Laugardagur, 15. febrúar 2014
Grímur
Grímur mundi fá mitt atvkæði....ef ég væri það heimskur að kjósa VG yfir höfuð.
Hann hefur þann sjaldgæfa eiginleika á meðal VG að hafa í raun tekið þátt í rekstri... hann má eiga það.
Svo eru sameiningahugmyndir hans a höfuðborgarsvæðinu mjög áhugverðar.
Ég vona að Grímur tekur þetta.
hvells
![]() |
Þrír vilja leiða VG í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. febrúar 2014
Með annara manna fé
Það er mjög auðvelt að fá "snilldar hugmynd" með annara manna fé.
Ef þetta virki væri svona arðbært og mundi draga að ferðamenn...afhverju taka þessir sveitastjórar sig ekki til og hætta í sveitastjórninni, stofna einkahlutafélag og byrja að fjármagna þessa snilldar hugmynd með sínum eigin peningum.... og græða og grilla í framhaldinu af því.
NEI þeir hafa ekki það mikla trú á þessu verkefni.... fínt að nota fé almennings í þennan áhætturekstur.
Stjórnmálamenn eru allir eins á Íslandi
hvells
![]() |
Vilja miðaldavirki á Reykhólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. febrúar 2014
Rétt mat
Þetta er rétt mat hjá Herði. Áliðnaðurinn á mikið inni. Eina sem þarf er heilbrigt viðskiptaumhverfi hér á landi og frelsi til að athafna sig. Stórar töfralausnir Framsóknarflokksins ber að varast.
Sjávarklasinn hefur tvöfaldað verðmæti þorskins þratt fyrir að veiðar á honum hafa dregist saman um helming. Hvernig var það gert? Jú með nýsköpun, líftækni og öðrum þáttum.
Sama getur gerst með álið. Ef skynsamlega er haldið á spöðunum....og ef Framsóknarflokkurinn lætur fólkið í landinu í friði.
hvells
![]() |
Trúir á tvöföldun í orkuiðnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. febrúar 2014
Einu sinni í viðbót
Ef ég heyri stjórnmálamenn nefna "græna hagkerfið" aftur á nafn þá æli ég á lyklaborðið
hvells
![]() |
Skúli tekur fimmta sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. febrúar 2014
Þétting byggðar
Það er mjög jákvætt að loksins eru við völd menn sem vilja þétta byggð.
Það hefur verið stórskaðlegt fyrir almenning og borgarsjóð að í rvk sé ávalt byggt austar og austar.
Það hefur skapast 30mínútna umferðarteppa á hverjum einasta morgni fyrir fólk sem er að fara í vinnuna.
Þetta er griðarlega kostnaðarsamt.
En svo betur fer eru menn loks að vakna.
Dagur B má eiga það.
hvells
![]() |
Alvogen var boðin lóð í Hádegismóum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. febrúar 2014
Góð lausn hjá Illhuga
Þetta er mjög góð lausn og ætti að vera ásættanlegt fyrir báða aðila.
Stytta framhaldsskólann í 3ár og nota hagræðinguna í að greiða kennurum hærri laun.
Allir græða.
Skattborgarar, kennarar og ekki síst nemendur sem útskrifast fyrr einsog nágrannalöndin okkar.
hvells
![]() |
Illugi vonar að svigrúm verði nýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. febrúar 2014
Mjög algengt að gefa Mixtape
Það er mjög algengt að gefa út frítt í dag.
Þetta er gert til að búa til buzz og ná til sem flestra. Í framhaldi má þá gefa út breiðskífu.
Í mixteipum er meira frelsi en breiðskífa. Getur leyft þér meira.
Þau eru ekki að finna upp hjólið.
http://www.hotnewhiphop.com/
http://www.datpiff.com/
Hérna er sem dæmi tvær síður sem artistar gefa út frítt. Oftast mixtape. Margir eiga það að þakk frægð sína.
kv
Sleggjan
![]() |
Highlands fá tæpar 100 milljónir króna fyrir myndband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. febrúar 2014
Það sem HH fatta ekki
Ég fylgist með Facebookhóp Hagsmunasamtaka Heimilanna.
Þeir átta sig ekki á því að hægt er að taka óverðtryggt lán en þá taka þau verðbólguskotin þá og þegar.
Hversu oft les ég "Ég borga og borga á hverjum mánuði samt hækka lánin mín". Þeir halda í alvöru að með því að afnema verðtryggingu stendur mánaðarleg greiðslubyrði í stað og engin verðtrygging. Það er einfaldlega óraunhæft og ákveðin skortur á þekkingu.
Fólk má alveg rölva í sínum vinahóp og á Facebook en þau eru í leiðinni ekki í tengslum við raunveruleikan.
Hægt er að fylgast með umræðunum hér: https://www.facebook.com/groups/heimilin/?ref=ts&fref=ts
Annars hefur Vilhjálmur formaður HH sagt að verðtryggja eigi laun og hafa verðtryggingu. Þetta sagði hann fyrir 1-2 mánuðum. Frekar stór yfirlýsing hjá háttsettum manni innan samtakanna.
kv
Sleggjan
![]() |
Greiðslubyrðin er of þung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. febrúar 2014
Jákvætt skref
Þetta skapar atvinnu.
Minnkar mengun og eykur sjálfbærni.
Þetta sparar gjaldeyri þjóðarbúsins vegna þess að hjól eru vistvæn og nota ekki bensín.
Þetta eykur ráðstöfunarfé heimilana vegna þess að resktur bifreiðar er dýr.
Borgarstjórn eru að gera góða hluti.
hvells
![]() |
Hjólastígar fyrir hálfan milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. febrúar 2014
ISLAM
Kynbundið ofbeldi er algengast í Íslömskum samfélögum þar sem réttur kvenna er troðinn niður.
Þessvegna er mjög sérkennilegt að VG og XS stiðja Palestínu fram í rauðann dauðann.
Með því eru þessir flokkar að gefa kynbundnu ofbeldi gæðastimpil.
hvells
![]() |
Dansað fyrir betri heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |