Laugardagur, 11. ágúst 2012
Hildur Lilliendahl og Sóley Tómas. Rannókn handa ykkur
Lög sem gerðu kaup á vændi refsiverð gerðu vændiskonur háðari hórmöngurum og ýttu undir mansal. Þetta eru niðurstöður norskrar rannsóknar þar sem áhrif laganna, sem sett voru árið 2009, voru könnuð.
Sambærilög tóku gildi á Íslandi þetta sama ár, en fyrirmyndin er komin frá Svíþjóð.
Í norsku rannsókninni segir að áður en lögin tóku gildi hafi markaðurinn fyrir vændi verið smár og óskipulagður á evrópskan mælikvarða. Konur hafi að mestu selt sig af fúsum og frjálsum vilja og stundað vændið í leiguíbúðum án afskipta hórmangara, eða melludólga.
Fínt væri að fá þau til að tjá sig um málið.
kv
sleggjan
Föstudagur, 10. ágúst 2012
Declare independence er hræðilegt lag
Declare independence er hræðilegt lag.
Jú, textinn hefur boðskap og er góður sem slíkur. En guð minn góður hvað lagið er léglegt.
Lagið sjált, laglínurnar sjálfar, og svo kemur gargið út úr henni í þokkabót.
Get lofað ykkur að mjög fáir setja þetta a fóninn í gúddí fíling heima hjá sér. Bara spilað í sambandi við eitthvað mótmæli eða slíkt. Svo uppá sviði hjá Björk.
Áhugasamir:
kv
Sleggjan
![]() |
Björk mótmælir yfirvöldum í Kreml |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. ágúst 2012
Það borgar sig að styrkja forsetaframbjóðendur
Wall Street er aðal styrkataraðili Obama forseta landsins. Það er ekkert ókeypis í þessum heimi og þeir vilja fá velvild hans í staðinn.
Fallegt af Obabma að leggja málið niður.
Honum bar nokkurnveginn skylda að byrja málið, smá svona blikka Wall Street, en svo auðvitað leggja það niður eftir smá daður.
kv
sll
![]() |
Goldman Sachs sleppur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. ágúst 2012
Hraðbraut.
Það voru einmitt 800 nemendur í Hraðbraut.
Framhaldsskólanum sem Katrín Jakobs lokaði.
Vegna hennar hugmyndafræði um einkarekið menntakerfið.
Árangurinn er á eftir því.
Katrín er með allt niðrum sig núna.
Fyrst Harpan og nú þetta.
hvells
![]() |
Skólarnir eru yfirfullir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. ágúst 2012
Skattlagning fyrirtækja
Skattlagnin á hagnað fyrirtækja.
Kemur á óvart hvað USA er ofarlega.
Einnig kemur á óvart hvað Ísland er neðarlega miðað við umræðuna hér á landi um VG og hvað þeir eru að kæfa atvinnulífið í skattlagningu.
kv
Sleggjan
Föstudagur, 10. ágúst 2012
Evrópuvaktin VS Fullveldisvaktin
Evrópuvaktin var á Útvarpi Sögu um tíma. Bæði sjónarhornin voru tækluð. Mismunandi gestir, meða eða á móti.
Nú hefur Fullveldisvaktin byrjað. Það er nýr þáttur sem tók við af Evrópuvaktinni.
Fyrsti gestur var Ragnar Arnalds fyrrverandi formaður Heimssýnar. Þetta er fyrsti þátturinnn sem ég heyri af Fullveldisvaktinni. Ætli þetta sé eitthvað sem koma skal? Það væri eftir bókinni.
Hvet samt Fullveldisvaktina að koma með bæði sjónarhornin og gæta hlutleysis í hvívetna.
kv
Sleggjan
Fimmtudagur, 9. ágúst 2012
Ég er hissa á Óla Stef
http://visir.is/gudmundur--min-akvordun-ad-lata-snorra-taka-vitid/article/2012708099913
Þjálfarinn tók ákvörðun að láta Snorra taka vítið. Allt í góðu með það. En ástæðan:
Það var brotið á Óla og hann treysti sér ekki til að taka vítið, enda hafði hann klikkað sjálfur fyrr í leiknum."
Óli er leiðtogi liðsins og fyrirliði. Hann er með mestu reynsluna. En treystir sér ekki til að taka mikilvægasta skot leiksins. Hann var búinn að eiga slæman leik en það skiptir engu máli.
Ég fylgist mest með NBA-deildinni.
Það kæmi ekki annað til greina á lokastund í úrslitakeppninni en að láta Kobe Bryant taka lokaskotið fyrir Lakers.
Á tíunda áratuginum kæmi enginn annar til greina nema Michael Jordan fyrir lokaskotið fyrir Bulls.
Þessir menn lifa fyrir úrslitakeppnina og sérstaklega fyrir þessar ögurstundir. Leiðtogar fyrir liðið, og liðsmenn og þjálfarar treysta þeim.
Meira segja Lebron James sem hafði undanfarin ár klikkað á mikilvægum stundum fyrir Cleveland datt ekki í hug að gefa frá sér tækifærið að sigra leikinn á lokasekúndum í síðustu úrslitakeppni. Nú er hann orðinn showaður eftir öll ögurmómentin og tryggði Miami Heat titilinn og er meistari í dag.
Betra hefði verið að Óli hefði tekið vítið og klikkað frekar en að gefa það frá sér. Taka ábyrgð á sínu liði, liðið treystir á hann. Óli sagði í öðru viðtali að hann verður að lifa með þessum ósigri,að hann ætlaði sér gullið. Ef þú ert í þeim pælingum þá áttu að taka af skarið þegar win or loose moment er.
kv
Sleggjan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2012
Lífstíll Sígauna, þjóðar án lands?
Fyrsta lagi er ég sáttur við breytta orðanotkun hjá mbl. Fyrir 2 mánuðum var netsíðan með svipaða frétt um "rómafólk" sem er orð runnið undan rifjum pólítísks rétttrúnaðar. Það veldur misskilningi og ruglast oft við þá sem búa í Rúmeníu eða eru einfaldlega frá borginni Róm í Ítalíu. Fyrir utan er Sígauni flott íslenskt orð og ætti ekki að móðga neinn.
Sagt er að Sigaunar séu þjóð án landsvæðið svipað og Gyðingar fram að 1948.
En það er ekki rétt. Þeir eiga sínar rætur að rekja til Indlands. Þeir fóru til Evrópu til að vinna fyrir sér eins og hver annar sem ákveður að yfirgefa heimkynni sín.
Þeir hafa sína tónlistarhefð. Hafa þróað með sér sérstaka menningu og lífsviðhorf. Og þá sérstaklega leiðina sem þau velja til að lifa af.
Það er oft að stela, betla eða spila tónlist fyrir pening. Margir eru í vinnu, það er rétt. En há prósenta stundar þjóðnað og skylda starfsemi.
Vill benda á góðan heimildaþátt frá BBC sem heitir Gypsy Child Thieves.
Hér má lesa um þáttinn:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/this_world/8212251.stm
Hér má niðurhala honum ókeypis frá íslenskri vefsíðu:
http://deildu.net/details.php?id=57961
Góða skemmtun
kv
Sleggjan
![]() |
Sígaunar sendir úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2012
Þór Saari gefur tóninn fyrir nýtt lýðskrum í aðdraganda kosninga
Hann segir:
"..... það er ekki hægt að vinna á þessum skuldum með auknum niðuskurði og meiri skattlagningu. Eina leiðin út úr þessari sjálfheldu er að endursemja um róttæka endurskipulagningu á vaxtagreiðslum og endurgreiðslum."
Eftir því sem ég best veit mun hann vera í Dögun stjórnmálahreyfingunni nýju. Þór hafnar semsagt niðurskurði og skattlagningu og ætlar að einbeita sér að lánardrottnunum. Það hlýtur þá að vera Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Norðurlöndin sem hann ætlar að endursemja við ef hann kemst í stjórn.
Hversu raunhæft er það að AGS endursemji upp á nýtt? Þór verður að útskýra það. Svo hann sé trúarlegur þá verður hann beinlínis að fá einhvern sem ræður hjá AGS (helst Christine Lagarde) til að gefa yfirlýsingu um vilja til að semja um betri kjör.
Annars er þetta lýðskrum hjá herra Saari.
kv
Sleggjan
![]() |
Segir skuldabyrði hins opinbera ósjálfbæra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. ágúst 2012
Langt er seilst.
Mogginn þarf að grafa upp einhver óþekktan breta frá óþekktri stofnun
Stephen Tindale hjá bresku hugveitunni Centre for European Reform
kommon?
er verið að djóka?
og innbyggjarnir lepja hvert einasta orð.
sorglegt.
hvells
![]() |
ESB standi fast á sjávarútvegskröfum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |