir kom jafn mikið inn ef ekki minna, hversu mikið heldur þú að sé nú unnið svart? Einnig, peningurinn sem launþegar fá aukalega hverfur ekki eða tapast, hann fer í að borga skuldir(bankinn), kaupa mat, fatnað eða skemmtun. Er skatturinn ekki þar líka? Og annað, af hverju þarf ég að seigja menntuðum Hagfræðingnum þetta? Ég hef miklar áhyggjur af því námi sem þú hefur fengið(seiglist hafa fengið, hvort þú hafir lært hagfræði er svo annað mál).

Væri Gylfi skynsamur maður, þá væri hann ekki með þessar fullyrðingar, því hann hefði vitað að hækunn launa hækkar verðlagið og þá hefði hann ekki krafist hærri launa heldur meri skattaflátt, lægri skatta eða því um lígt. ASÍ á að halda utan um málefni launþegans og þar er líka verið að deila á ríkið

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.7.2011 kl. 17:20

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hér er Danska velferðin og hér líka.

Hér er hin frábæra Danska stjórnsýsla.

Svo virðist að hið merkilega ESB innganga hafi ekki gert mikið fyrir hundruðu þúsunda dana.

Eggert Sigurbergsson, 18.7.2011 kl. 17:29

13 identicon

Ég þekki fólk sem bjó í ESB landinu Lúxemborg og hafði það mjög gott, en það er ekki eina landið.

Svo er spurning hvort maður á að taka mark á því þegar þú bjóst í DK á kostnað ríkisins, væntanlega með niðurgreiddum lánum fyrst íslenska krónan hafði e-ð að segja... ekki nema þú hafir verið búinn að safna hér á íslandi fyrir brottför ;). En hafa vinnandi ítalir, frakkar, spánverjar, grikkir, portúgalar, pólverjar eða bara yfir höfuð einhverjir vinnandi menn í ESB það betra þökk sé ESB eða Evru?

ESB er hinsvegar mjög gott fyrir blýantsnagara úr HÍ sem vantar vinnu eða styrki á vegum ríkisins eða báknsins... ekki okkur hin :)

Ég bjó í mörg ár úti og umgekkst fólk í atvinnurekstri og vinnandi menn... hitti ekki einn sem hafði eitthvað gott um þetta að segja. Nema kanski stöku kanahatara ;)

Stjáni (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 18:02

14 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ekki má gleyma að Gylfi barðist á móti því að verðtryggingin yrði afnumin og vísitala fryst miðað við janúar 2008. Það hefði verið ein mesta kjarabót sem almenningur hefði fengið frá upphafi lýðveldisins.

Eggert Guðmundsson, 18.7.2011 kl. 21:04

15 Smámynd: Dexter Morgan

Er einhver, í alvöru, að hlusta á, eða fara eftir því sem þessir "meintu" verkaLÝÐS-belgir eru að ropa. Temjið ykkur bara það að gera ÞVERöfugt við það sem þeir segja. ALLT sem frá þeim kemur og þeir gera, er upp á eiginhagsmuna reikninginn, EKKI fyrir verkalýðinn í landinu. Prump og rophænsni, allir saman, nema þessi á Akranesi.

Dexter Morgan, 18.7.2011 kl. 23:50

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"allir saman, nema þessi á Akranesi. "

Hva?? Lýðskrumarinn sjálfur Vilhjálmur Birgisson.

Sem vildi hækka laun úr öllu hófi og koma óðaverðbólgu á... sem mundi hækka lán almennings um MILLJARÐA.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 08:13

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Brynjar

Það er rangt mat hjá þér að gera ráð fyrir að allur þessi peningur verður eftri á Íslandi.

Helstu munaðarvörur eru innfluttar.

Þegar fólk fær óvænt pening á milli handanna þá er möguleiki að þeir fara til útlanda og eyði peningunum þar.

Þar af leiðandi hverfa þessir peningar út úr hagkerfinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 08:15

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stjáni

Já það er gaman af þessu. Ég var nú ekki á niðurgreiddum lánum. Ég var á verðtryggðum násmslánum sem ég þarf að endurgreiða af fullu. 100%

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 08:17

19 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni&co, Þú raunverulega hefur ekki lært hagfræði þó þú kallir þig hagfræðing. Þú hefur endanlega sannað fyrir mér að fólk þarf hvorki að mæta í tíma né próf til að verða hagfræðingur. Þú og Gylfi eruð eins og bakari sem þekkir ekki hveiti frá sykri, smoður sem þekkir ekki málm frá við eða pípari sem þekkir ekki vatnsleiðslur frá rafmagnsleiðlsum

Í dag fer hjá flestum allur umframpeningur í að borga niður skuldir eða að kaupa eitthvað sniðurgt eða í matinn,skiptir engu málihvað það er, þar er VSK, það vita allir sem hafa setið einn tíma í hagfræði

Brynjar Þór Guðmundsson, 19.7.2011 kl. 09:18

20 Smámynd: Kommentarinn

Umframpeningur Íslendinga hefur alltaf farið að miklu leiti í utanlandsferðir. Mín kenning er að það sé vegna veðurs:Þ

Allavega þá eru utanlendsferðir komnar á sama level og þær voru árið 2004.

http://www.visir.is/mikil-aukning-a-utanlandsferdum-islendinga/article/2011110709194

Kommentarinn, 19.7.2011 kl. 09:57

21 Smámynd: Kommentarinn

Annars er ég ánægður með að Gylfi taki upp hanskann fyrir neytendur. Þó að neytendur séu 100% þjóðarinnar þá hefur þessi hópur merkilega máttlausa talsmenn.

Málflutningur þeirra sem eru fylgjandi höftum er að útlenskt kjöt sé ekkert ódýrara. Af hverju má þá ekki aflétta höftunum? Ef íslenskt kjöt er svona ódýrt þá hljóta neytendur að kaupa það frekar en það innflutta. Í einu orði tala menn um að íslenskur landbúnaður sé svo æðislegur en í öðru að hann mundi aldrei geta staðist erlenda samkeppni.

Landbúnaður myndi vissulega breytast við afnám hafta og minnkuðum ríkisstuðningi en væri það endilega slæmt? Kerfi sem þarf svona mikinn stuðning hlýtur að vera í eðli sýnu mjög óhagkvæmt. Viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi óhagkvæmu kerfi?

Neytendur eiga að mínu mati að hafa val um hvað þeir kaupa og þegar við berum saman verð þá verður maður líka að taka með í reikninginn þessa 10-12 milljarða sem fara í ríkisstuðning við landbúnaðinn árlega.

Mér reiknaðist til eitthvað árið að við værum að borga ca milljarð með þessu lambakjöti sem er flutt út árlega. Er það eðlilegt að niðurgreiða vöru til útflutnings? Við erum að gefa hátt í annað hvert kíló. 

Kommentarinn, 19.7.2011 kl. 10:44

22 Smámynd: Landfari

Sleggjan og Hvellurinn, það er nokkuð ljóst að þú eða þið hafið nú ekki hlustað eftir því sem verkalýðsforinginn á Skaganum var að segja.

Hann vildi ekki að allir launþegar yrðu í samfloti því hann vissi sem var að það er meira borð fyrir báru hjá sumum fyrirtækjum en öðrum til launahækkana.

Að hækka laun hjá þeim sem eingöngu selja hér innanlands er lítið sem ekkert svigrúm og því fer launahækkunin öll út í verðlagið.

Hjá þeim fyrirtækjum sem selja og hafa tekjur í erlendri mynt hefur eðli málsins samkvæmt myndast svirúm þegar gengið hefur fallið um 100%.

Ef við hefðum borið gæfu til að fara leiðina hans Vilhjálms og hækkað svolítið ríflega launi hjá þeim sem notið hafa tekjuaukningarinnar sem af gengisfallinu leiddi, fiskverkafólki, stóriðjunni og fleirum myndi það skapa aukna veltu hér innanlands, sem aftur gæfi þeim sem eru eingögu á innanlandsmarkaði aukið svigrúm til launahækkana án verðlagshækkana.

Landfari, 19.7.2011 kl. 12:13

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Brynjar minn

Þú ert alltaf jafn elskurlegur kallinn minn.

Fyrsta málsgrein þín og sú lengri talar þú um hveiti og bakara og annað slíkt. Mjög fínar líkingar en þú ert ekkert að rökstiðja neitt í þínu máli.

Svo segjiru að flestir sem fá umframpening FLESTIR... ekki allir. Ég sagði aldrei að allur peningur fer til útlanda. Ég sagði að það gæti verið að hluti af þessum peningi fer til útlanda. Ef þú lest komment nr 17 þá sérðu það vel.

"kaupa eitthvað sniðugt" segjir þú. Ok eitthvað sniðugt er t.d ipad, nýr sími eða gps tæki... jafnvel LAVAlampi. Allt þetta er innflutt. Ég var að meina þetta þegar ég sagði munaðarvörur þ.e ekki nauðsýnjavörur (matur og föt). Þú drullar yfir hagfærðiþekkinguna mína og síðan ertu að stiðja mína eigin kenningu. Sem meikar ekki sens svona í venjulegri umræðu. Vissulega eru þessar vörur í hærra skattþrepi 25,5% en það breytir því ekki að það eyddist gjaleyri í þessar vöru. Svo má geta þess að þú lærir um virðisaukaskatt í skattskil og skattarétti... aðalega. Ekki í hagfræði. Það er að sljáfsögðu farið eitthvað í VSK í hagfræði en það er farið mun dýpra í VAskinn í skattskil heldur en nokkurntíman hagfræði. Þetta er kallað Value added tax í hagfærði og þú getur möglega tekið einhverja tíma sem er farið í vel í þetta vsk dæmi en þessi fög eru allavega ekki í boði á Íslandi

Vissulega borga margir skuldir sínar við banka. Er það ekki peningur út úr hagkerfinu vegna þess að erlendir kröfuhafar eiga bankana?

Það er mjög undarlegt að þú sakar mig um að kunna ekkert í hagfræði og það skýn gjörsamlega í gegn að þú hefur ekkert vit á hagfræði. Hefuru tekið einhverja hagfræðitíma ef ég má spurja. Og tilgreinu við hvaða skóla (háskóla eða framhaldskóla)

Þegar þú ert í millistéttinni (þ.e ert ekki það fátækur að þú hefur ekki efni á mat) og færð meiri pening þá er venjan að þú kaupir ekki meiri mat. Þú þarft bara ákveðinn mikinn mat og matarneysla eykst ekki mikið að viti þá maður fær meiri pening. (t.d Borðar Bill Gates ekkert meiri mat en margir aðrir þó að hann sé ríkur). Ísland hefur var mjög fátækt land í byrjun 19.öld og þar fór mestallar ráðstöfunartekjur í mat en þessi hlutfall eyðslu í mat hjá Íslandi fer minnkandi vegna þess að fólk á meiri pening á milli handanna og það er takmarkað hvað fólk getur borðað mikið. En á móti eykst munuaðravara mikið t.d flatsjkjáir, útanlandsferðir og fleira.

Þú segjir að ég kann ekkert í hagfræði vegna þess að þú þykist vita í hvað fólk eyðir sínum peningi. En málið er að þú hefur bara EKKERT vit af því hvað fólk eyðir sínum peningi í.   Vissulega eru einhverjir sem kaupa bara meiri mat með hærri ráðstöfunartekjum. En það gætu líka nokkrir einstaklingar farið til útanda. Ég mundi telja það líklegt. En við vitum hvorugur hvort sú er rauninn. Við gætum aldrei sannað það. Að tengja það við hagfærðiþekkingu er alveg fáránlegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 12:47

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Brynjar.

Ég var að lesa kemmentið þitt aftur. Það lítur út fyrir það að þú telur mig ekki hafa neitt vit á hagfræði vegna þess að ég veit ekki að það er VASKUR á vörum.

Er það rétt kenning hjá mér??

Þú virkilega heldur að ég veit ekki að það er virðisaukaskattur á vörum?

Ég get upplýst þér það hér og nú að ég á og rek fyrirtæki meðfram starfi og námi og ég þarf að skila VSK-skýrslum á tveggja mánaða fresti einsog mörg fyrirtæki og virðisaukaskattur kemur mikið við sögu við reksturs og bókahalds í mínu fyritæki sem ég er búinn að reka í næstum þrjú ár.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 12:54

25 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kommentarinn

Takk fyrir innlitið og ég er sammála það sem þú segjir um landbúnaðarkerfið. Svo jarðarir þú glórulausu kenningu Brynjars um að aukin kaupmáttur leiðir ekki til að hluta ... utanlandsferðir

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 12:58

26 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni&co, Mér er umhugað um faglegt, ef ég þarf að draga í efa hagfræðiþekkingu þína,(svo vægt sé til orða tekið) til að fá þig á tærnar, þá verður að gera það. Ekki veit ég hvað þú kannt en ekki hefurðu að sína það hér að ofar, þetta virkar inná gólfi á lærlinga ef þeir detta í þægilegan comfort zone sem og sveina og meistarana, og vonandi/sennilega hagfræðinga líka. Þér dauðlangar að sína og sanna að þú vitir betur en ég tel þig gera, er það ekki. Ég hef dregið það af fleirum en bara vaskinum.

Það er ekki bara VSK sem situr eftir því það verður eftir álagning og tollur líka, ekki satt? Margt af því sem er flutt inn er ekki alveg gagnslaust, skoðaðu tölvuna og eldavélina bara sem dæmi. 

Bjarni&co og komentarinn, þú getur skrifað 2 utanlandsferðir á mig og aðrar 2 á konuna. Í hvorugri ferðinni vorum við saman megninu að vinna og allt til Kastrúp. Sleggjan, ég held ég hafi nemt það að konan mín sé frá suður Svíþjóð, ef ekki þá veistu það núna. Langar þig að giska hvernig við gistum og hvað annað dregur okkur? Hversu margir eru að "Skreppa" í vinnu? Það væri gaman að vita.

Bjarni&co og  kommentarinn,Styrkur(greiðslumarkið) er 6000 kr á ærgildið eða 3000 kr á hvert lamb innan greiðslumarksinns, hvert er verðmæti hvers lambs þegar það er fullunnið, Kjöt og ull. Reyndar þá eru bara 368.457 ærgildi á Íslandi og heildar styrkir eru 2.080 millj(2009) þannig að það sem fellur fyrir utan markið er aðeins styrkt um 1.200kr en það er fyrir gæðavottunini. Ég vil svar með útreikningunum Bjarni&co og ekkert kjaftæði .Ég veit hert svarið er fyrirfram en ég vil sjá þig vinna aðeins. Síndu og sannaðu að þú vitir meira en það ekkert/lítið um hagfræði sem þú hefur í gegnum tíðina sýnt. Sannaðu að ég hafi rangt fyrir mér með Hagfræði þekkingu þína. Ég vil útreikninga, gróft hvað ríkið fær og hvað hvað allir aðrir fá og þar máttu hafa allt í eitt af hverju lambi og þá sérð þu/ég/aðrir  hvað fæst fyrir hvert lamb innan marks(3000kr styrk) og utan (1.200 kr). Þú hefur nægan tíma til að blogga, þetta tekur ekkert langan tíma.

Ég fæ það oft á tilfinninguna að það vanti eitthvað í það sem þú setur fram, vaskurinn, deilan um lambakjötið, Icesave og jafnvel ESB eru góð dæmi um það. Þú átt að vita að 25% hækkun frá bónda til sláturhús er ekki 25% alla leið þó það hækki vörunna því bóndinn fær minnst fyrir lambið, önnur hækkun er þá verslunin eða sláturhúsið sem hækkar og telst það á þá. Þegar hveitið hækkar úr 13 kr/kg í 120kr/kg þá hækkar brauðið ekki um 900%, það hækkar um (107*0.3)=32.10kr(500g brauð).

 Annars,ef Gylfi er svona mikill baráttumaður fyrir hag neitenda, hvað er hann að seigja um hækkun á olíu og bensíni? Hann réðst á bændurnar strax nokkrum tímum eftir en nú á þriðja degi hefur ekki herst múkk, hvernig stendur á því? Hvað hefur bensínverðið hækkað mikið á síðustu 3-4 árum?

Brynjar Þór Guðmundsson, 19.7.2011 kl. 18:51

27 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gylfi er búin að gera ísland að láglaunalandi og vill halda því þar.Hann talar um mikinn hagnað fiskvinnslufyrirtækja en vill alls ekki að fiskvinnslufólk fái aukna hlutdeild í arðinum.Hann segir að allir skuli hafa sömu lágu launin, ekki megi hækka hjá einni atvinnugrein, þótt hún sýni mikinn hgnað,því þá krefjist fólk í öðrum atvinnugreinum líka hækkunar.Með þessari stefnu verða öll störf láglaunastörf sem er orðin staðreynd.Gylfi segir að halda verði fyrirtækjum gangandi sem hafa í raun engan rekstrargrundvöll.Stefna Gylfa bitnar harðast á fólki á landsbygðinni sem vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og í stóriðju.Það á að reka Gylfa strax, hann vinnur gegn verkalýðnum og er loddari.

Sigurgeir Jónsson, 19.7.2011 kl. 21:33

28 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sleggjan og hvellurinn er líka loddari,gefur ekki upp nafn og lýgur því sjálfsagt lika að hún,hann, sé í einhverjum rekstri.

Sigurgeir Jónsson, 19.7.2011 kl. 21:37

29 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég myndi frekar halda að S&H væri millistjórnandi hjá ASÍ. Gylfi froðufellir varðandi þessa hækkun á lambakjöti og er náttúrulega í ESB sandkassaleik fyrir hönd samfylkingarinnar. Lítið hefur heyrst í pilti þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir á öðrum neytendavörum t.d. bensíni. Þeir hjá FÍB eru þeir einu sem mótmæla því af einhverju viti. Svo vill Gylfi halda íslenskum almenningi áfram í fjötrum verðtryggingar. Íslendingar sem flytja til Noregs og taka bílalán frá andlegt áfall þegar það kemur í ljós að lán lækka (ótrúlegt en satt og það á nokkrum árum) þegar þau eru greidd en hækka ekki eins og er náttúrulögmál hérlendis.

Guðmundur St Ragnarsson, 20.7.2011 kl. 08:53

30 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Úr frétt moggans í morgun: "Verð á reiðhjólum hefur hækkað um 72,2% á síðustu þremur árum. Þetta er miklu meiri hækkun en á bílum sem hafa hækkað um 32,2% á sama tíma."

Koma svo ASÍ. Eigum við ekki líka að sniðganga reiðhjól?

Guðmundur St Ragnarsson, 20.7.2011 kl. 09:21

31 identicon

@Brynjar: Enginn skrifari hér á síðunni er með Hagfræðipróf. En hægt er að vita margt um hagfræði án þess að vera með prófgráðuna. Og jú, einn aðili hér stendur í atvinnurekstri.

Svo erum við að flytja út lambakjöt sem er styrkt um 1200kr. Hvaða vitleysa er í gangi í þessu landi.

@Sigurgeir: Þessi bloggsíða er ekki alfarið nafnlaus. Það er ábyrgðarmaður á síðunni og sá maður er penni hér á síðunni.

sleggjan (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 01:29

32 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sleggjan 21.7.2011 kl. 01:29 

http://gudbjornj.blog.is/blog/bubbi/entry/1115350/ færsla no 8

http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/1130532/    færsla no 9

 ég man ekki hvar fleiri voru en þær vantar ekki

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.7.2011 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband