Mánudagur, 17. september 2012
AMX vaktin
Smáfuglarnir bíða þess að sjá sannfærandi áætlun Sjálfstæðisflokksins um hvernig vinda eigi ofan af því mikla ófrelsi í íslensku efnahagslífi sem vinstristjórnin hefur komið á hérlendis. Ófrelsið er orðið slíkt að athygli vekur erlendis.
Hugmyndir um frelsi og tækifæri eiga enn hug og hjörtu 36% kjósenda ef marka má skoðanakannannir. Mjög fáir styðja við sósíalismann og mælast VG og Samfylking með lítið fylgi.
Smáfuglarnir bíða efitr tímasettri áætlun Sjálfstæðisflokksins um niðurfellingu skattahækkana, niðurskurð hins opinbera, afnám gjaldeyrishafta og almennra skattalækkana til aðstoðar öllu því fólki sem nú berst í bökkum. Leggi Sjálfstæðisflokkurinn fram slíka áætlun telja smáfuglarnir næsta víst að sósíalismanum ljúki í næstu kosningum.
Hvellurinn tekur heilshugar undir þessa færslu og ég vona að forysta XD er að hlusta líka.+
hvellurinn
Mánudagur, 17. september 2012
Þessi mótmæli ekki barin niður
Þessi mótmæli eru ekki barin niður. Enda beinast þau að öðru landi en ekki kommúnistaflokknum.
Ef þetta væri mótmæli gegn einræði kommúnistaflokksins í Kína þá væri löngu búið að berja þessi mótmæli niður með valdi.
kv
Sleggjan
![]() |
Stöðva framleiðslu sína í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. september 2012
Svakaleg vinnubrögð Moggans
Þeir hjá mogganum grafa upp greinar frá ótrúlegustu áttum. Bara ef það styður málstaðinn sem þeir verja (kvótagreifarnir) þá er það birtingarhæft.
Um daginn var það eitthvað hverfisblað í Noregi með litla útbreiðslu.
Nú er það einhver nemandi sem er í doktorsnámi í Bretlandi sem enginn hefur heyrt um áður. En þetta er grein sem hefur afstöðu á móti inngöngu Íslands í ESB þá er tilganginum náð hjá Mogganum.
kv
Sleggjan
![]() |
Litlar líkur á ESB-aðild verði makríldeilan ekki leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. september 2012
Kosningar og XD
Ég tel fráleitt annað en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi prófkjör til að stilla upp á listana í stað þess að hverfafélögin og uppstillingarnefndir handvelji á þá.
Ég er ekki í vafa um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson munu öll verða í skotlínunni í prófkjörunum bjóði þau sig fram aftur en ekki er annað vitað á þessari stundu.
kv
sll
Sunnudagur, 16. september 2012
Guðbjartur gerði rétt.
Björn hefur stjórnar spítalanum einsog hétja seinustu mánuði. Hann er að vinna sem skurðlæknir í hliðarsatarfi og fær launahækkun fyrir það. Verðskuldaða.
hvells
![]() |
Segja launahækkun forkastanlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. september 2012
Tekjur og gjöld
Það er gaman að álykta um eyðslu. Eyða í þetta og hitt. Voða gaman
Það væri heiðarlegra að nefna hvar peningurinn á að koma fyrir þessu öllu.
Hvar í velferðarkerfinu á að skera niður??
hvellurinn
![]() |
Ný stjórn UVG á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. september 2012
Egill Helga á villigötum í sambandi við Ísrael
http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/09/13/98-prosent-med-obama/
Egill Helga er að tala um hvaða þjóðir styðja Obama. Það kom í ljós að Ísrael styður Romney en ekki Obama, Egill segir í kjölfarið:
"...........en aðeins í Ísrael er Mitt Romney í meirihluta. Hernaðarbrjálæðingarnir þar vonast til þess að hann standi við loforð um að hefja hernað gegn Íran. "
Hann kallar Ísrael hernaðarbrjálæðinga. Það er bara út í loftið. Ísrael er lítið land umkringt óvinum og þarf að sjálfsögðu að hafa sinn her. Næstum öll ríki heims hafa her og ekki kallar Egill þau lönd hernaðabrjálæðinga.
-Við stofnun Ísraels þá réðust 4 múslimaríki á Ísrael samtímis. Ísrael náði að verjast.
-Sex daga stríðið var Ísrael í stríði við 3 múslimaríki.
-Yom Kippur stríðið réðst Egyptaland og Sýrland á Ísrael á heilagasta dag gyðinga.
Ef Egill er að tala um "Palestínu" þá er Ísrael löngu farið af Gaza ströndinni þar sem Hamas ræður ríkjum og skýtur rockets á borgi og bæi með alvarlegum afleiðingum fyrir íbúa Ísraels (þó dauðsföll séu ekki mörg eiga allt of margir við sálræna kvilla að stríða vegna yfirvofandi hættu stanslaust). Svo er Vesturbakkinn umdeilt (disputed) svæði.
Það er spurning hvað fær Egil til að kalla Ísrael hernaðarbrjálæðinga. Ekki kom hann með nein rök fyrir því. Bara skot út í loftið. Enda er hann Íslendingur og fjölmiðlar hérna á klakanum eru grímulaust pro-Palestine burt séð frá staðreyndum.
kv
Sleggjan
Laugardagur, 15. september 2012
Frekjurnar.
Þetta eru frekjurnar á Íslandi. Vilja alltaf hærri og hærri laun með fastri yfirvinnu sem þau vinna aldrei.
Bara svona til að bústa upp launin án þess að þurfa að bústa upp taxtann.
Hver man ekki eftir frekjuganginn í sept 2008 þegar þessi stétt fékk 20% launahækkun... RÉTT FYRIR BANKAHRUN.
Þetta er ein af fáum stéttum sem höfðu það betra eftir hrun heldur en fyrir hrun. Þau voru að fá 20% hærra laun á meðan almenningur var að berjast í bökkum.
Þetta var og kostnað almmennings. Skattborgara.
hvells
![]() |
Hjúkrunarfræðingar afhenda kröfulista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. september 2012
Hættulegar vörur
Ísland þarf að bæta opinbert eftirlit með framleiðslu kjöt- og mjólkurafurða til að tryggja samræmi við löggjöf EES um matvælaöryggi. Þetta er meginniðurstaða í skýrslu ESA, eftirlitsstofnunnar EFTA sem gefin var út í dag.
ESA fór í sína fyrstu eftirlitsheimsókn til Íslands í maí 2012 til að kanna öryggi matvæla úr dýraríkinu, einkum kjöt, mjólk og afurðir þeirra. Umrædd EES löggjöf tók gildi á Íslandi 1. nóvember 2011 eftir 18 mánaða aðlögunartíma.
Heimsókn ESA leiddi í ljós ýmsa annmarka á starfsháttum matvælaframleiðenda og opinberra eftirlitsaðila. Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin telur skorta á að stjórnvöld beiti viðeigandi úrræðum í kjölfar brota matvælaframleiðenda. Sem dæmi höfðu engar ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir að tvær kjötvinnslur gætu sett vörur sínar á markað þrátt fyrir að starfsstöðvar þeirra teldust ófullnægjandi og fyrirtækin störfuðu án leyfis eftirlitsaðila vegna þess að þær uppfylltu ekki viðeigandi kröfur EES. Að auki reyndust starfsleyfi annarra matvælaframleiðenda ekki í öllum tilfellum ná yfir alla starfsemi fyrirtækjanna né starfsaðstöðu.
Hjá ýmsum matvælaframleiðendum fundust annmarkar varðandi almennar og sértækar kröfur er sneru að hreinlæti og hollustuháttum. Nokkrir höfðu ekki verið uppgötvaðir af íslenskum stjórnvöldum m.a. í tilfellum þar sem vinnsluhúsnæði og viðhald þess var ófullnægjandi og hreinlæti var ábótavant auk þess sem ófullnægjandi eftirlit var með örverum í mjólk og kjötafurðum.
Matvælastofnun hefur þegar verið upplýst um þessa annmarka og brugðist við þeim að hluta í aðgerðaáætlun sem unnin var eftir móttöku skýrslunnar segir ESA."
http://www.ruv.is/frett/esa-eftirliti-a-islandi-abotavant
er þetta "hið hreini íslenski landbúnaður?"
hvells
![]() |
7% meira af nautakjöti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. september 2012
Rökrétt
Stjórnarandstæðan getur haldið stjórninni í gíslinug.
Þess má geta að XD getur verið við völd á næstunni og það væri best fyrri flokkinn að græja þetta áður en VG verða með málþóf aldarinnar.
hvells
![]() |
Ræðutími þingmanna verði styttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |