Föstudagur, 14. febrúar 2014
Frosti Sigurjónsson á móti réttarríkinu
http://andriki.is/post/76568551219
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins spurði að því á dögunum hvort vinstri grænir þekktu ekki mun á dóms- og löggjafarvaldi. Tilefnið var að flokksráðfundur VG hafði samþykkt ályktun um að ákærur á hendur þeim níu einstaklingum sem voru á meðal þeirra sem héldu uppi friðsömum mótmælum í Gálgahrauni verði afturkallaðar.
Karl spurði því:
Og hvert er Vinstri hreyfingin grænt framboð eiginlega að fara? Hefur þessi flokkur aldrei heyrt getið um aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds? Hér hikar flokkurinn ekki við að ganga inn á svið ákæruvaldsins og færa það undir hið pólitíska vald.
Við þessa ádrepu Karls varð Vefþjóðviljanum hugsað til viðtals við Frosta Sigurjónsson alþingismann fyrir mánuði. Þar var Frosti einu sinni sem oftar að útskýra níföldun á bankaskatti á valin fjármálafyrirtæki og undanþágu fyrir önnur:
Tilgangur þessa skatts er það bæta ríkissjóði það tjón sem ríkissjóður varð fyrir í hruninu. MP banki er vissulega ekki einn af þeim bönkum sem tók þátt í því tjóni og það hefði mátt færa rök fyrir því að hann ætti alls ekki að greiða neinn skatt en hann greiðir samt skatt samkvæmt þessu. Honum er ekki algerlega hlíft.
Hér lýsir Frosti því hvernig löggjafinn tók sér dómsvaldið sem venjulega kveður upp úr um hvort menn fái bætur fyrir tjón. Alþingi virðist hafa ákveðið að sækja bætur til nokkurra aðila án þess að fara hinu hefðbundnu leið að sækja þær fyrir dómi. Hin vandaða viðskiptanefnd Alþingis, undir forystu Frosta, rannsakaði málið og gerði tillögu um hæfilegar bætur til ríkisins og hver ætti að greiða þær. Ekki var talin þörf á að hinir meintu tjónvaldar fengju að halda uppi vörnum.
Karl Garðarsson og félagar hans á löggjafarsamkundunni samþykktu svo bótakröfuna.
hvells
Föstudagur, 14. febrúar 2014
Auðveld lausn
Það er mjög auðveld lausn til á þessu vandamáli. Með því að afnema lágmarkslaun þá geta atvinnurekendur ráðið ungmenni í vinnu og með því öðlaðst ungmenni starfsreynslu sem gefur þeim kröfu um hærri laun síðar meir.
Þetta er mun skárri lausn heldur en að láta ungmennin sitja heima atvinnulaus með tilheyrandi volæði.
hvells
![]() |
1.339 ungmenni án atvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. febrúar 2014
Ef....
Ef þú kærir mann fyrir að valda verulegri fjártjónshættu þá áttu að sanna það að það hafi verið veruleg fjártjónshætta.
Annars á maður að sýkna
Það er bara rökrétt.
hvells
![]() |
Áfelli yfir rannsókn saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. febrúar 2014
Guðlaugur on point.
http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP24524
Einn vinnusamasti þingmaðurinn er með tillögu. Hætta að eyrnamerkja skatt.
Skattur er skattur. Málið dautt. Skattur tekur af fólki og setur í ríkissjóð. Svo er ríkissjóður sem útdeilir honum og stjórnmálamenn og stofnanir ráðstafa honum. Mjög einfalt.
Það er oft reynt að fegra einhvern skatt því hann þjónar ákveðnum tilgangi. Eins og nefskatturinn á að fara til RUV. Bensínskatturinn fer í vegagerð. Allir vilja keyra góða vegi ekki satt. En í raun er þetta bara skattur sem fer í ríkissjóð og svo er honum útdeilt. Burtséð frá því að nefskattur fer hvort sem er ekkert í rekstur á RUV og bensínskatturinn fer ekkert allur í vegagerð.
Nýjasta dæmið er bankaskattur, hann á að fjármagna niðurfærsluna á verðtryggðum lánum heimilanna. Það er látið líta út að vondu þrotabúin og vondu bankarnir séu að splæsa í lækkunina. En í raun er þetta bara þetta venjulega, þetta er skattur sem fer í ríkissjóð. Svo er honum ráðstafað, og stjórnmálamenn ákveða að ráðstafa honum í niðurfærslu í staðinn fyrir að lækka skuldir ríkissjóðs sem dæmi.
kv
Sleggjan
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Obama í ruglinu
1% Bandaríkjamanna búin að skrá sig. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir forsetann. Þetta er hans helsta stefnumál og það virðist vera að fara niður í klóstið....með gríðarlega neikvæðum afleiðingum.
Hans "legasy" mun dæmast af Obamacare.
hvells
![]() |
Meira en 3 milljónir í Obamacare |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Rök NEI-sinna
98% Grikkja segja að atvinnuástandið þar í landi sé slæmt.
Ef Ísland gengur í ESB þá mun þetta 98% neikvæðni flytjast yfir á okkur.
NEI-sinna logic
Sorglegt.
hvells
![]() |
98% Íslendinga sátt við lífið og tilveruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Fjandsamur atvinnulífinu
Það er greinilegt að Sigmundur er fjandsamur atvinnulífinu. Hann eyðir meirihlutanum af sínum tíma í að pönkast í SA. Hann slær Jóhönnu Sigurðardóttur í þeim leik.
Er skrítið að atvinnurekendur telji æskilegt að ganga í ESB? Hann útskýrir ekki hvað er skrítið við það.
Hann sagði að erlend fjárfesting væri einsog erlent lán.. þetta er náttúrlega glórulaus fullyrðing og þörf sé að leiðrétta Sigmund ef hann veit ekki betur. En Sigmundur tekur þessa leiðréttingu óstinnt upp og hraunar yfir SA og vill breyta samtökunum í bloggsíðu. Svo sakar hann SA að skaða orðspor Íslands þegar hann talar um "skammstafanir" og "erlend lán" og aðra eins vitleysu.
Þegar þessi ríkisstjórn tók við þá hélt ég að þetta mundi vera ríkisstjórn atvinnulífsins. Greinilega ekki. Þetta eru gríðarleg vonbrigði.
Svo er ekkert að því að hvetja til þess að "velja íslenskt". Frjáls vilji. Sigmundur er svo að tala um nauðung. Hann við neyða að borða íslenskt. Forsætisráðherra sem skilur ekki muninn á þessu tvennur er ekki starfi sínu vaxinn. Í raun er Ísland í grafalvarlegri stöðu með Sigmund sem skiptstjóra í brúnni.
hvells
![]() |
Ísland er ekki til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Leið frammávið
Það er greinilega mikill munur á milli Framsókn og XD.
Framsókn er með allt niðrum sig en XD er að gera flestallt rétt í efnahagsmálum.
Seðlabankinn segir þetta um aðgerðir Framsóknar
"Aðgerðir til þess að lækka verðtryggðar skuldir heimila munu hafa nokkur áhrif á efnahagshorfur næstu ára. Þær munu að óbreyttu auka einkaneyslu og innflutning og draga úr þjóðhagslegum sparnaði og viðskiptaafgangi, sem stuðlar að lægra gengi krónunnar en ella."
Aðgerð framsóknar mun beint lækka gengi krónunnar. Og þar með lækka lífskjör Íslendinga, hækka vexti sem draga kraft úr atvinnulífinu, auka verðbólgu sem aftur hækkar lánin sem Framsókn var að reyna að "leiðrétta".... ég óska eftir Framsóknarmanni sem hefur einhvern skilning á efnahagsmálum.
Svo segir Seðlabankinn
"Horfur á meiri vexti innlendrar eftirspurnar munu að öðru óbreyttu krefjast þess að taumhald peningastefnunnar verði hert fyrr og meir en áður hafði verið búist við. Á móti gætu komið aðrar aðgerðir sem leggjast á sveif með peningastefnunni. Þar skiptir miklu máli hvaða stefnu verður fylgt í ríkisfjármálum á komandi árum."
Það er beinlínis veri að segja að mikið aðhald í fjárlögum er nauðsýnleg. XD er að vinna í því og lögðu fram halllaus fjárlög..... Sjálfstæðisflokkurinn er að moka Framsóknarflórinn.
hvellls
![]() |
Óbreyttir vextir í 15 mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Planið tilbúið
http://samradsvettvangur.is/
Hér er planið löngu tilbúið.
Það er bara enginn pólítiskur vilji hjá Framsóknarflokknum að bæta hér lífskjör.
Þeir elska íslensku sauðkindina meira en fólkið í landinu.
Því miður.
hvells
![]() |
Þurfum áætlun og markmið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Viðskilnaður vinstri stjórnarinnar
Það kemur mér ekkert á óvart að hér mun vera mikil viðstpyrna í efnahagslífinu.
VG hefur haldið atvinnulífinu í spennitreyju í tæplega fimm ár.
Nú er komin hægri-miðju stjórn og því mun hagvöxtur og lífskjör batna gríðarlega.
Hagvöxtur ekki meiri en síðustu 30ár.
Á eftir stendur "velferðarstjórnin" með allt niðrum sig.
hvells
![]() |
Hagvöxtur meiri en síðustu 30 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |