ESB Já takk

Við viljum að aðildarsamningur tryggi meðal annars eftirfarandi:

• Íslendingar fái aðgang að öllum stofnunum ESB og verði fullgildir þátttakendur við allar ákvarðanir

• Íslendingar geti tekið upp evru sem allra fyrst

• Neytendur fái notið lægra verðs matvæla með afnámi tolla

• Neytendur hafi frelsi til að kaupa vörur og þjónustu án hindrana eða aukagjalda frá öllum ríkjum ESB, t.d. með netverslun

• Efnahagslegur ávinningur Íslendinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður

• Verndunarsjónarmiða verði gætt þannig að náttúruauðlindir Íslands nýtist framtíðarkynslóðum Íslendinga

• Íslendingar haldi fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum

• Markviss stuðningur við dreifðar byggðir verði tryggður

• Íslendingar hafi frelsi til að styðja landbúnað

• Íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB

• Ísland verði ávallt herlaus þjóð og Íslendingar þurfi aldrei að gegna herskyldu

 

Aðstandendur Þrumunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Semsagt algerlega vonlaust dæmi.  Kynnið ykkur nú málin elskurnar mínar áður en þið gerið ykkur að fíflum öllu oftar.

Bara vinsamleg tilmæli. Þetta eru ekki trúarbrögð.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2011 kl. 02:25

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Steinar, Farðu fyrst sjálfur eftir þínum eigin ráðum áður en þú gefur þau til annara.

Jón Frímann Jónsson, 1.7.2011 kl. 04:46

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Stendur ekki esb fyrir: „ekkert sem brosir". Enda brosir engin lengur yfir því að hafa samþykkt að fara þar inn í land afturhalds og kúgunar.

Ómar Gíslason, 1.7.2011 kl. 05:23

4 identicon

Mér finnst þið í "sleggjunni og hvellinum" leggja fram máliin með skort á skynsemi og sýna fram á stórkostlega veruleikafirringu.

Svona upphrópanir eins og þið leggið fram hér að ofan eru ekki líklegar til árangurs fyrir ykkur, enda lítil rök þar að baki. Sem er vel.

Förum aðeins í grasrótina, ESB á eingan rétt á sér í þessari myndi frá upphafi. Í dag er þetta bara apparat sem gengur fyrir því einu að "fæða sjálft sig", þ.e.a.s. viðhalda þesu "svarta gati" í tilverunni sem að stofnunin er. Og ekki halda áfram að dreyma um að Ísland eitt landa fái einhverju að ráða um eigin hagi umfram önnur aðildarlönd. Takið raunveruleika pilluna ykkar í dag, það er ekki seinna vænna.

Kær kveðja úr innviðum ESB

Hörður Þór Karlsson (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 06:38

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig gengur á sósíalnum þarna úti í ESB draumnum Jón Frímann?  Ertu kannski kominn heim?

Ég hef kynnt mér þetta betur en þú þorir að vona kallinn minn og nóg til að geta tekið saman allar þínar lygar og skrumskælingar í gegnum tíðina.  Þú ert ekki trúlaus Jón minn, þú hefur bara flutt vanmátt þinn á hendur annarrar draumaforsjár eins og aðrir drullusokkar, sem ekkert leggja til samfélagsins né hafa sjállfsbjargarviðleitni.

Þú hefur tekið stöðu gegn hinum vinnandi stéttum og með styrkþegum háskólaelítunnar, sem þyggur 10 milljarða á ári frá ESB. Hefurðu aldrei spurt þig í ljósi þess af hverju ákefð þeirra fyrir inngöngu er svona makalaus?

Bara svona til að jafna upp fúkyrði þín og dónaskap í þessari umræðu til þessa, þá leyfi ég mér að vera berorður, því ég hef aldrei á langri ævi fyrirhitt jafn skyni skroppna mannveru.  Þó er þjóð þinni til ævarandi skammar og aðhláturefni allra hugsandi manna. Amen.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2011 kl. 06:53

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Því miður er þjóðaratkvæðagreilslan bara ráðgefandi og þar sem þingmenn eru aðeins bundnir af sannfæringu sinni þá er þingmenn gera það þá er langt því frá að vera meirihluti fyrir þessu eins og þingið er samsett í dag.
Það er þó aldrei að vita hvað þingmenn vg gera, þeir hafa sýnt að seta í ríkisstjórn er ofar þeirra stefnu og hugsjónum.

Óðinn Þórisson, 1.7.2011 kl. 10:08

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Ómar: Skemmtileg skammstöfun.Hnyttinn.

 @ Hörður þessir punktar eru teknir af esb síðunni http://www.jaisland.is/umraedan/askorun-stondum-saman/  , við vorum sammála þessum punktum. Fínt að ganga í ESB , laga landbúnaðinn, lækka toll (lægra vöruverð) og koma stjórnsýslunni í lag. Ekki var hún að virka í góðærinu, hruninu eða eftirmála.

Megum við ekki taka við erlendu fé for once..

annars skulum við íbúar þessa land kjósa um samninginn og meirihlutinn ræður, þurfum ekki að hata í millitíðinni.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2011 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband